Rekstur Þjóðskrár Íslands gagnrýndur í nýrri skýrslu Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. september 2013 16:02 Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að þvert á sett markmið hafi starfsmönnum fjölgað og kostnaður aukist frá sameiningu. Rekstur Þjóðskrár Íslands er gagnrýndur nokkuð harðlega í nýrri skýslu Ríkisendurskoðunar um stofnunina sem kom út í dag. Þar kemur fram að þau þjóðfélagslegu markmið sem sett voru við myndun Þjóðskrár Íslands árið 2010 hafi ekki náðst. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að þvert á sett markmið hafi starfsmönnum fjölgað og kostnaður aukist frá sameiningu. Eigið fé sé því nánast á þrotum. Ríkisendurskoðun gagnrýnir þetta og telur að skort hafi á aðhald í rekstrinum. Að mati Ríkisendurskoðunar ber ráðuneytið ásamt stjórnendum Þjóðskrár Íslands ríka ábyrgð á þróuninni. Í skýrslunni er ráðuneytið hvatt til að efla eftirlit sitt með stofnuninni og hún til að sýna aðgæslu í rekstri. Einnig bendir Ríkisendurskoðun á að endurskoða þurfi lög sem varða starfsemi Þjóðskrár Íslands enda taki þau ekki mið af samfélags- og tæknibreytingum undanfarinna áratuga. Þá þurfi að huga að því hvort stofnunin eigi að starfa alfarið samkvæmt gjaldskrá, hvort ríkissjóður eigi að standa undir starfseminni eða hvort blanda eigi saman þessum tveimur formum eins og nú er. Enn fremur sé mikilvægt að koma fjármögnum vegabréfaútgáfu stofnunarinnar í betra horf. Ekki sé eðlilegt að hún sé rekin með halla árum saman og að sá halli sé annaðhvort bættur með viðbótarframlagi í fjáraukalögum eða með afgangsgjöldum stofnunarinnar vegna annarrar starfsemi. Fram kemur að þótt fagleg markmið sameiningarinnar hafi að miklu leyti náðst hafi Þjóðskrá Íslands ekki náð að sinna lögboðnu hlutverki sínu á eins hagkvæman, skilvirkan og árangursríkan hátt og æskilegt væri. Ástæðan sé sú að upplýsingakerfi séu að hluta til orðin úrelt sem og kerfi sem notuð eru við útgáfu vegabréfa. Þá hafi starfsmannavelta verið mikil. Ríkisendurskoðun hvetur innanríkisráðneytið til að huga að endurnýjun þessara kerfa. Einnig telur Ríkisendurskoðun að hagræða megi í rekstri og auka skilvirkni og árangur með bættum verklagsreglum og vinnulýsingum. Þá þurfi stjórnendur að leggja aukna áherslu á mannauðsmál til að stofnunin starfi sem ein heild. Loks leggur Ríkisendurskoðun áherslu á að öllum starfsmönnum Þjóðskrár Íslands verði gert að færa verkbókhald. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Rekstur Þjóðskrár Íslands er gagnrýndur nokkuð harðlega í nýrri skýslu Ríkisendurskoðunar um stofnunina sem kom út í dag. Þar kemur fram að þau þjóðfélagslegu markmið sem sett voru við myndun Þjóðskrár Íslands árið 2010 hafi ekki náðst. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að þvert á sett markmið hafi starfsmönnum fjölgað og kostnaður aukist frá sameiningu. Eigið fé sé því nánast á þrotum. Ríkisendurskoðun gagnrýnir þetta og telur að skort hafi á aðhald í rekstrinum. Að mati Ríkisendurskoðunar ber ráðuneytið ásamt stjórnendum Þjóðskrár Íslands ríka ábyrgð á þróuninni. Í skýrslunni er ráðuneytið hvatt til að efla eftirlit sitt með stofnuninni og hún til að sýna aðgæslu í rekstri. Einnig bendir Ríkisendurskoðun á að endurskoða þurfi lög sem varða starfsemi Þjóðskrár Íslands enda taki þau ekki mið af samfélags- og tæknibreytingum undanfarinna áratuga. Þá þurfi að huga að því hvort stofnunin eigi að starfa alfarið samkvæmt gjaldskrá, hvort ríkissjóður eigi að standa undir starfseminni eða hvort blanda eigi saman þessum tveimur formum eins og nú er. Enn fremur sé mikilvægt að koma fjármögnum vegabréfaútgáfu stofnunarinnar í betra horf. Ekki sé eðlilegt að hún sé rekin með halla árum saman og að sá halli sé annaðhvort bættur með viðbótarframlagi í fjáraukalögum eða með afgangsgjöldum stofnunarinnar vegna annarrar starfsemi. Fram kemur að þótt fagleg markmið sameiningarinnar hafi að miklu leyti náðst hafi Þjóðskrá Íslands ekki náð að sinna lögboðnu hlutverki sínu á eins hagkvæman, skilvirkan og árangursríkan hátt og æskilegt væri. Ástæðan sé sú að upplýsingakerfi séu að hluta til orðin úrelt sem og kerfi sem notuð eru við útgáfu vegabréfa. Þá hafi starfsmannavelta verið mikil. Ríkisendurskoðun hvetur innanríkisráðneytið til að huga að endurnýjun þessara kerfa. Einnig telur Ríkisendurskoðun að hagræða megi í rekstri og auka skilvirkni og árangur með bættum verklagsreglum og vinnulýsingum. Þá þurfi stjórnendur að leggja aukna áherslu á mannauðsmál til að stofnunin starfi sem ein heild. Loks leggur Ríkisendurskoðun áherslu á að öllum starfsmönnum Þjóðskrár Íslands verði gert að færa verkbókhald.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira