Innlent

Vinabókarhópur mótmælir vægum refsingum

Vinabókahópur mun mótmæla vægum refsingum í kynferðisbrotamálum klukkan þrjú. Mynd tengist frétt ekki beint.
Vinabókahópur mun mótmæla vægum refsingum í kynferðisbrotamálum klukkan þrjú. Mynd tengist frétt ekki beint.

Mótmæli verða haldin á Austurvelli í dag klukkan þrjú en þá mun hópur á Facebook koma saman og mótmæla vægum refsingum í kynferðisbrotamálum.

Samkvæmt forsvarsmanni síðunnar, Hörpu Dögg Sævarsdóttur, þá hafa sex hundruð manns boðað komu sína. Þá mun sami hópur mótmæla á morgun, laugardag, klukkan fjögur eða klukkustund eftir að mótmæli Radda fólksins hefjast á Austurvelli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×