Green um sigurmark Spánar: Tilfinningin hræðileg Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 29. janúar 2015 16:30 Jannick Green. Vísir/Getty Jannick Green, annar markvarða danska landsliðsins, bar sig vel þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann á Hilton-hótelinu í Doha í Katar í morgun. Blaðamannafundi danska liðsins var þá nýlokið en Danmörk tapaði í gær fyrir Spáni, 25-24, í 8-liða úrslitum HM í handbolta. Joan Canellas skoraði sigurmark Spánar á lokasekúndu leiksins. Green hafði þá staðið í markinu í nokkra stund eftir að hafa leyst Niklas Landin af hólmi og staðið sig vel. En hann varð að játa sigraðan að þessu sinni.Sjá einnig: Umfjöllun: Danmörk - Spánn 24-25 | Cañellas hetja Spánverja gegn Dönu „Það er erfitt að tapa leikjum, sérstaklega þegar það er komið út í útsláttarkeppnina. Þá fær maður ekki annað tækifæri,“ sagði Green. „Þetta er okkar fyrsti tapleikur í keppninni og hann tapaðist með einu marki sem var skorað á síðustu sekúndu leiksins. Það er auðvitað hræðilegt og maður brosir ekki við tilhugsunina.“ „En við vissum að þetta yrði erfitt gegn Spáni sem er með gott lið. Spánverjar eru klókir - þeir spila hægan handbolta en skyndilega koma þeir inn af miklum sprengikrafti og skapa sér góð færi sem þeir nýta sér.“ „Það var einmitt það sem gerðist í gær. Canellas nýtti sér sinn styrk og sprengikraft til að skora sigurmarkið í gær,“ sagði Green.Spánverjar fagna eftir leikinn í gær.Vísir/Eva BjörkHann hefur vitaskult velt því fyrir sér hvort hann hefði eitthvað geta öðruvísi gert í þessari stöðu og fór margsinnis yfir það eftir leikinn í gær. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég var í réttu horni en boltinn fór því miður inn. Ég hefði gjarnan viljað verja þetta skot en svona er handboltinn bara stundum.“Sjá einnig: Guðmundur: Sorglegur endir Hann segir að varnarmenn danska liðsins hafi reynt að koma í veg fyrir að Canellas tæki skotið en að það dugði ekki til. „En hann er afar sterkur leikmaður og sérstaklega góður í að halda áfram eftir snertingu. Við reyndum að stöðva hann en það bara tókst ekki. Stundum þarf maður bara að hrósa honum fyrir vel unnið verk enda frábær leikmaður.“Guðmundur eftir leikinn í gær.Vísir/Eva BjörkDanmörk mætir Slóveníu í fyrri leik sínum í umspili um sæti 5-8 á morgun en liðin í 2.-7. sæti keppninnar komast í undankeppni Ólympíuleikanna 2012. Það er því mikið í húfi. „Þetta er erfitt núna en ég held að eftir góðan nætursvefn munum við ná að hreinsa hugann og spila vel.“ Green hefur staðið sig vel með danska landsliðinu en aðalmarkvörðurinn, Niklas Landin, er að mörgum talinn einn besti markvörður heims. Green segir þó að það sé ekki erfitt að vera varamaður fyrir hann. „Það er ekki erfitt því ég er vanur því. Ég veit að hann er einn besti markvörður heims. Það er oft erfitt að sitja á bekknum en það er mitt hlutverk í liðinu. Það er svo undir mér komið að koma inn og standa mig eins vel og ég get.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta. 29. janúar 2015 12:00 Mikkel: Verður andvökunótt Mikkel Hansen dró danska vagninn í kvöld. Hann skoraði 6 mörk og þurfti til þess 11 marktilraunir, var tvisvar rekinn útaf. Hansen átti að auki fjölmargar stoðsendingar. 28. janúar 2015 21:34 Guðmundur: Við hefðum átt að brjóta Guðmundur Guðmundsson ræddi við blaðamenn á hóteli danska liðsins í Doha. 29. janúar 2015 09:00 Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Jannick Green, annar markvarða danska landsliðsins, bar sig vel þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann á Hilton-hótelinu í Doha í Katar í morgun. Blaðamannafundi danska liðsins var þá nýlokið en Danmörk tapaði í gær fyrir Spáni, 25-24, í 8-liða úrslitum HM í handbolta. Joan Canellas skoraði sigurmark Spánar á lokasekúndu leiksins. Green hafði þá staðið í markinu í nokkra stund eftir að hafa leyst Niklas Landin af hólmi og staðið sig vel. En hann varð að játa sigraðan að þessu sinni.Sjá einnig: Umfjöllun: Danmörk - Spánn 24-25 | Cañellas hetja Spánverja gegn Dönu „Það er erfitt að tapa leikjum, sérstaklega þegar það er komið út í útsláttarkeppnina. Þá fær maður ekki annað tækifæri,“ sagði Green. „Þetta er okkar fyrsti tapleikur í keppninni og hann tapaðist með einu marki sem var skorað á síðustu sekúndu leiksins. Það er auðvitað hræðilegt og maður brosir ekki við tilhugsunina.“ „En við vissum að þetta yrði erfitt gegn Spáni sem er með gott lið. Spánverjar eru klókir - þeir spila hægan handbolta en skyndilega koma þeir inn af miklum sprengikrafti og skapa sér góð færi sem þeir nýta sér.“ „Það var einmitt það sem gerðist í gær. Canellas nýtti sér sinn styrk og sprengikraft til að skora sigurmarkið í gær,“ sagði Green.Spánverjar fagna eftir leikinn í gær.Vísir/Eva BjörkHann hefur vitaskult velt því fyrir sér hvort hann hefði eitthvað geta öðruvísi gert í þessari stöðu og fór margsinnis yfir það eftir leikinn í gær. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég var í réttu horni en boltinn fór því miður inn. Ég hefði gjarnan viljað verja þetta skot en svona er handboltinn bara stundum.“Sjá einnig: Guðmundur: Sorglegur endir Hann segir að varnarmenn danska liðsins hafi reynt að koma í veg fyrir að Canellas tæki skotið en að það dugði ekki til. „En hann er afar sterkur leikmaður og sérstaklega góður í að halda áfram eftir snertingu. Við reyndum að stöðva hann en það bara tókst ekki. Stundum þarf maður bara að hrósa honum fyrir vel unnið verk enda frábær leikmaður.“Guðmundur eftir leikinn í gær.Vísir/Eva BjörkDanmörk mætir Slóveníu í fyrri leik sínum í umspili um sæti 5-8 á morgun en liðin í 2.-7. sæti keppninnar komast í undankeppni Ólympíuleikanna 2012. Það er því mikið í húfi. „Þetta er erfitt núna en ég held að eftir góðan nætursvefn munum við ná að hreinsa hugann og spila vel.“ Green hefur staðið sig vel með danska landsliðinu en aðalmarkvörðurinn, Niklas Landin, er að mörgum talinn einn besti markvörður heims. Green segir þó að það sé ekki erfitt að vera varamaður fyrir hann. „Það er ekki erfitt því ég er vanur því. Ég veit að hann er einn besti markvörður heims. Það er oft erfitt að sitja á bekknum en það er mitt hlutverk í liðinu. Það er svo undir mér komið að koma inn og standa mig eins vel og ég get.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25 Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15 HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta. 29. janúar 2015 12:00 Mikkel: Verður andvökunótt Mikkel Hansen dró danska vagninn í kvöld. Hann skoraði 6 mörk og þurfti til þess 11 marktilraunir, var tvisvar rekinn útaf. Hansen átti að auki fjölmargar stoðsendingar. 28. janúar 2015 21:34 Guðmundur: Við hefðum átt að brjóta Guðmundur Guðmundsson ræddi við blaðamenn á hóteli danska liðsins í Doha. 29. janúar 2015 09:00 Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Spellerberg: Sóknarleikurinn brást okkur Bo Spellerberg segir engan vafa á því að vonbrigðin séu mikil heima í Danmörku. 28. janúar 2015 20:25
Guðmundur og Dagur geta mæst á ný á HM í Katar Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson horfðu báðir upp á sín lið detta út úr átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Lærisveinar Guðmundar í danska landsliðinu töpuðu á móti Spáni en lærisveinar Dags í þýska landsliðinu lágu á móti heimamönnum í Katar. 29. janúar 2015 08:15
HM-Handvarpið: Ekki hægt að halda með ekki-landsliði Katar Hlustaðu á fjórða þátt HM-Handvarpsins, hlaðvarp Vísis um heimsmeistarakeppnina í handbolta. 29. janúar 2015 12:00
Mikkel: Verður andvökunótt Mikkel Hansen dró danska vagninn í kvöld. Hann skoraði 6 mörk og þurfti til þess 11 marktilraunir, var tvisvar rekinn útaf. Hansen átti að auki fjölmargar stoðsendingar. 28. janúar 2015 21:34
Guðmundur: Við hefðum átt að brjóta Guðmundur Guðmundsson ræddi við blaðamenn á hóteli danska liðsins í Doha. 29. janúar 2015 09:00
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti