Sjálftaka hvað? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 31. mars 2014 07:00 Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, kvartaði yfir kostnaði við rannsóknarnefndir Alþingis í kjölfar hrunsins í grein hér í blaðinu sl. miðvikudag og talaði um sjálftöku í því sambandi. Kokhraustur mjög vill hann nú rannsaka rannsakendurna. En um hvað snýst þetta mál í raun? Þegar fjármálakerfið hrundi afhjúpuðust spilaborgir manna sem töldu sig hafa sérstakt vit á fjármálastarfsemi og fyrirtækjarekstri. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur einkavæddu Landsbanka og Búnaðarbanka með því að selja þá „réttum aðilum“ sem fengu lán hvor hjá öðrum til kaupanna. Eftir nokkur ár af skuldsettum yfirtökum hrundi ævintýrið til grunna. Sjálfur Seðlabankinn varð gjaldþrota. „Íslenska efnahagsundrið“ varð að viðundri á heimsvísu. Íbúðalánasjóður var tifandi tímasprengja, tap hans verður aldrei undir 100 milljörðum. Eftir að bankarnir ruddust inn á íbúðalánamarkaðinn, í kjölfar óábyrgra kosningaloforða Framsóknarflokksins um 90% lán, voru viðbrögð stjórnenda sjóðsins og stjórnvalda að láta sjóðinn veita bönkunum samkeppni. Íbúðalánasjóður varð einn helsti fjármögnunaraðili húsnæðislána bankanna og væri gjaldþrota í dag ef ekki væri fyrir ríkisábyrgð og framlög ríkisins upp á tugi milljarða. Beinn kostnaður ríkissjóðs og þar með almennings af gjaldþroti bankanna, sparisjóðanna, Seðlabankans og Íbúðalánasjóðs er hátt í 500 milljarðar króna. Með hruni krónunnar hrundi kaupmáttur og í ár fer áttunda hver króna ríkisins í vaxtagreiðslur. Uppsafnaður vaxtakostnaður ríkissjóðs vegna skulda frá hruni er nú þegar rúmir 400 milljarðar. Margir aðilar brugðust í aðdraganda hrunsins, þ.á.m. Alþingi. Skipan þingsins á fjórum rannsóknarnefndum er leið til að upplýsa þjóðina um orsakir og atburðarás og til að læra af mistökunum og koma í veg fyrir að þau verði endurtekin. Enn hefur ekki verið veitt fjárheimild fyrir rannsókn á einkavæðingu bankanna. Kostnaður við nefndirnar er vissulega of mikill og nauðsynlegt að læra af því. Kaldir karlar geta talað um sjálftöku í þeim efnum til að beina athyglinni frá þeim mistökum, sumra beinlínis vegna sjálftöku, sem leiddu til nær 1.000 milljarða tjóns fyrir ríkissjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, kvartaði yfir kostnaði við rannsóknarnefndir Alþingis í kjölfar hrunsins í grein hér í blaðinu sl. miðvikudag og talaði um sjálftöku í því sambandi. Kokhraustur mjög vill hann nú rannsaka rannsakendurna. En um hvað snýst þetta mál í raun? Þegar fjármálakerfið hrundi afhjúpuðust spilaborgir manna sem töldu sig hafa sérstakt vit á fjármálastarfsemi og fyrirtækjarekstri. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur einkavæddu Landsbanka og Búnaðarbanka með því að selja þá „réttum aðilum“ sem fengu lán hvor hjá öðrum til kaupanna. Eftir nokkur ár af skuldsettum yfirtökum hrundi ævintýrið til grunna. Sjálfur Seðlabankinn varð gjaldþrota. „Íslenska efnahagsundrið“ varð að viðundri á heimsvísu. Íbúðalánasjóður var tifandi tímasprengja, tap hans verður aldrei undir 100 milljörðum. Eftir að bankarnir ruddust inn á íbúðalánamarkaðinn, í kjölfar óábyrgra kosningaloforða Framsóknarflokksins um 90% lán, voru viðbrögð stjórnenda sjóðsins og stjórnvalda að láta sjóðinn veita bönkunum samkeppni. Íbúðalánasjóður varð einn helsti fjármögnunaraðili húsnæðislána bankanna og væri gjaldþrota í dag ef ekki væri fyrir ríkisábyrgð og framlög ríkisins upp á tugi milljarða. Beinn kostnaður ríkissjóðs og þar með almennings af gjaldþroti bankanna, sparisjóðanna, Seðlabankans og Íbúðalánasjóðs er hátt í 500 milljarðar króna. Með hruni krónunnar hrundi kaupmáttur og í ár fer áttunda hver króna ríkisins í vaxtagreiðslur. Uppsafnaður vaxtakostnaður ríkissjóðs vegna skulda frá hruni er nú þegar rúmir 400 milljarðar. Margir aðilar brugðust í aðdraganda hrunsins, þ.á.m. Alþingi. Skipan þingsins á fjórum rannsóknarnefndum er leið til að upplýsa þjóðina um orsakir og atburðarás og til að læra af mistökunum og koma í veg fyrir að þau verði endurtekin. Enn hefur ekki verið veitt fjárheimild fyrir rannsókn á einkavæðingu bankanna. Kostnaður við nefndirnar er vissulega of mikill og nauðsynlegt að læra af því. Kaldir karlar geta talað um sjálftöku í þeim efnum til að beina athyglinni frá þeim mistökum, sumra beinlínis vegna sjálftöku, sem leiddu til nær 1.000 milljarða tjóns fyrir ríkissjóð.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar