Erlent

Kínverskt flutningaskip laust úr haldi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
De Xin Hai.
De Xin Hai.

Sómalskir sjóræningjar slepptu í gær kínverska flutningaskipinu De Xin Hai ásamt 25 manna áhöfn en skipinu rændu þeir í október þegar það flutti 76.000 tonn af kolum frá Suður-Afríku til Indlands. Kínverska ríkisfréttastofan Xinhua greindi frá þessu og enn fremur því að áhöfnin væri ómeidd og við góða heilsu. Herskip kínverska sjóhersins sigldu til móts við farmskipið og fylgdu því frá Sómalíu og áleiðis til Kína. Skipið var statt um 350 sjómílur norðaustur af Seychelles-eyjum á Indlandshafi þegar sjóræningjarnir létu til skarar skríða í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×