Guðjón Valur eignaðist met í gær sem Geir Sveinsson átti einu sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2017 06:30 Þeim fer að fækka metunum hjá handboltalandsliðinu sem Guðjón Valur Sigurðsson er ekki kominn með í sína vörslu. Guðjón Valur bætti í gær met Ólafs Stefánssonar yfir flesta leiki Íslendings á heimsmeistaramóti í handbolta. Guðjón Valur er fimmti maðurinn til að eignast þetta met á undanförnum 27 árum en hann er eini hornamaðurinn í þessum úrvalshóp. Guðjón Valur hafði bætt markamet Ólafs Stefánssonar á HM á Spáni fyrir fjórum árum en á nú einn bæði leikja- og markametið. Ólafur Stefánsson lék sinn 54. og síðasta HM-leik á HM í Svíþjóð árið 2011 en Ólafur hefur átt metið í sjö ár eða síðan að hann tók það af Guðmundi Hrafnkelssyni á HM í Þýskalandi. Guðmundur lék á sínum tíma 43 leiki fyrir Ísland á HM. Geir Sveinsson, núverandi landsliðsþjálfari, átti síðan metið á undan Guðmundi Hrafnkelssyni en Geir spilaði sjálfur 32 leiki á HM. Guðmundur tók metið af Geir á HM í Frakklandi 2001. Guðjón Valur er nú á sínu tuttugasta stórmóti og hefur leikið fleiri stórmótaleiki og skorað fleiri stórmótamörk en nokkur annar íslenskur leikmaður. Hann hefur á þessum tuttugu stórmótum mætt 36 þjóðum en Angóla bættist í hópinn í gærkvöldi. Angóla varð jafnframt 29. þjóðin sem Guðjón Valur mætir á HM. Ólafur Stefánsson spilaði sína 54 HM-leiki á móti 31 þjóð. Guðjón Valur hefur ekki mætt Hvíta-Rússlandi, Bandaríkjunum, Litháen, Sádí-Arabíu, Suður-Kóreu og Sviss sem voru öll á meðal mótherja Íslands á HM þegar Ólafur lék með. Guðjón Valur hefur aftur á móti leikið á móti Angóla, Brasilíu, Makedóníu og Síle en það eru allt þjóðir sem Ólafur mætti aldrei á HM. Guðjón Valur hefur spilað flesta HM-leiki á móti Rússlandi, Spáni og Frakklandi eða fjóra á móti hverri þjóð. Hann hefur hins vegar skorað flest HM-mörk á móti Ástralíu eða alls 29 í aðeins tveimur leikjum sem gera 14,5 mörk að meðaltali í leik. Það eru næstum því fimmtán ár síðan Guðjón Valur spilaði sinn fyrsta leik á HM en það var einmitt í Frakklandi og á móti Svíþjóð í Montpellier 23. janúar 2001. Guðjón Valur skoraði 3 mörk í 21-24 tapi. Guðjón Valur hefur síðan skorað þrjú mörk eða fleiri í 44 af 54 leikjum sínum á heimsmeistaramóti. ooj@frettabladid.is HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira
Þeim fer að fækka metunum hjá handboltalandsliðinu sem Guðjón Valur Sigurðsson er ekki kominn með í sína vörslu. Guðjón Valur bætti í gær met Ólafs Stefánssonar yfir flesta leiki Íslendings á heimsmeistaramóti í handbolta. Guðjón Valur er fimmti maðurinn til að eignast þetta met á undanförnum 27 árum en hann er eini hornamaðurinn í þessum úrvalshóp. Guðjón Valur hafði bætt markamet Ólafs Stefánssonar á HM á Spáni fyrir fjórum árum en á nú einn bæði leikja- og markametið. Ólafur Stefánsson lék sinn 54. og síðasta HM-leik á HM í Svíþjóð árið 2011 en Ólafur hefur átt metið í sjö ár eða síðan að hann tók það af Guðmundi Hrafnkelssyni á HM í Þýskalandi. Guðmundur lék á sínum tíma 43 leiki fyrir Ísland á HM. Geir Sveinsson, núverandi landsliðsþjálfari, átti síðan metið á undan Guðmundi Hrafnkelssyni en Geir spilaði sjálfur 32 leiki á HM. Guðmundur tók metið af Geir á HM í Frakklandi 2001. Guðjón Valur er nú á sínu tuttugasta stórmóti og hefur leikið fleiri stórmótaleiki og skorað fleiri stórmótamörk en nokkur annar íslenskur leikmaður. Hann hefur á þessum tuttugu stórmótum mætt 36 þjóðum en Angóla bættist í hópinn í gærkvöldi. Angóla varð jafnframt 29. þjóðin sem Guðjón Valur mætir á HM. Ólafur Stefánsson spilaði sína 54 HM-leiki á móti 31 þjóð. Guðjón Valur hefur ekki mætt Hvíta-Rússlandi, Bandaríkjunum, Litháen, Sádí-Arabíu, Suður-Kóreu og Sviss sem voru öll á meðal mótherja Íslands á HM þegar Ólafur lék með. Guðjón Valur hefur aftur á móti leikið á móti Angóla, Brasilíu, Makedóníu og Síle en það eru allt þjóðir sem Ólafur mætti aldrei á HM. Guðjón Valur hefur spilað flesta HM-leiki á móti Rússlandi, Spáni og Frakklandi eða fjóra á móti hverri þjóð. Hann hefur hins vegar skorað flest HM-mörk á móti Ástralíu eða alls 29 í aðeins tveimur leikjum sem gera 14,5 mörk að meðaltali í leik. Það eru næstum því fimmtán ár síðan Guðjón Valur spilaði sinn fyrsta leik á HM en það var einmitt í Frakklandi og á móti Svíþjóð í Montpellier 23. janúar 2001. Guðjón Valur skoraði 3 mörk í 21-24 tapi. Guðjón Valur hefur síðan skorað þrjú mörk eða fleiri í 44 af 54 leikjum sínum á heimsmeistaramóti. ooj@frettabladid.is
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Sjá meira