Fyrir átta árum Stefán Þórsson skrifar 15. desember 2014 08:00 Þann 8. desember síðastliðinn gerði ég ásamt 200 íslenskum læknanemum stjórnvöldum grein fyrir því að við munum ekki koma til starfa á heilbrigðisstofnunum landsins fyrr en gengið hefur verið frá kjarasamningum við Læknafélag Íslands. Um er að ræða nema á 4.-6. námsári sem að öllu jöfnu hefja störf á sumrin sem kandidatar og aðstoðarlæknar og gegna veigamiklu hlutverki innan heilbrigðiskerfisins. Til dæmis má nefna að 40% stöðugilda almennra lækna (lesist: Allt nema sérfræðilæknar) á Landspítala Háskólasjúkrahúsi sumarið 2013 voru mönnuð af kandidötum og aðstoðarlæknum. Brotthvarf þessa hóps mun því ekki fara fram hjá neinum ef til þess kemur. Kjarabarátta lækna er nefnilega líka barátta okkar sem erum á leið út á vinnumarkaðinn og launaþróunin hefur verið verðandi kollegum okkar óhagstæð. Grunnlaun kandidats (sá sem hefur lokið 6 ára læknisnámi í háskóla) sem hóf störf 2006 voru 256.691 kr. en grunnlaun kandidats sem hefur störf 2014 eru 340.734 kr. Í fljótu bragði mætti ætla að þróunin seinustu átta ár væri jákvæð, að kjör unglækna færu batnandi sem nemur 33%. Þegar betur er að gáð kemur hins vegar í ljós að verðbólga á sama tímabili er 70%. Kaupmáttur nýútskrifaðra lækna hefur því rýrnað verulega seinustu átta ár. Nú gæti efasemdarfólk rámað í að hér varð hrun og spurt sig hvort þetta eigi ekki við um flestar aðrar stéttir. Til að svara því má benda á að launavísitala Hagstofu Íslands hefur hækkað um 73% frá 2006, með öðrum orðum, almennur kaupmáttur er svipaður nú og fyrir átta árum.Ófyrirséðar afleiðingar Af ofangreindu er ljóst að laun kandidata hafa hækkað mun minna en önnur laun á vinnumarkaði. Sömu sögu er að segja af deildarlæknum, sérfræðingum og yfirlæknum. Það er því ofsögum sagt að læknar krefjist launahækkana umfram aðra. Að halda því fram er í besta falli misskilningur, í versta falli svívirðileg tilraun til að rjúfa samstöðu vinnandi fólks og hindra baráttu þess fyrir betri lífskjörum. Réttara væri að tala um sanngjarna leiðréttingu launa. Fullyrðingar stjórnmálamanna um að kjarabót til lækna muni koma niður á almennum kjarasamningum ætti ekki að draga úr verkalýðshreyfingunni heldur efla forystumenn hennar til að berjast enn harðar fyrir mannsæmandi kjörum launþega í landinu. Hér hefur verið rekið öflugt heilbrigðiskerfi seinustu áratugina. Um það vitnar nýleg skýrsla OECD þar sem fram kemur að Íslendingar eru meðal langlífustu þjóða heims. Þetta langlífi gerir að verkum að fjöldi Íslendinga á eftirlaunaaldri mun nærri tvöfaldast næstu tuttugu árin gangi mannfjöldaspá Hagstofunnar eftir. Þessir einstaklingar munu ekki síður þurfa læknishjálp en þeir eftirlaunaþegar sem nú þegar er stærsti neytendahópur heilbrigðisþjónustunnar. Ef fram fer sem horfir munu sífellt færri læknar sinna sífellt fleiri sjúklingum með ófyrirséðum afleiðingum á heilsufar landsmanna. Viðspyrna lækna nú er tilraun til að snúa þessari þróun við. Hún mun vissulega koma niður á sjúklingum til skemmri tíma litið en er háð með langtímahagsmuni þeirra í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Þann 8. desember síðastliðinn gerði ég ásamt 200 íslenskum læknanemum stjórnvöldum grein fyrir því að við munum ekki koma til starfa á heilbrigðisstofnunum landsins fyrr en gengið hefur verið frá kjarasamningum við Læknafélag Íslands. Um er að ræða nema á 4.