Tökum þátt í að styrkja björgunarsveitirnar 28. desember 2009 06:00 Guðmundur Fylkisson skrifar um flugeldasölu Framundan eru dagar sem skipta miklu máli fyrir fjárhagslega undirstöðu björgunarsveita í landinu. Flugeldasalan er hafin og hvet ég þig til að kaupa flugeldana af þeim. Vel þjálfaðar og vel búnar björgunarsveitir eru okkur nauðsynlegar. Það gera hin miklu og fjölbreyttu öfl náttúrunnar. Óvíða í heiminum þurfa íbúar að glíma við óveður, jarðskjálfta, eldgos, snjóflóð, sjó- og vatnsflóð, jafnvel allt á sama árstíma. Ég, í mínu starfi, þarf mikið að leita til björgunarsveita til aðstoðar við landsmenn og eins fyrir hina erlendu ferðamenn sem fara um landið og rata í vandræði. Þó svo að fjöldi verkefna sem þeir sinna rati í fjölmiðla þá eru mörg verkefni sem aldrei koma fyrir almennings sjónir. Það vitum við lögreglumenn því oft á tíðum er um að ræða öryggisviðbúnað, þ.e. björgunarsveitir eru ræstar út til öryggis en síðan afturkallaðar. Eins er um verkefni þar sem harmleikur hefur átt sér stað, sem ekki er fjallað um í fjölmiðlum. Allt eru þetta verkefni er snerta einstaklinga, fjölskyldur, vinahópa. Enginn dagur er undanskilin þegar leita þarf aðstoðar. Mér er það minnisstætt þegar ég þurfti að kalla eftir aðstoð tuga eða hundruða björgunarsveitamanna á aðfangadagskvöld. Á sama tíma og landsmenn voru að taka upp jólagjafir var mikill fjöldi björgunarsveitamanna að leita að einstakling sem hafði farið út í óveður, í ölæði, og fáklæddur. Það mátti ekki miklu muna að illa færi en það endaði farsællega, þökk sé björgunarsveitum. Þeir hafa einnig verið til staðar á hálendi landsins, ferðamönnum til aðstoðar, yfir sumartímann. Björgunarsveitirnar þurfa að sinna mann- og tímafrekum verkefnum og þó svo að nánast allt starf sé unnið í sjálfboðavinnu þá er ljóst að mikill kostnaður hlýst af. Þeir forðast þá umræðu hvað hver leit kostar, þeir eru bara boðnir og búnir að bregðast við. Við, lögreglan, um land allt njótum starfskrafta og reynslu björgunarsveita í æ ríkara mæli. Við erum fagmenn á okkar sviðum og þurfum að vinna náið saman og treystum hver á annan. Við þurfum að leita í meira mæli eftir aðstoð þeirra vegna aðstoðarbeiðna borgarana þegar aðstæður eru slíkar að venjuleg farartæki komast ekki um. Þeir ganga til slíkra verka með bros á vör því slík verkefni, þar sem líf liggur kannski ekki við, er ágætis æfing og þjálfun. Einstaklingurinn, leggur ekki bara fram tíma sinn í sjálfboðavinnu. Hann þarf að búa sig út með ákveðinn búnað og hver og einn að leggur út fyrir slíkum búnaði. Það er því ekki bara blóð, sviti og tár sem hver og einn leggur fram, heldur einnig fjármunir. Þegar kemur svo að farartækjum, sérhæfðum búnaði og rekstrarkostnaði þá er eðlilegt að hinn venjulegi björgunarsveitarmaður geti treyst á okkur, mig og þig. Við vitum ekki hvenær það kemur að okkur að þurfa að treysta á þá. Um leið og ég hvet ykkur til að versla við björgunarsveitirnar þegar þið kaupið flugelda þá hvet ég ykkur einnig til að nota þá ykkur og öðrum til skemmtunar og ánægju, ekki til að valda skaða eða skapa samfélaginu tjón með skemmdarverkum. Höfundur er aðalvarðstjóri hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Guðmundur Fylkisson skrifar um flugeldasölu Framundan eru dagar sem skipta miklu máli fyrir fjárhagslega undirstöðu björgunarsveita í landinu. Flugeldasalan er hafin og hvet ég þig til að kaupa flugeldana af þeim. Vel þjálfaðar og vel búnar björgunarsveitir eru okkur nauðsynlegar. Það gera hin miklu og fjölbreyttu öfl náttúrunnar. Óvíða í heiminum þurfa íbúar að glíma við óveður, jarðskjálfta, eldgos, snjóflóð, sjó- og vatnsflóð, jafnvel allt á sama árstíma. Ég, í mínu starfi, þarf mikið að leita til björgunarsveita til aðstoðar við landsmenn og eins fyrir hina erlendu ferðamenn sem fara um landið og rata í vandræði. Þó svo að fjöldi verkefna sem þeir sinna rati í fjölmiðla þá eru mörg verkefni sem aldrei koma fyrir almennings sjónir. Það vitum við lögreglumenn því oft á tíðum er um að ræða öryggisviðbúnað, þ.e. björgunarsveitir eru ræstar út til öryggis en síðan afturkallaðar. Eins er um verkefni þar sem harmleikur hefur átt sér stað, sem ekki er fjallað um í fjölmiðlum. Allt eru þetta verkefni er snerta einstaklinga, fjölskyldur, vinahópa. Enginn dagur er undanskilin þegar leita þarf aðstoðar. Mér er það minnisstætt þegar ég þurfti að kalla eftir aðstoð tuga eða hundruða björgunarsveitamanna á aðfangadagskvöld. Á sama tíma og landsmenn voru að taka upp jólagjafir var mikill fjöldi björgunarsveitamanna að leita að einstakling sem hafði farið út í óveður, í ölæði, og fáklæddur. Það mátti ekki miklu muna að illa færi en það endaði farsællega, þökk sé björgunarsveitum. Þeir hafa einnig verið til staðar á hálendi landsins, ferðamönnum til aðstoðar, yfir sumartímann. Björgunarsveitirnar þurfa að sinna mann- og tímafrekum verkefnum og þó svo að nánast allt starf sé unnið í sjálfboðavinnu þá er ljóst að mikill kostnaður hlýst af. Þeir forðast þá umræðu hvað hver leit kostar, þeir eru bara boðnir og búnir að bregðast við. Við, lögreglan, um land allt njótum starfskrafta og reynslu björgunarsveita í æ ríkara mæli. Við erum fagmenn á okkar sviðum og þurfum að vinna náið saman og treystum hver á annan. Við þurfum að leita í meira mæli eftir aðstoð þeirra vegna aðstoðarbeiðna borgarana þegar aðstæður eru slíkar að venjuleg farartæki komast ekki um. Þeir ganga til slíkra verka með bros á vör því slík verkefni, þar sem líf liggur kannski ekki við, er ágætis æfing og þjálfun. Einstaklingurinn, leggur ekki bara fram tíma sinn í sjálfboðavinnu. Hann þarf að búa sig út með ákveðinn búnað og hver og einn að leggur út fyrir slíkum búnaði. Það er því ekki bara blóð, sviti og tár sem hver og einn leggur fram, heldur einnig fjármunir. Þegar kemur svo að farartækjum, sérhæfðum búnaði og rekstrarkostnaði þá er eðlilegt að hinn venjulegi björgunarsveitarmaður geti treyst á okkur, mig og þig. Við vitum ekki hvenær það kemur að okkur að þurfa að treysta á þá. Um leið og ég hvet ykkur til að versla við björgunarsveitirnar þegar þið kaupið flugelda þá hvet ég ykkur einnig til að nota þá ykkur og öðrum til skemmtunar og ánægju, ekki til að valda skaða eða skapa samfélaginu tjón með skemmdarverkum. Höfundur er aðalvarðstjóri hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar