Tiger Woods sigraði örugglega í Ohio í gær 6. ágúst 2007 14:34 Tiger Woods lék frábæran lokahring og fór með öruggan sigur af hólmi á heimsmótinu í golfi sem lauk í Ohio í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þetta var þriðja heimsmótið í röð sem að Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. Suður-afríski kylfingurinn Rory Sabbatini hafði eins höggs forystu á Tiger fyrir lokahringinn í gær. Tiger náði að jafna Sabbatini strax á annarri holu og seig hægt og rólega fram úr honum í kjölfarið. Sabbatini lenti í vandræðum á fjórðu holu og fékk skolla á meðan Tiger nældi sér í fugl og var skyndilega kominn með tveggja högga forskot. Eftir það var ekki aftur snúið og Tiger hreinlega stakk keppinauta sína af. Hann lék lokahringinn á 5 höggum undir pari, sinn besta hring á mótinu og fékk ekki einn einasta skolla. Hann fékk fimm fugla og paraði hinar 13 holurnar og lauk keppni langefstur á samtals átta höggum undir pari, átta höggum á undan Sabbatini og Englendingnum Justin Rose. Fljótlega varð ljóst að spennan snerist ekki lengur um hver myndi vinna mótið heldur var mesta baráttan um annað sætið. Sabbatini lék sinn versta hring á mótinu í gær og fór hann á tveimur höggum yfir pari. Rose átti aftur á móti góðu gengi að fagna, hann náði að vinna upp sex högga forskot Sabbatinis fyrir lokahringinn og lék hann á fjórum höggum undir pari. Jafnir í fjórða sætinu á samtals einu höggi yfir pari komu Ástralinn Peter Lonard og Bandaríkjamaðurinn Chris DiMarco. Sigurvegari opna breska mótsins í síðasta mánuði, Padraig Harrington lauk keppni í fjórtánda sæti á samtals 5 höggum yfir pari. Þetta er þriðja heimsmótið í röð sem Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. Hann hefur nú unnið sex mót á mótaröðinni á þessu tímabili en fyrir sigurinn í gær fékk hann um 360 milljónir króna. Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Tiger Woods lék frábæran lokahring og fór með öruggan sigur af hólmi á heimsmótinu í golfi sem lauk í Ohio í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þetta var þriðja heimsmótið í röð sem að Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. Suður-afríski kylfingurinn Rory Sabbatini hafði eins höggs forystu á Tiger fyrir lokahringinn í gær. Tiger náði að jafna Sabbatini strax á annarri holu og seig hægt og rólega fram úr honum í kjölfarið. Sabbatini lenti í vandræðum á fjórðu holu og fékk skolla á meðan Tiger nældi sér í fugl og var skyndilega kominn með tveggja högga forskot. Eftir það var ekki aftur snúið og Tiger hreinlega stakk keppinauta sína af. Hann lék lokahringinn á 5 höggum undir pari, sinn besta hring á mótinu og fékk ekki einn einasta skolla. Hann fékk fimm fugla og paraði hinar 13 holurnar og lauk keppni langefstur á samtals átta höggum undir pari, átta höggum á undan Sabbatini og Englendingnum Justin Rose. Fljótlega varð ljóst að spennan snerist ekki lengur um hver myndi vinna mótið heldur var mesta baráttan um annað sætið. Sabbatini lék sinn versta hring á mótinu í gær og fór hann á tveimur höggum yfir pari. Rose átti aftur á móti góðu gengi að fagna, hann náði að vinna upp sex högga forskot Sabbatinis fyrir lokahringinn og lék hann á fjórum höggum undir pari. Jafnir í fjórða sætinu á samtals einu höggi yfir pari komu Ástralinn Peter Lonard og Bandaríkjamaðurinn Chris DiMarco. Sigurvegari opna breska mótsins í síðasta mánuði, Padraig Harrington lauk keppni í fjórtánda sæti á samtals 5 höggum yfir pari. Þetta er þriðja heimsmótið í röð sem Tiger vinnur á Firestone golfvellinum. Hann hefur nú unnið sex mót á mótaröðinni á þessu tímabili en fyrir sigurinn í gær fékk hann um 360 milljónir króna.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira