Lífið

Jerry Seinfeld er ríkasti leikari heims

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirtækið Wealth-X, sem er með bækistöðvar í Singapúr, hefur tekið saman lista yfir ríkustu leikara heims.

Hér gefur að líta þá þrjá efstu á listanum:

1. Jerry Seinfeld, 820 milljónir dala/ 92,7 milljarðar kr.

2. Shah Rukh Khan, 600 milljónir dala/ 67,8 milljarðar kr.

3. Tom Cruise, 480 milljónir dala/ 54,2 milljarðar kr.

Aðrir leikarar sem ná á listann eru Tyler Perry og Johnny Depp en auðæfi hvors þeirra eru metin á 450 milljónir dala, rúmlega fimmtíu milljarða króna.

Jack Nicholson er metinn á fjögur hundruð milljónir dala, eða 45,2 milljarða króna, og Clint Eastwood, sá elsti á listanum, á 370 milljónir dala, eða tæplega 42 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.