Tiger Woods sigraði örugglega í Ohio í gær 6. ágúst 2007 14:34 Tiger Woods lék frábæran lokahring og fór með öruggan sigur af hólmi á heimsmótinu í golfi sem lauk í Ohio í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þetta var þriðja heimsmótið í röð sem að Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. Suður-afríski kylfingurinn Rory Sabbatini hafði eins höggs forystu á Tiger fyrir lokahringinn í gær. Tiger náði að jafna Sabbatini strax á annarri holu og seig hægt og rólega fram úr honum í kjölfarið. Sabbatini lenti í vandræðum á fjórðu holu og fékk skolla á meðan Tiger nældi sér í fugl og var skyndilega kominn með tveggja högga forskot. Eftir það var ekki aftur snúið og Tiger hreinlega stakk keppinauta sína af. Hann lék lokahringinn á 5 höggum undir pari, sinn besta hring á mótinu og fékk ekki einn einasta skolla. Hann fékk fimm fugla og paraði hinar 13 holurnar og lauk keppni langefstur á samtals átta höggum undir pari, átta höggum á undan Sabbatini og Englendingnum Justin Rose. Fljótlega varð ljóst að spennan snerist ekki lengur um hver myndi vinna mótið heldur var mesta baráttan um annað sætið. Sabbatini lék sinn versta hring á mótinu í gær og fór hann á tveimur höggum yfir pari. Rose átti aftur á móti góðu gengi að fagna, hann náði að vinna upp sex högga forskot Sabbatinis fyrir lokahringinn og lék hann á fjórum höggum undir pari. Jafnir í fjórða sætinu á samtals einu höggi yfir pari komu Ástralinn Peter Lonard og Bandaríkjamaðurinn Chris DiMarco. Sigurvegari opna breska mótsins í síðasta mánuði, Padraig Harrington lauk keppni í fjórtánda sæti á samtals 5 höggum yfir pari. Þetta er þriðja heimsmótið í röð sem Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. Hann hefur nú unnið sex mót á mótaröðinni á þessu tímabili en fyrir sigurinn í gær fékk hann um 360 milljónir króna. Golf Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjá meira
Tiger Woods lék frábæran lokahring og fór með öruggan sigur af hólmi á heimsmótinu í golfi sem lauk í Ohio í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þetta var þriðja heimsmótið í röð sem að Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. Suður-afríski kylfingurinn Rory Sabbatini hafði eins höggs forystu á Tiger fyrir lokahringinn í gær. Tiger náði að jafna Sabbatini strax á annarri holu og seig hægt og rólega fram úr honum í kjölfarið. Sabbatini lenti í vandræðum á fjórðu holu og fékk skolla á meðan Tiger nældi sér í fugl og var skyndilega kominn með tveggja högga forskot. Eftir það var ekki aftur snúið og Tiger hreinlega stakk keppinauta sína af. Hann lék lokahringinn á 5 höggum undir pari, sinn besta hring á mótinu og fékk ekki einn einasta skolla. Hann fékk fimm fugla og paraði hinar 13 holurnar og lauk keppni langefstur á samtals átta höggum undir pari, átta höggum á undan Sabbatini og Englendingnum Justin Rose. Fljótlega varð ljóst að spennan snerist ekki lengur um hver myndi vinna mótið heldur var mesta baráttan um annað sætið. Sabbatini lék sinn versta hring á mótinu í gær og fór hann á tveimur höggum yfir pari. Rose átti aftur á móti góðu gengi að fagna, hann náði að vinna upp sex högga forskot Sabbatinis fyrir lokahringinn og lék hann á fjórum höggum undir pari. Jafnir í fjórða sætinu á samtals einu höggi yfir pari komu Ástralinn Peter Lonard og Bandaríkjamaðurinn Chris DiMarco. Sigurvegari opna breska mótsins í síðasta mánuði, Padraig Harrington lauk keppni í fjórtánda sæti á samtals 5 höggum yfir pari. Þetta er þriðja heimsmótið í röð sem Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. Hann hefur nú unnið sex mót á mótaröðinni á þessu tímabili en fyrir sigurinn í gær fékk hann um 360 milljónir króna.
Golf Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjá meira