Er mennt máttur? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar 31. mars 2014 18:00 Menntun hefur hingað til verið talin ein besta og mikilvægasta fjarfesting samtímans. Hún stuðlar að auknum mannauði hverrar þjóðar og bættum lífsgæðum. Þetta vita allir hugsandi menn. Skammsýnir stjórnmálamenn á Íslandi, jafnvel í upphafi 21. aldarinnar, líta undan sé minnst á málaflokkinn menntamál, hann þykir of dýr fyrir þjóðarbúið og ekki skila nægum gersemum í gullkistu þjóðarinnar. Slík sjónarmið byggja á grunnhyggni og fáfræði og geta vart,verði þessi hugsanagangur lengi ofan á, annað en skipað Íslandi á bekk með vanþróuðum þjóðum. Enn þann dag í dag hvetja foreldrar börn sín til náms,telja þá hvatningu vera besta veganestið að heiman. Regluverkið og umgjörð náms á Íslandi eru hins vegar veikburða og það hriktir í stoðum menntastofnana og þær eru dæmdar til að hrynja ef ekki verður nægilega hlúð að þeim. Menn læra ekki af fyrri mistökunum frekar en oft áður. Enn á að hunsa framhaldsskólakennara og aðra kennara. Á meðan sitja þúsundir nemenda heima í óvissu um framtíð sína. Þarna er smátt hugsað af stjórnvöldum eða fellur þetta kannski ekki að áhugasviði ráðherranna? Minnir einna helst á hugsanahátt manna í aðdraganda hrunsins þegar einkunnarorðin voru: Þetta reddast! Sem það gerði aldeilis ekki!Forgangsröðunin Hverju er sú lítilsvirðing sem framhaldsskólakennurum er sýnd af hálfu stjórnvalda að kenna? Er hún úthugsuð eða er hún virkilega byggð á fáfræði? Embætti mennta og menningarmálaráðherra hefur verið eitt af ráðherraembættum íslenskra ríkisstjórna, allt frá stofnun lýðveldisins. Ástæða hefur þótt til að láta menn gegna þessu embætti, fyrir siðasakir, eða hvað? Sumir ráðherranna hafa sofnað rækilega á verðinum varðandi menntamálin en notið sín og baðað sig í dýrð þess að opna sendiráð út um allan heim, farið á ólympíuleika, sumir jafnvel tvisvar á sömu leikana! Aðrir spila frumsamin píanóverk af fingrum fram á menningaviðburðum...skólarnir... hvar skyldu þeir vera í forgangsröðuninni? Eru þeir aukaatriði?Bara skyldur engin umbun...gengur það upp? Markmið um margra ára kennaranám hafa verið sett. Eru þau sett til að íslenskt samfélag eignist betri fagmenn eða eru þau sett til að íslenska skólakerfið líti vel út á pappírnum í augum umheimsins? Það hefur gleymst að setja inn í markmiðalýsinguna að láta verði af auðmýkingu í garð kennarastéttarinnar og borga henni mannsæmandi laun til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir! Það dettur engum ungum Íslendingi, sem stendur frammi fyrir námsvali og fylgist með kjaraþróunarmálum kennara í dag, að gangast undir slíkt nám. Það er mjög alvarlegt ef endurnýjun verður engin í stéttinni! Skyldu stjórnvöld hafa gert sér grein fyrir þeim möguleika? OECD og PISA skýrslurnar vitna um að íslenska menntakerfinu sé ekki sýnd álúð! Fáránlegt væri að kenna kennarastéttinni um, þar fer glatt fólk sem elskar starfið sitt! Þar fer líka fólk sem er ofhlaðið skyldum og vinnur tíðum undir miklu álagi. Kennarar ganga sjaldnast út úr skólunum að loknum vinnudegi fríir og frjálsir, þeirra bíða oftast verkefni sem ekki er greitt sérstaklega fyrir. Samviskusamur kennari sinnir þessum verkefnum sem oft er gert á kostnað gæðastunda með þeim sem standa honum næst! Þarna er umgjörð kennarans lýst í hnotskurn! Regluverkið er mótað af samfellulausum námsskrám. Fljótandi flæði er á milli bekkja grunnskólans, sama hver ástundun nemandans er og framhaldsskólinn á að taka við öllum. Hvert skólastig ætti að vera gert ábyrgt fyrir sínum þætti, þar liggur mesti vandinn! Skólaþróunarvinnan ætti ekki að snúast um EXCEL skjöl, heldur fólk! Stytting framhaldsskólans leysir hvorki vandamál varðandi gæði námsins né brottfallsvandann!. Með styttingu framhaldsskólans er verið að gjaldfella hina almennu undirstöðumenntun! Nemendur hafa frá stofnun áfangakerfisins getað nýtt sér styttri leiðir til stúdentsprófs. Hafa stjórnvöld kynnt sér tölur úr framhaldsskólum þar sem nám til stúdentsprófs hefur verið stytt og einingarnar heita ,,fein“ en ekki ,,ein“? Þær tölur tala sínu máli og sýna okkur svart á hvítu að 30 – 40% nemenda lýkur ekki stúdentsprófi á þremur árum!Hverra er ábyrgðin? Verkfall framhaldsskólakennara hefur nú staðið í tvær vikur. Ríkið hefur haft yfirdrifinn tíma til að leiðrétta kjör framhaldsskólakennara...marga mánuði! Vilji ríkisvaldsins til að leiðrétta launin hefur hins vegar ekki verið til staðar. Kennarar NEYDDUST til að fara í verkfall til að reyna að ná fram launaleiðréttingu! Það var síðasta vopn þeirra þegar allt annað þraut! Þeir hafa í marga mánuði gengist inn á að framlengja kaupsamning á löngu gjaldföllnum launatöxtum til að skólastarf geti gengið með eðlilegum hætti! Þeir hafa gengist undir vilja skólayfirvalda og látið bjóða sér að troðfylla hópa og bekki með nemendum með sérþarfir og víðtækar greiningar... til að spara fyrir ríkið! Þrátt fyrir samstarfsvilja framhaldsskólakennara af ýmsu tagi,sýnir ríkisvaldið lítinn skilning á móti, heldur þverskallast við. Menntamálaráðherra ætlar enn einu sinni að leika sama leikinn og leikinn hefur verið af hálfu ríkisvaldsins í áratugi. Hann ætlar ,,að huga að“ leiðréttingu launanna ef hann getur seilst í áður áunnin réttindi kennaranna. Hann kastar sprengju inn í kjaraviðræður í einhverju fáti sem verður að kallast yfirgengilegur flumbrugangur! Hann ætlar að að stytta framhaldsskólann hvað sem það kostar,sem svo sannarlega er einnig á kostnað kennaranna sjálfra. Við þennan gjörning gefur hann í skyn að kennarar eigi mögulega kost á einhverri launaleiðréttingu! Maður spyr sig hvort stytting framhaldsskólans sé hugsuð fyrir skóla sem geta valið inn nemendur og í beinu framhaldi: Hvað með aðra skóla?Hvað með þá sem ekki ljúka framhaldsskólanum á þremur árum, hvaða möguleikar eru hugsaðir fyrir þá? Gleymdist enn einu sinni að hugsa dæmið til enda? Fyrir ári kusu Íslendingar til Alþingis, þeir héldu að verið væri að kjósa fólk til að stjórna landinu. Fögur fyrirheit voru gefin. Það virðist hins vegar sem skilaboð þau sem ASÍ og SA senda út í samfélagið hafi meira vægi en fyrirheit þau sem gefin voru af stjórnvöldum í aðdraganda kosninga. Bæði samtökin eru látin stjórna framþróun launamála á Íslandi og frammámenn á báðum bæjum segja kennara ekki hafa komið því nægilega skýrt á framfæri hvers vegna þeir eigi rétt á meiri launaleiðréttingu en hinn almenni launþegi! Skyldi mennt vera máttur í þeirra augum? Það er ömurlegt ef fólk þarf að lifa við og undir fátækramörkum á Íslandi á meðan þeir sem virðast stjórna þessari launaþróun maka krókinn og predika fagnaðarerindið! Væri þessum samtökum ekki meiri sæmd af því að hlúa betur að sínum skjólstæðingum en skipta sér af launabaráttu annarra? Var búið að semja um þjóðarsátt á Íslandi? Ábyrgð á því að mörg þúsund framhaldsskólanemar sitja nú heima með lítið fyrir stafni, eru hættir eða farnir að vinna er alfarið hjá viðsemjanda framhaldsskólakennara, sjálfu ríkisvaldinu. Máltækið segir að sjaldan valdi einn þá er tveir deila. Í þessu tilfelli er ekki hægt að taka fyllilega undir það. Framhaldsskólakennarar hafa teygt sig LANGT til að koma til móts við viðsemjandann. Lengra verður ekki gefið eftir! Framhaldsskólakennarar leggja og hafa fyllilega lagt til samfélagsins með því að reyna að fá það mesta og besta út úr hverjum nemanda í gegnum árin, til að það skili sér síðar út í samfélagið... til að samfélagið njóti arðsins, auðsins, mannauðsins sem aldrei verður metinn til fjár en gerir okkur hins vegar að þjóð meðal þjóða, vel upplýstra þjóða! Fyrir það á ríkið að sjá sóma sinn í að umbuna vel fyrir... án frekari málalenginga! Er mennt máttur að mati ykkar á stjórnarheimilinu, Félagi Illugi og Félagi Bjarni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Sjá meira
Menntun hefur hingað til verið talin ein besta og mikilvægasta fjarfesting samtímans. Hún stuðlar að auknum mannauði hverrar þjóðar og bættum lífsgæðum. Þetta vita allir hugsandi menn. Skammsýnir stjórnmálamenn á Íslandi, jafnvel í upphafi 21. aldarinnar, líta undan sé minnst á málaflokkinn menntamál, hann þykir of dýr fyrir þjóðarbúið og ekki skila nægum gersemum í gullkistu þjóðarinnar. Slík sjónarmið byggja á grunnhyggni og fáfræði og geta vart,verði þessi hugsanagangur lengi ofan á, annað en skipað Íslandi á bekk með vanþróuðum þjóðum. Enn þann dag í dag hvetja foreldrar börn sín til náms,telja þá hvatningu vera besta veganestið að heiman. Regluverkið og umgjörð náms á Íslandi eru hins vegar veikburða og það hriktir í stoðum menntastofnana og þær eru dæmdar til að hrynja ef ekki verður nægilega hlúð að þeim. Menn læra ekki af fyrri mistökunum frekar en oft áður. Enn á að hunsa framhaldsskólakennara og aðra kennara. Á meðan sitja þúsundir nemenda heima í óvissu um framtíð sína. Þarna er smátt hugsað af stjórnvöldum eða fellur þetta kannski ekki að áhugasviði ráðherranna? Minnir einna helst á hugsanahátt manna í aðdraganda hrunsins þegar einkunnarorðin voru: Þetta reddast! Sem það gerði aldeilis ekki!Forgangsröðunin Hverju er sú lítilsvirðing sem framhaldsskólakennurum er sýnd af hálfu stjórnvalda að kenna? Er hún úthugsuð eða er hún virkilega byggð á fáfræði? Embætti mennta og menningarmálaráðherra hefur verið eitt af ráðherraembættum íslenskra ríkisstjórna, allt frá stofnun lýðveldisins. Ástæða hefur þótt til að láta menn gegna þessu embætti, fyrir siðasakir, eða hvað? Sumir ráðherranna hafa sofnað rækilega á verðinum varðandi menntamálin en notið sín og baðað sig í dýrð þess að opna sendiráð út um allan heim, farið á ólympíuleika, sumir jafnvel tvisvar á sömu leikana! Aðrir spila frumsamin píanóverk af fingrum fram á menningaviðburðum...skólarnir... hvar skyldu þeir vera í forgangsröðuninni? Eru þeir aukaatriði?Bara skyldur engin umbun...gengur það upp? Markmið um margra ára kennaranám hafa verið sett. Eru þau sett til að íslenskt samfélag eignist betri fagmenn eða eru þau sett til að íslenska skólakerfið líti vel út á pappírnum í augum umheimsins? Það hefur gleymst að setja inn í markmiðalýsinguna að láta verði af auðmýkingu í garð kennarastéttarinnar og borga henni mannsæmandi laun til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir! Það dettur engum ungum Íslendingi, sem stendur frammi fyrir námsvali og fylgist með kjaraþróunarmálum kennara í dag, að gangast undir slíkt nám. Það er mjög alvarlegt ef endurnýjun verður engin í stéttinni! Skyldu stjórnvöld hafa gert sér grein fyrir þeim möguleika? OECD og PISA skýrslurnar vitna um að íslenska menntakerfinu sé ekki sýnd álúð! Fáránlegt væri að kenna kennarastéttinni um, þar fer glatt fólk sem elskar starfið sitt! Þar fer líka fólk sem er ofhlaðið skyldum og vinnur tíðum undir miklu álagi. Kennarar ganga sjaldnast út úr skólunum að loknum vinnudegi fríir og frjálsir, þeirra bíða oftast verkefni sem ekki er greitt sérstaklega fyrir. Samviskusamur kennari sinnir þessum verkefnum sem oft er gert á kostnað gæðastunda með þeim sem standa honum næst! Þarna er umgjörð kennarans lýst í hnotskurn! Regluverkið er mótað af samfellulausum námsskrám. Fljótandi flæði er á milli bekkja grunnskólans, sama hver ástundun nemandans er og framhaldsskólinn á að taka við öllum. Hvert skólastig ætti að vera gert ábyrgt fyrir sínum þætti, þar liggur mesti vandinn! Skólaþróunarvinnan ætti ekki að snúast um EXCEL skjöl, heldur fólk! Stytting framhaldsskólans leysir hvorki vandamál varðandi gæði námsins né brottfallsvandann!. Með styttingu framhaldsskólans er verið að gjaldfella hina almennu undirstöðumenntun! Nemendur hafa frá stofnun áfangakerfisins getað nýtt sér styttri leiðir til stúdentsprófs. Hafa stjórnvöld kynnt sér tölur úr framhaldsskólum þar sem nám til stúdentsprófs hefur verið stytt og einingarnar heita ,,fein“ en ekki ,,ein“? Þær tölur tala sínu máli og sýna okkur svart á hvítu að 30 – 40% nemenda lýkur ekki stúdentsprófi á þremur árum!Hverra er ábyrgðin? Verkfall framhaldsskólakennara hefur nú staðið í tvær vikur. Ríkið hefur haft yfirdrifinn tíma til að leiðrétta kjör framhaldsskólakennara...marga mánuði! Vilji ríkisvaldsins til að leiðrétta launin hefur hins vegar ekki verið til staðar. Kennarar NEYDDUST til að fara í verkfall til að reyna að ná fram launaleiðréttingu! Það var síðasta vopn þeirra þegar allt annað þraut! Þeir hafa í marga mánuði gengist inn á að framlengja kaupsamning á löngu gjaldföllnum launatöxtum til að skólastarf geti gengið með eðlilegum hætti! Þeir hafa gengist undir vilja skólayfirvalda og látið bjóða sér að troðfylla hópa og bekki með nemendum með sérþarfir og víðtækar greiningar... til að spara fyrir ríkið! Þrátt fyrir samstarfsvilja framhaldsskólakennara af ýmsu tagi,sýnir ríkisvaldið lítinn skilning á móti, heldur þverskallast við. Menntamálaráðherra ætlar enn einu sinni að leika sama leikinn og leikinn hefur verið af hálfu ríkisvaldsins í áratugi. Hann ætlar ,,að huga að“ leiðréttingu launanna ef hann getur seilst í áður áunnin réttindi kennaranna. Hann kastar sprengju inn í kjaraviðræður í einhverju fáti sem verður að kallast yfirgengilegur flumbrugangur! Hann ætlar að að stytta framhaldsskólann hvað sem það kostar,sem svo sannarlega er einnig á kostnað kennaranna sjálfra. Við þennan gjörning gefur hann í skyn að kennarar eigi mögulega kost á einhverri launaleiðréttingu! Maður spyr sig hvort stytting framhaldsskólans sé hugsuð fyrir skóla sem geta valið inn nemendur og í beinu framhaldi: Hvað með aðra skóla?Hvað með þá sem ekki ljúka framhaldsskólanum á þremur árum, hvaða möguleikar eru hugsaðir fyrir þá? Gleymdist enn einu sinni að hugsa dæmið til enda? Fyrir ári kusu Íslendingar til Alþingis, þeir héldu að verið væri að kjósa fólk til að stjórna landinu. Fögur fyrirheit voru gefin. Það virðist hins vegar sem skilaboð þau sem ASÍ og SA senda út í samfélagið hafi meira vægi en fyrirheit þau sem gefin voru af stjórnvöldum í aðdraganda kosninga. Bæði samtökin eru látin stjórna framþróun launamála á Íslandi og frammámenn á báðum bæjum segja kennara ekki hafa komið því nægilega skýrt á framfæri hvers vegna þeir eigi rétt á meiri launaleiðréttingu en hinn almenni launþegi! Skyldi mennt vera máttur í þeirra augum? Það er ömurlegt ef fólk þarf að lifa við og undir fátækramörkum á Íslandi á meðan þeir sem virðast stjórna þessari launaþróun maka krókinn og predika fagnaðarerindið! Væri þessum samtökum ekki meiri sæmd af því að hlúa betur að sínum skjólstæðingum en skipta sér af launabaráttu annarra? Var búið að semja um þjóðarsátt á Íslandi? Ábyrgð á því að mörg þúsund framhaldsskólanemar sitja nú heima með lítið fyrir stafni, eru hættir eða farnir að vinna er alfarið hjá viðsemjanda framhaldsskólakennara, sjálfu ríkisvaldinu. Máltækið segir að sjaldan valdi einn þá er tveir deila. Í þessu tilfelli er ekki hægt að taka fyllilega undir það. Framhaldsskólakennarar hafa teygt sig LANGT til að koma til móts við viðsemjandann. Lengra verður ekki gefið eftir! Framhaldsskólakennarar leggja og hafa fyllilega lagt til samfélagsins með því að reyna að fá það mesta og besta út úr hverjum nemanda í gegnum árin, til að það skili sér síðar út í samfélagið... til að samfélagið njóti arðsins, auðsins, mannauðsins sem aldrei verður metinn til fjár en gerir okkur hins vegar að þjóð meðal þjóða, vel upplýstra þjóða! Fyrir það á ríkið að sjá sóma sinn í að umbuna vel fyrir... án frekari málalenginga! Er mennt máttur að mati ykkar á stjórnarheimilinu, Félagi Illugi og Félagi Bjarni?
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar