Upplifði martröð vinkvennanna í ræktinni: „Heyrðu hlussa, þú átt ekki heima hér“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2015 22:29 Nanna Hinriksdóttir reiknar með því að heilsa manninum rekist hún aftur á hann og þakka fyrir síðast. „Ég var svo fegin að þetta kom fyrir mig en ekki eina af mínum nánustu vinkonum,“ segir Nanna Hinriksdóttir um undarlega og dónalega framkomu karlmanns í ræktinni í gær. Nanna var í hnébeygju og átti eitt sett eftir þegar maðurinn ætlaði að taka tækið. „Ég bað hann að bíða af því ég átti eitt sett eftir,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Það fór öfugt ofan í manninn sem hreytti út úr sér að þarna ætti Nanna ekki heima. „Hann gaf í skyn að ég væri það feit að ég ætti ekki heima innan um þetta lið. Ég veit ekki af hverju hann sagði þetta. Er fólk ekki mætt í ræktina til að bæta sig og taka framförum?“ segir Nanna sem kippti sér þó ekki sérstaklega upp við þetta. Hann hafi haldið áfram að hreyta í hana orðum en hún hætt að sýna honum athygli. „Ég fór ekki heim og grét úr mér augun,“ segir hún og hlær. Nanna spyr hvort ræktin sé ekki einmitt staðurinn fyrir fólk sem vill bæta sitt form.Vísir/Getty Mun örugglega heilsa honum brosandi Þótt Nanna hafi ekki tekið þetta inn á sig finnst henni mikilvægt að vakið sé athygli á þessari hegðun sem fyrirfinnist ekki bara í líkamsræktarstöðvum heldur einnig í sundlaugum. Hún viti vel að hún sé ekki í kjörþyngt en engu að síður sátt í sínu skinni. Hins vegar eigi hún fjölmargar vinkonur sem hreinlega hræðast að verða fyrir gagnrýni vegna líkamsþyngdar á stöðum sem þessum. „Fyrir þær er mesti sigurinn að kaupa kort í ræktina og bara að mæta,“ segir Nanna. Hún minnir á að líkami fólks geti tekið miklum og stöðugum breytingum, ekki síst hjá konum t.d. eftir barnsburð. Það sé ómögulegt að fólk sem vilji koma sér í betra form þori ekki í ræktina af því fólk eigi það til að vera andstyggilegt. Nanna segist aldrei hafa séð manninn áður í World Class og þekkir ekki til hans. Hún kvíðir því þó alls ekki að hitta hann aftur. „Ég á örugglega eftir að heilsa honum með bros á vör og þakka fyrir seinast.“ Að neðan má sjá færslu sem Nanna setti inn á Facebook í gær þar sem hún sagði sögu sína úr ræktinni.Til stráksinns sem gekk upp að mér í ræktinni í dag og tilkynnti mér að ég ætti ekki heima hér, mér væri ekki við...Posted by Nanna Hinriksdóttir on Saturday, December 5, 2015 Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
„Ég var svo fegin að þetta kom fyrir mig en ekki eina af mínum nánustu vinkonum,“ segir Nanna Hinriksdóttir um undarlega og dónalega framkomu karlmanns í ræktinni í gær. Nanna var í hnébeygju og átti eitt sett eftir þegar maðurinn ætlaði að taka tækið. „Ég bað hann að bíða af því ég átti eitt sett eftir,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Það fór öfugt ofan í manninn sem hreytti út úr sér að þarna ætti Nanna ekki heima. „Hann gaf í skyn að ég væri það feit að ég ætti ekki heima innan um þetta lið. Ég veit ekki af hverju hann sagði þetta. Er fólk ekki mætt í ræktina til að bæta sig og taka framförum?“ segir Nanna sem kippti sér þó ekki sérstaklega upp við þetta. Hann hafi haldið áfram að hreyta í hana orðum en hún hætt að sýna honum athygli. „Ég fór ekki heim og grét úr mér augun,“ segir hún og hlær. Nanna spyr hvort ræktin sé ekki einmitt staðurinn fyrir fólk sem vill bæta sitt form.Vísir/Getty Mun örugglega heilsa honum brosandi Þótt Nanna hafi ekki tekið þetta inn á sig finnst henni mikilvægt að vakið sé athygli á þessari hegðun sem fyrirfinnist ekki bara í líkamsræktarstöðvum heldur einnig í sundlaugum. Hún viti vel að hún sé ekki í kjörþyngt en engu að síður sátt í sínu skinni. Hins vegar eigi hún fjölmargar vinkonur sem hreinlega hræðast að verða fyrir gagnrýni vegna líkamsþyngdar á stöðum sem þessum. „Fyrir þær er mesti sigurinn að kaupa kort í ræktina og bara að mæta,“ segir Nanna. Hún minnir á að líkami fólks geti tekið miklum og stöðugum breytingum, ekki síst hjá konum t.d. eftir barnsburð. Það sé ómögulegt að fólk sem vilji koma sér í betra form þori ekki í ræktina af því fólk eigi það til að vera andstyggilegt. Nanna segist aldrei hafa séð manninn áður í World Class og þekkir ekki til hans. Hún kvíðir því þó alls ekki að hitta hann aftur. „Ég á örugglega eftir að heilsa honum með bros á vör og þakka fyrir seinast.“ Að neðan má sjá færslu sem Nanna setti inn á Facebook í gær þar sem hún sagði sögu sína úr ræktinni.Til stráksinns sem gekk upp að mér í ræktinni í dag og tilkynnti mér að ég ætti ekki heima hér, mér væri ekki við...Posted by Nanna Hinriksdóttir on Saturday, December 5, 2015
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira