Erlent

Bretar forðast vask

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá Oxford-stræti.
Frá Oxford-stræti.

Mikil örtröð varð í breskum verslunum í gær þegar almenningur notaði síðustu daga ársins til að kaupa sjónvörp, þvottavélar og fleiri heimilistæki áður en virðisaukaskattur hækkar úr 15,5 prósentum í 17,5 um áramótin þar í landi. Skatturinn var lækkaður í nóvember en mun nú hækka á ný og segjast kaupmenn ekki hafa orðið vitni að annarri eins örtröð síðan árið 1998. Margir kaupmenn halda því fram að bresk skattayfirvöld hafi ekki getað valið verri tíma fyrir virðisaukaskattshækkunina en áramótin og sumir þeirra hyggjast bíða með að skila hækkuninni út í verðlagið þar til í lok janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×