Ósáttur Einar Andri: „Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2019 21:22 Einar Andri Einarsson er þjálfari Aftureldingar. Hann gæti verið að missa einn leikmann í langtíma meiðsli. vísir/daníel „Vonbrigði að tapa. Við spiluðum ágætis leik og vorum komnir í góða stöðu í lokin til að vinna leikinn en við misstum mann út af á krítísku augnabliki þegar við erum í sókn,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir svekkjandi eins marks tap gegn FH í Olís deild karla. Lokatölur 25-24 FH í vil, var þetta fyrsta tap Aftureldingar í deildinni í vetur. Einar var spurður út í atvikið sem hann nefndi hér að ofan. „Það liggur stórslaður leikmaður sem er verið að bera út af og þriðji starfsmaður af bekknum kemur inn á völlinn til að sinna leikmanninum. Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn,“ sagði Einar um atvikið en það var ljóst að honum var mikið niðri fyrir. Þá var staðan jöfn en eftir að Afturelding fékk 2ja mínútna brottvísun í stöðunni 20-20 þegar þriðji starfsmaður liðsins fór að sinna Gesti Ólafi Ingvarssyni þá skoraði FH tvívegis í opið mark þar sem Einar tók Arnór Frey Stefánsson út af til að jafna í sóknarleiknum. Aðspurður hvort það hefði verið það sem hann hefði verið að ræða við dómara leiksins eftir að lokaflautið gall hafði Einar eftirfarandi að segja: „Já meðal annars og að ég hélt að það þyrfti að koma bolti í leik, það mætti ekki láta tímann bara renna út. Einhvern tímann var búið að breyta þessum reglum en það er kannski búið að breyta þeim til baka,“ sagði Einar. Atvikið sem um er ræðir er mark sem Afturelding skorar þegar nokkrar sekúndur eru til leiksloka en eftir það reyndi FH ekki að koma boltanum í leik, tíminn rann út og FH landaði eins marks sigri. „Við vorum slakir í byrjun seinni. Vörnin okkar fór alltof langt út um allan völl og FH-ingar voru komnir með meira flæði í sinn sóknarleik. Síðan vorum við komnir með full tök á leiknum og komnir yfir þegar við missum manninn út af á þessu augnabliki,“ sagði Einar um slaka byrjun Aftureldingar í síðari hálfleik. „Ég ætla ekki einu sinni að pæla í því núna, ég er með illa meiddan leikmann sem var að koma til baka úr krossbandsslitum í sumar og við óttumst hið versta,“ sagði Einar að lokum aðspurður hvort Afturelding ætlaði að taka pirringinn út á Val sem þeir mæta í næstu umferð Olís deildarinnar. Íslenski handboltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
„Vonbrigði að tapa. Við spiluðum ágætis leik og vorum komnir í góða stöðu í lokin til að vinna leikinn en við misstum mann út af á krítísku augnabliki þegar við erum í sókn,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir svekkjandi eins marks tap gegn FH í Olís deild karla. Lokatölur 25-24 FH í vil, var þetta fyrsta tap Aftureldingar í deildinni í vetur. Einar var spurður út í atvikið sem hann nefndi hér að ofan. „Það liggur stórslaður leikmaður sem er verið að bera út af og þriðji starfsmaður af bekknum kemur inn á völlinn til að sinna leikmanninum. Samkvæmt einhverjum ströngustu reglum mega ekki þrír starfsmenn fara inn á völlinn,“ sagði Einar um atvikið en það var ljóst að honum var mikið niðri fyrir. Þá var staðan jöfn en eftir að Afturelding fékk 2ja mínútna brottvísun í stöðunni 20-20 þegar þriðji starfsmaður liðsins fór að sinna Gesti Ólafi Ingvarssyni þá skoraði FH tvívegis í opið mark þar sem Einar tók Arnór Frey Stefánsson út af til að jafna í sóknarleiknum. Aðspurður hvort það hefði verið það sem hann hefði verið að ræða við dómara leiksins eftir að lokaflautið gall hafði Einar eftirfarandi að segja: „Já meðal annars og að ég hélt að það þyrfti að koma bolti í leik, það mætti ekki láta tímann bara renna út. Einhvern tímann var búið að breyta þessum reglum en það er kannski búið að breyta þeim til baka,“ sagði Einar. Atvikið sem um er ræðir er mark sem Afturelding skorar þegar nokkrar sekúndur eru til leiksloka en eftir það reyndi FH ekki að koma boltanum í leik, tíminn rann út og FH landaði eins marks sigri. „Við vorum slakir í byrjun seinni. Vörnin okkar fór alltof langt út um allan völl og FH-ingar voru komnir með meira flæði í sinn sóknarleik. Síðan vorum við komnir með full tök á leiknum og komnir yfir þegar við missum manninn út af á þessu augnabliki,“ sagði Einar um slaka byrjun Aftureldingar í síðari hálfleik. „Ég ætla ekki einu sinni að pæla í því núna, ég er með illa meiddan leikmann sem var að koma til baka úr krossbandsslitum í sumar og við óttumst hið versta,“ sagði Einar að lokum aðspurður hvort Afturelding ætlaði að taka pirringinn út á Val sem þeir mæta í næstu umferð Olís deildarinnar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira