Tvöfalt meira borðað af íslensku skyri á hinum Norðurlöndunum en á Íslandi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. ágúst 2013 07:00 Þróun í fjölda seldra skyrdósa á Norðurlöndunum utan Íslands. Til samanburðar eru seldar 11,7 milljónir skyrdósa á Íslandi. Heimild/Mjólkursamslan. „Þetta er gott vandamál,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, um gríðarlega aukningu í sölu á íslensku skyri annars staðar á Norðurlöndum. Að sögn Einars eru nú framleiddar um 36 milljónir dósa af íslensku skyri árlega. Af þeim neyta Íslendingar um 11,7 milljón dósa. Afgangurinn er að langmestu leyti borðaður í hinum norrænu ríkjunum. „Við höfum 380 tonna tollfrjálsan kvóta inn í Evrópusambandið og erum löngu búnir að sprengja hann. Í Danmörku og í Noregi er því verið að framleiða skyr með leyfum frá okkur og undir eftirliti okkar,“ segir Einar og útskýrir að notaðir séu mjólkursýrugerlar sem MS hafi einkaleyfi á sem og uppskriftir og vörumerki fyrirtækisins sem fái þóknun fyrir hverja dós. „Það vissulega hjálpar upp á sakirnar,“ segir hann um tekjurnar.Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, býst við að mikill vöxtur í skyrsölu á Norðurlöndum haldi áfram.Fréttablaðið/Vilhelm Á Norðurlöndunum býst Einar við að á þessu ári verði seld á bilinu 4.300 til 4.500 tonn af íslensku skyri. Í Finnlandi hafi salan tvöfaldast frá í fyrra. „Þetta hefur vaxið svo hratt að það er farið að hrikta í framleiðslugetunni og við erum farin að skoða möguleika á að auka hana. Við munum leysa það vegna þess að við höldum að það verði áframhaldandi mjög góður vöxtur í skyrsölunni,“ segir Einar sem rekur aukna skyrneyslu ytra meðal annars til áhuga á Íslandi og breytinga á lífsstíl. „Fólk sækir meira í próteinríkar vörur á borð við skyr.“Íslensk skyr selst vel á Norðurlöndunum í takt við breytta neysluhætti þar sem áhersla er á próteinríkt og fitusnautt fæði. Önnur mjólkurvörufyrirtæki sækja nú á sömu mið. „Við héldum fyrst að það myndi ganga á okkar markaðshlutdeild en sókn þeirra virðist bara stækka heildarmarkaðinn mjög hratt,“ segir Einar, sem hefur ekki áhyggjur af öðrum skyrtegundum. „Það eru til eftirlíkingar af skyri á Norðurlöndunum en engin af þeim hefur náð þessari fótfestu vegna þess að það er einfaldlega ekki eins vel þróuð og bragðgóð vara og íslenska skyrið,“ segir forstjóri MS. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
„Þetta er gott vandamál,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, um gríðarlega aukningu í sölu á íslensku skyri annars staðar á Norðurlöndum. Að sögn Einars eru nú framleiddar um 36 milljónir dósa af íslensku skyri árlega. Af þeim neyta Íslendingar um 11,7 milljón dósa. Afgangurinn er að langmestu leyti borðaður í hinum norrænu ríkjunum. „Við höfum 380 tonna tollfrjálsan kvóta inn í Evrópusambandið og erum löngu búnir að sprengja hann. Í Danmörku og í Noregi er því verið að framleiða skyr með leyfum frá okkur og undir eftirliti okkar,“ segir Einar og útskýrir að notaðir séu mjólkursýrugerlar sem MS hafi einkaleyfi á sem og uppskriftir og vörumerki fyrirtækisins sem fái þóknun fyrir hverja dós. „Það vissulega hjálpar upp á sakirnar,“ segir hann um tekjurnar.Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, býst við að mikill vöxtur í skyrsölu á Norðurlöndum haldi áfram.Fréttablaðið/Vilhelm Á Norðurlöndunum býst Einar við að á þessu ári verði seld á bilinu 4.300 til 4.500 tonn af íslensku skyri. Í Finnlandi hafi salan tvöfaldast frá í fyrra. „Þetta hefur vaxið svo hratt að það er farið að hrikta í framleiðslugetunni og við erum farin að skoða möguleika á að auka hana. Við munum leysa það vegna þess að við höldum að það verði áframhaldandi mjög góður vöxtur í skyrsölunni,“ segir Einar sem rekur aukna skyrneyslu ytra meðal annars til áhuga á Íslandi og breytinga á lífsstíl. „Fólk sækir meira í próteinríkar vörur á borð við skyr.“Íslensk skyr selst vel á Norðurlöndunum í takt við breytta neysluhætti þar sem áhersla er á próteinríkt og fitusnautt fæði. Önnur mjólkurvörufyrirtæki sækja nú á sömu mið. „Við héldum fyrst að það myndi ganga á okkar markaðshlutdeild en sókn þeirra virðist bara stækka heildarmarkaðinn mjög hratt,“ segir Einar, sem hefur ekki áhyggjur af öðrum skyrtegundum. „Það eru til eftirlíkingar af skyri á Norðurlöndunum en engin af þeim hefur náð þessari fótfestu vegna þess að það er einfaldlega ekki eins vel þróuð og bragðgóð vara og íslenska skyrið,“ segir forstjóri MS.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira