Erlent

Benedikt páfi heldur ótrauður áfram

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er engan bilbug að finna á Benedikt páfa. Mynd/ AFP.
Það er engan bilbug að finna á Benedikt páfa. Mynd/ AFP.
Benedikt XVI páfi heimsótti súpueldhús fyrir heimilislausa í gær. Þetta var fyrsta ferð hans út fyrir Vatíkanið eftir að hann varð fyrir árás á aðfangadagskvöld. Páfinn gekk á meðal almennings, heilsaði fólki og kyssti börn.

Páfinn slapp ómeiddur úr árásinni á aðfangadagskvöld en spurningar hafa vaknað um öryggi hans eftir atvikið. Dagskrá hans yfir hátíðirnar hefur hins vegar haldist óbreytt, að því er fréttavefur Telegraph greinir frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×