Sport

Fyrsta tap Spurs

Leikmenn Tottenham töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu er Manchester United sótti þá heim í dag. Ruud van Nistelrooy skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu skömmu fyrir hálfleik. Segja má að úrslitin hafi verið eftir bókinni í dag en auk United unnu Arsenal, Liverpool, Chelsea og Newcastle öll leiki sína. United er þar með komið í 5. sæti eftir tvo sigurleiki í röð. Arsenal heldur enn toppsætinu með 19 stig eftir sjö leiki en Chelsea er skammt undan með 17 stig. Úrslit í leikjum dagsinsTottenham - Manchester United 0-1 (Nistelrooy 42) Manchester City - Arsenal 0-1 ( Cole 14) Aston Villa - Crystal Palace 1-1 (Hendrie 36 - Johnson 6) Liverpool - Norwich 3-0 (Baros 23, Garcia 26, Cisse 64) Newcastle - W.B.A. 3-1 (Kluivert 70, Milner 78, Shearer 86 - Horsefield 87) Fulham - Southampton 1-0 (Radzinski 24) Middlesbrough - Chelsea 0-1 (Drogba 81)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×