-6. námsári sem að öllu jöfnu hefja störf á sumrin sem kandidatar og aðstoðarlæknar og gegna veigamiklu hlutverki innan heilbrigðiskerfisins. Til dæmis má nefna að 40% stöðugilda almennra lækna (lesist: Allt nema sérfræðilæknar) á Landspítala Háskólasjúkrahúsi sumarið 2013 voru mönnuð af kandidötum og aðstoðarlæknum. Brotthvarf þessa hóps mun því ekki fara fram hjá neinum ef til þess kemur. Kjarabarátta lækna er nefnilega líka barátta okkar sem erum á leið út á vinnumarkaðinn og launaþróunin hefur verið verðandi kollegum okkar óhagstæð. Grunnlaun kandidats (sá sem hefur lokið 6 ára læknisnámi í háskóla) sem hóf störf 2006 voru 256.691 kr. en grunnlaun kandidats sem hefur störf 2014 eru 340.734 kr. Í fljótu bragði mætti ætla að þróunin seinustu átta ár væri jákvæð, að kjör unglækna færu batnandi sem nemur 33%. Þegar betur er að gáð kemur hins vegar í ljós að verðbólga á sama tímabili er 70%. Kaupmáttur nýútskrifaðra lækna hefur því rýrnað verulega seinustu átta ár. Nú gæti efasemdarfólk rámað í að hér varð hrun og spurt sig hvort þetta eigi ekki við um flestar aðrar stéttir. Til að svara því má benda á að launavísitala Hagstofu Íslands hefur hækkað um 73% frá 2006, með öðrum orðum, almennur kaupmáttur er svipaður nú og fyrir átta árum.Ófyrirséðar afleiðingar Af ofangreindu er ljóst að laun kandidata hafa hækkað mun minna en önnur laun á vinnumarkaði. Sömu sögu er að segja af deildarlæknum, sérfræðingum og yfirlæknum. Það er því ofsögum sagt að læknar krefjist launahækkana umfram aðra. Að halda því fram er í besta falli misskilningur, í versta falli svívirðileg tilraun til að rjúfa samstöðu vinnandi fólks og hindra baráttu þess fyrir betri lífskjörum. Réttara væri að tala um sanngjarna leiðréttingu launa. Fullyrðingar stjórnmálamanna um að kjarabót til lækna muni koma niður á almennum kjarasamningum ætti ekki að draga úr verkalýðshreyfingunni heldur efla forystumenn hennar til að berjast enn harðar fyrir mannsæmandi kjörum launþega í landinu. Hér hefur verið rekið öflugt heilbrigðiskerfi seinustu áratugina. Um það vitnar nýleg skýrsla OECD þar sem fram kemur að Íslendingar eru meðal langlífustu þjóða heims. Þetta langlífi gerir að verkum að fjöldi Íslendinga á eftirlaunaaldri mun nærri tvöfaldast næstu tuttugu árin gangi mannfjöldaspá Hagstofunnar eftir. Þessir einstaklingar munu ekki síður þurfa læknishjálp en þeir eftirlaunaþegar sem nú þegar er stærsti neytendahópur heilbrigðisþjónustunnar. Ef fram fer sem horfir munu sífellt færri læknar sinna sífellt fleiri sjúklingum með ófyrirséðum afleiðingum á heilsufar landsmanna. Viðspyrna lækna nú er tilraun til að snúa þessari þróun við. Hún mun vissulega koma niður á sjúklingum til skemmri tíma litið en er háð með langtímahagsmuni þeirra í huga.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun