Kynjuð staða verður til Friðrik Indriðason skrifar 28. apríl 2011 14:42 Þeir kynjuðu láta ekki deigan síga og nú er komin niðurstaða í eina málinu sem Atli Gíslason nú óháður þingmaður hefur haft frumkvæði að á þingferli sínum. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að ríkisstjórnin hafi samþykkt þriggja ára áætlun um innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar. Halelúja, þetta er einmitt það sem við þurftum frá ríkisstjórninni á þessum síðustu og verstu. Eftir að hafa skautað í gegnum plaggið er augljóst að þarna er verið að auka ríkisbáknið um eina „verkefnisstýru" sem fjármálaráðuneytið á að setja á sína launaskrá. Mér þykir sjálfgefið að kona verði ráðin í þá stöðu en árslaunin verða réttu megin við 6 milljónir króna. Svo er tíundað: „Gera þarf ráð fyrir fjármagni í eftirfarandi liði: Útgáfu á skýrslum með niðurstöðum verkefna, ráðstefnuhald, þátttöku í erlendum ráðstefnum, námskeiðahald, kennslugögn, greiðslu til fyrirlesara, útgáfu handbókar og annan tilfallandi kostnað. Lagt er til að úthlutað verði samtals 15 milljónum króna í þennan lið sem dreifist jafnt á þriggja ára tímabil, þ.e. 5 milljónir króna á ári." Verkefnisstýran þarf sum sé einhvern aur fyrir risnu og ráðstefnuhaldi. Miðað við algilt lögmál um hvernig ríkiskerfið blæs út má ætla að með kynjaðri fjárlagagerð eftir tvö eða þrjú ár sé verkefnisstýran komin með deildarstjóra, skrifstofustjóra og tvo ritara til að sinna framangreindu. Hér er ekki tekinn með sá kostnaður sem kynjuð fjárlagagerð mun íþyngja öðrum ríkisstofnunum. Tóninn er gefinn í tilkynningunni. Þar segir um eitt verkefnið sem kallast tímanotkunarrannsókn: „Mikilvægt er að hægt sé að meta áhrif aðgerða á ólaunaða vinnu kvenna og karla. Í þessu samhengi er talið að tímanotkunarrannsóknir séu nauðsynlegar, en í þeim felst rannsókn á hvernig kynin verja tíma sínum í ólaunaða vinnu...Þó hafa verið gerðar hér rannsóknir sem sýna fram á að ólaunuð vinna við umönnun og heimilisstörf skiptist ójafnt milli kynjanna þar sem konur bera enn meginábyrgð á þessum störfum." Þessari vinnu á Hagstofan að sinna en athyglisvert er að ekki er farið nánar út í rökstuðning fyrir því af hverju Hagstofan á að nota sinn mannskap í þetta verk annað en að „ólaunuð vinna við umönnun og heimilisstörf skiptist ójafnt milli kynjanna þar sem konur bera enn meginábyrgð á þessum störfum." Þetta eru nokkuð algild sannindi frá því að við skriðum niður úr trjánum. Það þarf ekki nýtt ríkisbákn til að átta sig á því. Þar að auki er Hagstofunni ætlað að vinna ýmsa greiningarvinnu í kringum hina kynjuðu hagstjórn/fjárlagargerð. Væntanlega fær Hagstofan því brátt sína eigin verkefnisstýru til að annast þá vinnu. Sú þarf svo auðvitað að fá allt sem stalla hennar í fjármálaráðuneytinu hefur af starfskrafti plús risnu. Og það fær hún að sjálfsögðu í gegnum kynjaða fjárlagagerð. Í þessu dæmalausa plaggi er einnig gerð krafa um að öll ráðuneytin sinni greiningarvinnu fyrir kynjuðu hagstjórnina og fjárlagagerðin og það hvert fyrir sig. Þetta þýðir væntanlega að öll ráðuneytin þurfa að fá sér sína eigin verkefnisstýru. Hún þarf svo að fá allt það sem hinar hafa fengið, það er jú inntak hinnar kynjuðu hagstjórnar. Niðurstaðan er þessi. Ef Alþingi samþykkir að fastráða fyrstu verkefnisstýruna í ár horfum við fram á nærri 100 manna ríkisbákn eftir þrjú ár sem kostar ríkissjóð um milljarð króna á ári. Og þessi milljarður fer í að segja okkur að konur vinna meira á heimilinu er karlar og önnur álíka almælt tíðindi. Höfundur er blaðamaður á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þeir kynjuðu láta ekki deigan síga og nú er komin niðurstaða í eina málinu sem Atli Gíslason nú óháður þingmaður hefur haft frumkvæði að á þingferli sínum. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að ríkisstjórnin hafi samþykkt þriggja ára áætlun um innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar. Halelúja, þetta er einmitt það sem við þurftum frá ríkisstjórninni á þessum síðustu og verstu. Eftir að hafa skautað í gegnum plaggið er augljóst að þarna er verið að auka ríkisbáknið um eina „verkefnisstýru" sem fjármálaráðuneytið á að setja á sína launaskrá. Mér þykir sjálfgefið að kona verði ráðin í þá stöðu en árslaunin verða réttu megin við 6 milljónir króna. Svo er tíundað: „Gera þarf ráð fyrir fjármagni í eftirfarandi liði: Útgáfu á skýrslum með niðurstöðum verkefna, ráðstefnuhald, þátttöku í erlendum ráðstefnum, námskeiðahald, kennslugögn, greiðslu til fyrirlesara, útgáfu handbókar og annan tilfallandi kostnað. Lagt er til að úthlutað verði samtals 15 milljónum króna í þennan lið sem dreifist jafnt á þriggja ára tímabil, þ.e. 5 milljónir króna á ári." Verkefnisstýran þarf sum sé einhvern aur fyrir risnu og ráðstefnuhaldi. Miðað við algilt lögmál um hvernig ríkiskerfið blæs út má ætla að með kynjaðri fjárlagagerð eftir tvö eða þrjú ár sé verkefnisstýran komin með deildarstjóra, skrifstofustjóra og tvo ritara til að sinna framangreindu. Hér er ekki tekinn með sá kostnaður sem kynjuð fjárlagagerð mun íþyngja öðrum ríkisstofnunum. Tóninn er gefinn í tilkynningunni. Þar segir um eitt verkefnið sem kallast tímanotkunarrannsókn: „Mikilvægt er að hægt sé að meta áhrif aðgerða á ólaunaða vinnu kvenna og karla. Í þessu samhengi er talið að tímanotkunarrannsóknir séu nauðsynlegar, en í þeim felst rannsókn á hvernig kynin verja tíma sínum í ólaunaða vinnu...Þó hafa verið gerðar hér rannsóknir sem sýna fram á að ólaunuð vinna við umönnun og heimilisstörf skiptist ójafnt milli kynjanna þar sem konur bera enn meginábyrgð á þessum störfum." Þessari vinnu á Hagstofan að sinna en athyglisvert er að ekki er farið nánar út í rökstuðning fyrir því af hverju Hagstofan á að nota sinn mannskap í þetta verk annað en að „ólaunuð vinna við umönnun og heimilisstörf skiptist ójafnt milli kynjanna þar sem konur bera enn meginábyrgð á þessum störfum." Þetta eru nokkuð algild sannindi frá því að við skriðum niður úr trjánum. Það þarf ekki nýtt ríkisbákn til að átta sig á því. Þar að auki er Hagstofunni ætlað að vinna ýmsa greiningarvinnu í kringum hina kynjuðu hagstjórn/fjárlagargerð. Væntanlega fær Hagstofan því brátt sína eigin verkefnisstýru til að annast þá vinnu. Sú þarf svo auðvitað að fá allt sem stalla hennar í fjármálaráðuneytinu hefur af starfskrafti plús risnu. Og það fær hún að sjálfsögðu í gegnum kynjaða fjárlagagerð. Í þessu dæmalausa plaggi er einnig gerð krafa um að öll ráðuneytin sinni greiningarvinnu fyrir kynjuðu hagstjórnina og fjárlagagerðin og það hvert fyrir sig. Þetta þýðir væntanlega að öll ráðuneytin þurfa að fá sér sína eigin verkefnisstýru. Hún þarf svo að fá allt það sem hinar hafa fengið, það er jú inntak hinnar kynjuðu hagstjórnar. Niðurstaðan er þessi. Ef Alþingi samþykkir að fastráða fyrstu verkefnisstýruna í ár horfum við fram á nærri 100 manna ríkisbákn eftir þrjú ár sem kostar ríkissjóð um milljarð króna á ári. Og þessi milljarður fer í að segja okkur að konur vinna meira á heimilinu er karlar og önnur álíka almælt tíðindi. Höfundur er blaðamaður á Vísi.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun