Guðjón Valur eignaðist met í gær sem Geir Sveinsson átti einu sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2017 06:30 Þeim fer að fækka metunum hjá handboltalandsliðinu sem Guðjón Valur Sigurðsson er ekki kominn með í sína vörslu. Guðjón Valur bætti í gær met Ólafs Stefánssonar yfir flesta leiki Íslendings á heimsmeistaramóti í handbolta. Guðjón Valur er fimmti maðurinn til að eignast þetta met á undanförnum 27 árum en hann er eini hornamaðurinn í þessum úrvalshóp. Guðjón Valur hafði bætt markamet Ólafs Stefánssonar á HM á Spáni fyrir fjórum árum en á nú einn bæði leikja- og markametið. Ólafur Stefánsson lék sinn 54. og síðasta HM-leik á HM í Svíþjóð árið 2011 en Ólafur hefur átt metið í sjö ár eða síðan að hann tók það af Guðmundi Hrafnkelssyni á HM í Þýskalandi. Guðmundur lék á sínum tíma 43 leiki fyrir Ísland á HM. Geir Sveinsson, núverandi landsliðsþjálfari, átti síðan metið á undan Guðmundi Hrafnkelssyni en Geir spilaði sjálfur 32 leiki á HM. Guðmundur tók metið af Geir á HM í Frakklandi 2001. Guðjón Valur er nú á sínu tuttugasta stórmóti og hefur leikið fleiri stórmótaleiki og skorað fleiri stórmótamörk en nokkur annar íslenskur leikmaður. Hann hefur á þessum tuttugu stórmótum mætt 36 þjóðum en Angóla bættist í hópinn í gærkvöldi. Angóla varð jafnframt 29. þjóðin sem Guðjón Valur mætir á HM. Ólafur Stefánsson spilaði sína 54 HM-leiki á móti 31 þjóð. Guðjón Valur hefur ekki mætt Hvíta-Rússlandi, Bandaríkjunum, Litháen, Sádí-Arabíu, Suður-Kóreu og Sviss sem voru öll á meðal mótherja Íslands á HM þegar Ólafur lék með. Guðjón Valur hefur aftur á móti leikið á móti Angóla, Brasilíu, Makedóníu og Síle en það eru allt þjóðir sem Ólafur mætti aldrei á HM. Guðjón Valur hefur spilað flesta HM-leiki á móti Rússlandi, Spáni og Frakklandi eða fjóra á móti hverri þjóð. Hann hefur hins vegar skorað flest HM-mörk á móti Ástralíu eða alls 29 í aðeins tveimur leikjum sem gera 14,5 mörk að meðaltali í leik. Það eru næstum því fimmtán ár síðan Guðjón Valur spilaði sinn fyrsta leik á HM en það var einmitt í Frakklandi og á móti Svíþjóð í Montpellier 23. janúar 2001. Guðjón Valur skoraði 3 mörk í 21-24 tapi. Guðjón Valur hefur síðan skorað þrjú mörk eða fleiri í 44 af 54 leikjum sínum á heimsmeistaramóti. ooj@frettabladid.is HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Sjá meira
Þeim fer að fækka metunum hjá handboltalandsliðinu sem Guðjón Valur Sigurðsson er ekki kominn með í sína vörslu. Guðjón Valur bætti í gær met Ólafs Stefánssonar yfir flesta leiki Íslendings á heimsmeistaramóti í handbolta. Guðjón Valur er fimmti maðurinn til að eignast þetta met á undanförnum 27 árum en hann er eini hornamaðurinn í þessum úrvalshóp. Guðjón Valur hafði bætt markamet Ólafs Stefánssonar á HM á Spáni fyrir fjórum árum en á nú einn bæði leikja- og markametið. Ólafur Stefánsson lék sinn 54. og síðasta HM-leik á HM í Svíþjóð árið 2011 en Ólafur hefur átt metið í sjö ár eða síðan að hann tók það af Guðmundi Hrafnkelssyni á HM í Þýskalandi. Guðmundur lék á sínum tíma 43 leiki fyrir Ísland á HM. Geir Sveinsson, núverandi landsliðsþjálfari, átti síðan metið á undan Guðmundi Hrafnkelssyni en Geir spilaði sjálfur 32 leiki á HM. Guðmundur tók metið af Geir á HM í Frakklandi 2001. Guðjón Valur er nú á sínu tuttugasta stórmóti og hefur leikið fleiri stórmótaleiki og skorað fleiri stórmótamörk en nokkur annar íslenskur leikmaður. Hann hefur á þessum tuttugu stórmótum mætt 36 þjóðum en Angóla bættist í hópinn í gærkvöldi. Angóla varð jafnframt 29. þjóðin sem Guðjón Valur mætir á HM. Ólafur Stefánsson spilaði sína 54 HM-leiki á móti 31 þjóð. Guðjón Valur hefur ekki mætt Hvíta-Rússlandi, Bandaríkjunum, Litháen, Sádí-Arabíu, Suður-Kóreu og Sviss sem voru öll á meðal mótherja Íslands á HM þegar Ólafur lék með. Guðjón Valur hefur aftur á móti leikið á móti Angóla, Brasilíu, Makedóníu og Síle en það eru allt þjóðir sem Ólafur mætti aldrei á HM. Guðjón Valur hefur spilað flesta HM-leiki á móti Rússlandi, Spáni og Frakklandi eða fjóra á móti hverri þjóð. Hann hefur hins vegar skorað flest HM-mörk á móti Ástralíu eða alls 29 í aðeins tveimur leikjum sem gera 14,5 mörk að meðaltali í leik. Það eru næstum því fimmtán ár síðan Guðjón Valur spilaði sinn fyrsta leik á HM en það var einmitt í Frakklandi og á móti Svíþjóð í Montpellier 23. janúar 2001. Guðjón Valur skoraði 3 mörk í 21-24 tapi. Guðjón Valur hefur síðan skorað þrjú mörk eða fleiri í 44 af 54 leikjum sínum á heimsmeistaramóti. ooj@frettabladid.is
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Sjá meira