Umfjöllun: Ótrúlegt sigurmark Tjörva Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. desember 2009 19:11 Tjörvi Þorgeirsson í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Þó svo að marga lykilmenn hafi vantað í lið Hauka fögnuðu þeir engu að síður góðum sigri á Akureyri í úrslitaleik deildarbikarkeppni karla í dag, 25-24. Eins og tölurnar gefa til kynna voru lokamínútur leiksins æsispennandi en það var leikstjórnandinn Tjörvi Þorgeirsson sem tryggði Haukum sigurinn með ótrúlegu marki á lokasekúndu leiksins. Haukar héldu í sókn þegar 20 sekúndur voru til leiksloka og var sóknin að renna út í sandinn þegar Tjörvi fékk skyndilega boltann og lét vaða af löngu færi. Hafþór Einarsson, markvörður Akureyrar, hafði átt frábæran leik en náði ekki að koma vörnum við. Hafþór byrjaði stórglæsilega í leiknum og varði alls tíu skot á fyrstu tíu mínútum leiksins. Akureyri nýtti sér það og komst þá í 5-0 forystu. Haukarnir voru hins vegar fljótir að minnka muninn aftur en Akureyri hélt þó frumkvæðinu allt þar til tíu mínútur voru til leiksloka. Á þeim leikkafla skoruðu Haukar fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 17-19 í 21-19. Akureyringar náðu þó að jafna metin aftur en Haukar fögnuðu þó að lokum góðum sigri sem fyrr segir. Leikurinn bauð þó ekki upp á það besta í fari beggja liða að þessu sinni. Akureyringar geta sjálfum sér um kennt - þeir voru með leikinn í höndum sér og höfðu mun fleiri tækifæri en Haukar til að gera út um leikinn. Varnarleikur beggja liða var ágætur og markvarsla með miklum ágætum. Sérstaklega var Aron Rafn Eðvarðsson öflugur í marki Haukanna í síðari hálfleik en Hafþór hjá Akureyri í þeim fyrri. Hornamennirnir og vítaskytturnar Guðmundur Árni Ólafsson (Haukar, 9 mörk) og Oddur Grétarsson (Akureyri, 11 mörk) áttu báðir skínandi góðan leik. Skyttur beggja liða ollu vonbrigðum ef Elías Már Halldórsson, leikmaður Hauka, er frátalinn.Haukar - Akureyri 25-24 (11-13)Mörk Hauka (skot): Guðmundur Árni Ólafsson 9/1 (13/1), Elías Már Halldórsson 4 (7), Tjörvi Þorgeirsson 4 (7), Sigurbergur Sveinsson 3 (7), Pétur Pálsson 2 (5), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (6), Jónatan Jónsson 1 (3), Björgvin Hólmgeirsson (4).Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 19/1 (43/4, 44%).Hraðaupphlaup: 3 (Stefán Rafn 2, Elías Már 1).Fiskuð víti: 1 (Jónatan 1).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 11/3 (15/4), Árni Þór Sigtryggsson 3 (10), Jónatan Þór Magnússon 2 (6), Guðmundur Helgason 2 (4), Andri Snær Stefánsson 2 (3), Hreinn Þór Hauksson 2 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Guðlaugur Arnarsson (2), Heimir Örn Árnason (2), Geir Guðmundsson (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 22 (47/1, 47%).Hraðaupphlaup: 9 (Oddur 4, Hreinn Þór 2, Andri Snær 1, Jónatan Þór 1, Hörður Fannar 1).Fiskuð víti: 4 (Guðlaugur 2, Hreinn Þór 1, Heimir Örn 1).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, mjög góðir. Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Þó svo að marga lykilmenn hafi vantað í lið Hauka fögnuðu þeir engu að síður góðum sigri á Akureyri í úrslitaleik deildarbikarkeppni karla í dag, 25-24. Eins og tölurnar gefa til kynna voru lokamínútur leiksins æsispennandi en það var leikstjórnandinn Tjörvi Þorgeirsson sem tryggði Haukum sigurinn með ótrúlegu marki á lokasekúndu leiksins. Haukar héldu í sókn þegar 20 sekúndur voru til leiksloka og var sóknin að renna út í sandinn þegar Tjörvi fékk skyndilega boltann og lét vaða af löngu færi. Hafþór Einarsson, markvörður Akureyrar, hafði átt frábæran leik en náði ekki að koma vörnum við. Hafþór byrjaði stórglæsilega í leiknum og varði alls tíu skot á fyrstu tíu mínútum leiksins. Akureyri nýtti sér það og komst þá í 5-0 forystu. Haukarnir voru hins vegar fljótir að minnka muninn aftur en Akureyri hélt þó frumkvæðinu allt þar til tíu mínútur voru til leiksloka. Á þeim leikkafla skoruðu Haukar fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 17-19 í 21-19. Akureyringar náðu þó að jafna metin aftur en Haukar fögnuðu þó að lokum góðum sigri sem fyrr segir. Leikurinn bauð þó ekki upp á það besta í fari beggja liða að þessu sinni. Akureyringar geta sjálfum sér um kennt - þeir voru með leikinn í höndum sér og höfðu mun fleiri tækifæri en Haukar til að gera út um leikinn. Varnarleikur beggja liða var ágætur og markvarsla með miklum ágætum. Sérstaklega var Aron Rafn Eðvarðsson öflugur í marki Haukanna í síðari hálfleik en Hafþór hjá Akureyri í þeim fyrri. Hornamennirnir og vítaskytturnar Guðmundur Árni Ólafsson (Haukar, 9 mörk) og Oddur Grétarsson (Akureyri, 11 mörk) áttu báðir skínandi góðan leik. Skyttur beggja liða ollu vonbrigðum ef Elías Már Halldórsson, leikmaður Hauka, er frátalinn.Haukar - Akureyri 25-24 (11-13)Mörk Hauka (skot): Guðmundur Árni Ólafsson 9/1 (13/1), Elías Már Halldórsson 4 (7), Tjörvi Þorgeirsson 4 (7), Sigurbergur Sveinsson 3 (7), Pétur Pálsson 2 (5), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (6), Jónatan Jónsson 1 (3), Björgvin Hólmgeirsson (4).Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 19/1 (43/4, 44%).Hraðaupphlaup: 3 (Stefán Rafn 2, Elías Már 1).Fiskuð víti: 1 (Jónatan 1).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 11/3 (15/4), Árni Þór Sigtryggsson 3 (10), Jónatan Þór Magnússon 2 (6), Guðmundur Helgason 2 (4), Andri Snær Stefánsson 2 (3), Hreinn Þór Hauksson 2 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (3), Guðlaugur Arnarsson (2), Heimir Örn Árnason (2), Geir Guðmundsson (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 22 (47/1, 47%).Hraðaupphlaup: 9 (Oddur 4, Hreinn Þór 2, Andri Snær 1, Jónatan Þór 1, Hörður Fannar 1).Fiskuð víti: 4 (Guðlaugur 2, Hreinn Þór 1, Heimir Örn 1).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, mjög góðir.
Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira