Fyrir átta árum Stefán Þórsson skrifar 15. desember 2014 08:00 Þann 8. desember síðastliðinn gerði ég ásamt 200 íslenskum læknanemum stjórnvöldum grein fyrir því að við munum ekki koma til starfa á heilbrigðisstofnunum landsins fyrr en gengið hefur verið frá kjarasamningum við Læknafélag Íslands. Um er að ræða nema á 4.-6. námsári sem að öllu jöfnu hefja störf á sumrin sem kandidatar og aðstoðarlæknar og gegna veigamiklu hlutverki innan heilbrigðiskerfisins. Til dæmis má nefna að 40% stöðugilda almennra lækna (lesist: Allt nema sérfræðilæknar) á Landspítala Háskólasjúkrahúsi sumarið 2013 voru mönnuð af kandidötum og aðstoðarlæknum. Brotthvarf þessa hóps mun því ekki fara fram hjá neinum ef til þess kemur. Kjarabarátta lækna er nefnilega líka barátta okkar sem erum á leið út á vinnumarkaðinn og launaþróunin hefur verið verðandi kollegum okkar óhagstæð. Grunnlaun kandidats (sá sem hefur lokið 6 ára læknisnámi í háskóla) sem hóf störf 2006 voru 256.691 kr. en grunnlaun kandidats sem hefur störf 2014 eru 340.734 kr. Í fljótu bragði mætti ætla að þróunin seinustu átta ár væri jákvæð, að kjör unglækna færu batnandi sem nemur 33%. Þegar betur er að gáð kemur hins vegar í ljós að verðbólga á sama tímabili er 70%. Kaupmáttur nýútskrifaðra lækna hefur því rýrnað verulega seinustu átta ár. Nú gæti efasemdarfólk rámað í að hér varð hrun og spurt sig hvort þetta eigi ekki við um flestar aðrar stéttir. Til að svara því má benda á að launavísitala Hagstofu Íslands hefur hækkað um 73% frá 2006, með öðrum orðum, almennur kaupmáttur er svipaður nú og fyrir átta árum.Ófyrirséðar afleiðingar Af ofangreindu er ljóst að laun kandidata hafa hækkað mun minna en önnur laun á vinnumarkaði. Sömu sögu er að segja af deildarlæknum, sérfræðingum og yfirlæknum. Það er því ofsögum sagt að læknar krefjist launahækkana umfram aðra. Að halda því fram er í besta falli misskilningur, í versta falli svívirðileg tilraun til að rjúfa samstöðu vinnandi fólks og hindra baráttu þess fyrir betri lífskjörum. Réttara væri að tala um sanngjarna leiðréttingu launa. Fullyrðingar stjórnmálamanna um að kjarabót til lækna muni koma niður á almennum kjarasamningum ætti ekki að draga úr verkalýðshreyfingunni heldur efla forystumenn hennar til að berjast enn harðar fyrir mannsæmandi kjörum launþega í landinu. Hér hefur verið rekið öflugt heilbrigðiskerfi seinustu áratugina. Um það vitnar nýleg skýrsla OECD þar sem fram kemur að Íslendingar eru meðal langlífustu þjóða heims. Þetta langlífi gerir að verkum að fjöldi Íslendinga á eftirlaunaaldri mun nærri tvöfaldast næstu tuttugu árin gangi mannfjöldaspá Hagstofunnar eftir. Þessir einstaklingar munu ekki síður þurfa læknishjálp en þeir eftirlaunaþegar sem nú þegar er stærsti neytendahópur heilbrigðisþjónustunnar. Ef fram fer sem horfir munu sífellt færri læknar sinna sífellt fleiri sjúklingum með ófyrirséðum afleiðingum á heilsufar landsmanna. Viðspyrna lækna nú er tilraun til að snúa þessari þróun við. Hún mun vissulega koma niður á sjúklingum til skemmri tíma litið en er háð með langtímahagsmuni þeirra í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þann 8. desember síðastliðinn gerði ég ásamt 200 íslenskum læknanemum stjórnvöldum grein fyrir því að við munum ekki koma til starfa á heilbrigðisstofnunum landsins fyrr en gengið hefur verið frá kjarasamningum við Læknafélag Íslands. Um er að ræða nema á 4.-6. námsári sem að öllu jöfnu hefja störf á sumrin sem kandidatar og aðstoðarlæknar og gegna veigamiklu hlutverki innan heilbrigðiskerfisins. Til dæmis má nefna að 40% stöðugilda almennra lækna (lesist: Allt nema sérfræðilæknar) á Landspítala Háskólasjúkrahúsi sumarið 2013 voru mönnuð af kandidötum og aðstoðarlæknum. Brotthvarf þessa hóps mun því ekki fara fram hjá neinum ef til þess kemur. Kjarabarátta lækna er nefnilega líka barátta okkar sem erum á leið út á vinnumarkaðinn og launaþróunin hefur verið verðandi kollegum okkar óhagstæð. Grunnlaun kandidats (sá sem hefur lokið 6 ára læknisnámi í háskóla) sem hóf störf 2006 voru 256.691 kr. en grunnlaun kandidats sem hefur störf 2014 eru 340.734 kr. Í fljótu bragði mætti ætla að þróunin seinustu átta ár væri jákvæð, að kjör unglækna færu batnandi sem nemur 33%. Þegar betur er að gáð kemur hins vegar í ljós að verðbólga á sama tímabili er 70%. Kaupmáttur nýútskrifaðra lækna hefur því rýrnað verulega seinustu átta ár. Nú gæti efasemdarfólk rámað í að hér varð hrun og spurt sig hvort þetta eigi ekki við um flestar aðrar stéttir. Til að svara því má benda á að launavísitala Hagstofu Íslands hefur hækkað um 73% frá 2006, með öðrum orðum, almennur kaupmáttur er svipaður nú og fyrir átta árum.Ófyrirséðar afleiðingar Af ofangreindu er ljóst að laun kandidata hafa hækkað mun minna en önnur laun á vinnumarkaði. Sömu sögu er að segja af deildarlæknum, sérfræðingum og yfirlæknum. Það er því ofsögum sagt að læknar krefjist launahækkana umfram aðra. Að halda því fram er í besta falli misskilningur, í versta falli svívirðileg tilraun til að rjúfa samstöðu vinnandi fólks og hindra baráttu þess fyrir betri lífskjörum. Réttara væri að tala um sanngjarna leiðréttingu launa. Fullyrðingar stjórnmálamanna um að kjarabót til lækna muni koma niður á almennum kjarasamningum ætti ekki að draga úr verkalýðshreyfingunni heldur efla forystumenn hennar til að berjast enn harðar fyrir mannsæmandi kjörum launþega í landinu. Hér hefur verið rekið öflugt heilbrigðiskerfi seinustu áratugina. Um það vitnar nýleg skýrsla OECD þar sem fram kemur að Íslendingar eru meðal langlífustu þjóða heims. Þetta langlífi gerir að verkum að fjöldi Íslendinga á eftirlaunaaldri mun nærri tvöfaldast næstu tuttugu árin gangi mannfjöldaspá Hagstofunnar eftir. Þessir einstaklingar munu ekki síður þurfa læknishjálp en þeir eftirlaunaþegar sem nú þegar er stærsti neytendahópur heilbrigðisþjónustunnar. Ef fram fer sem horfir munu sífellt færri læknar sinna sífellt fleiri sjúklingum með ófyrirséðum afleiðingum á heilsufar landsmanna. Viðspyrna lækna nú er tilraun til að snúa þessari þróun við. Hún mun vissulega koma niður á sjúklingum til skemmri tíma litið en er háð með langtímahagsmuni þeirra í huga.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar