Hvetur fólk eindregið til að bóka utanlandsferðir Atli Ísleifsson skrifar 2. apríl 2020 10:42 Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals Útsýnar, segir lítið vera um bókanir þessi misserin. „Það er frekar rólegt. Það er náttúrulega ekkert að gerast eins og við sjáum. Flugfélögin eru ekki að fljúga, hótel lokuð og útlitið fyrir apríl er rólegt. Allir heima, að hlýða Víði.“ Þetta segir Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals Útsýnar, en hún mætti í Bítið í morgun þar sem hún ræddi stöðuna hjá íslenskum ferðaskrifstofum og bókanir Íslendinga á utanlandsferðum. Hún segir skrifstofurnar enn vera með opið og að fólki ætti ekki að hætta að hugsa um ferðalög. „Ég held að nú sé tækifæri að vera heima og spá í hvert maður vilji fara og senda okkur tillögur að ferðum. Hvert ættum við að búa til ferðir á næstunni. Ekki hætta að bóka og dreyma um næstu ferð. Nota tækifærið og vera í sambandi við okkur.“ Ekki hætta að dreyma Þórunn segir ljóst að margir séu áhyggjufullir og sé kannski lítið að spá í að bóka ferðir til útlanda og sjái ekki fyrir sér hvernig við komum undan þessari veiru. „En við eigum að vera bjartsýn og gera ráð fyrir að það komist allir út úr þessu. Þetta er bara tímabundið. Það var mjög gaman að fylgjast með Kára [Stefánssyni] í gærkvöldi. Næstu tvær vikur segja svolítið til um hvernig ástandið verður. Hægt er að horfa og hlusta á viðtalið í heild sinni að neðan. Klippa: Bítið - Þórey Reynisdóttir Við eigum ekki að hætta að dreyma. Komið með tillögur til okkar, skoðið vefsíðuna, bókið. Við færum þá bara til ef breytist ástandið. Það er allt of mikil hræðsla – við megum alveg framkvæma hluti, bara innan skynsamlegra marka þar sem hefur verið gert ráð fyrir að við eigum að fylgja.“ Ekki rukkað breytingargjald Þórunn segir að það sé svokallað staðfestingargjald þegar bókað er hjá Úrval Útsýn, 40 þúsund krónur. Hún segir ferðaskrifstofuna munu svo færa bókanir til og ekki rukka breytingargjald. „Ég mæli eindregið með að fólk bóki og tryggi sér góðar gistingar og hætti ekki við að framkvæma. Það er það versta sem við gerum.“ Þórunn segir ennfremur að fólk sem bókaði ferðir áður en til þessa ástands kom, þurfi ekki heldur að bóka breytingagjald. „Endilega hafa samband við okkur og við breytum. Við segjum við okkar viðskiptavini: Tímabilið – eins og við horfum á maí og frameftir – það er ekkert lokað. Það er ekki búið að loka neinu. Ef þið eruð óörugg, færið þið. Það er minnsta mál og við leiðbeinum okkar viðskiptavinum með það.“ Margt gott í þessu Aðspurð um þær vangaveltur sem uppi hafa verið um að verð á flugi muni rjúka upp segir Þórunn að svo kunni að fara. Allir muni þó reyna að halda verðinu niðri eins og hægt sé. „Hótelin eru nú þegar farin á Spáni að gefa ákveðinn afsláttarkjör. Við erum að vinna að því núna að koma með tilboð inn á sumarið þannig að það er margt sem gerist gott í þessu,“ segir Þórunn. Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Verslun Bítið Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
„Það er frekar rólegt. Það er náttúrulega ekkert að gerast eins og við sjáum. Flugfélögin eru ekki að fljúga, hótel lokuð og útlitið fyrir apríl er rólegt. Allir heima, að hlýða Víði.“ Þetta segir Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals Útsýnar, en hún mætti í Bítið í morgun þar sem hún ræddi stöðuna hjá íslenskum ferðaskrifstofum og bókanir Íslendinga á utanlandsferðum. Hún segir skrifstofurnar enn vera með opið og að fólki ætti ekki að hætta að hugsa um ferðalög. „Ég held að nú sé tækifæri að vera heima og spá í hvert maður vilji fara og senda okkur tillögur að ferðum. Hvert ættum við að búa til ferðir á næstunni. Ekki hætta að bóka og dreyma um næstu ferð. Nota tækifærið og vera í sambandi við okkur.“ Ekki hætta að dreyma Þórunn segir ljóst að margir séu áhyggjufullir og sé kannski lítið að spá í að bóka ferðir til útlanda og sjái ekki fyrir sér hvernig við komum undan þessari veiru. „En við eigum að vera bjartsýn og gera ráð fyrir að það komist allir út úr þessu. Þetta er bara tímabundið. Það var mjög gaman að fylgjast með Kára [Stefánssyni] í gærkvöldi. Næstu tvær vikur segja svolítið til um hvernig ástandið verður. Hægt er að horfa og hlusta á viðtalið í heild sinni að neðan. Klippa: Bítið - Þórey Reynisdóttir Við eigum ekki að hætta að dreyma. Komið með tillögur til okkar, skoðið vefsíðuna, bókið. Við færum þá bara til ef breytist ástandið. Það er allt of mikil hræðsla – við megum alveg framkvæma hluti, bara innan skynsamlegra marka þar sem hefur verið gert ráð fyrir að við eigum að fylgja.“ Ekki rukkað breytingargjald Þórunn segir að það sé svokallað staðfestingargjald þegar bókað er hjá Úrval Útsýn, 40 þúsund krónur. Hún segir ferðaskrifstofuna munu svo færa bókanir til og ekki rukka breytingargjald. „Ég mæli eindregið með að fólk bóki og tryggi sér góðar gistingar og hætti ekki við að framkvæma. Það er það versta sem við gerum.“ Þórunn segir ennfremur að fólk sem bókaði ferðir áður en til þessa ástands kom, þurfi ekki heldur að bóka breytingagjald. „Endilega hafa samband við okkur og við breytum. Við segjum við okkar viðskiptavini: Tímabilið – eins og við horfum á maí og frameftir – það er ekkert lokað. Það er ekki búið að loka neinu. Ef þið eruð óörugg, færið þið. Það er minnsta mál og við leiðbeinum okkar viðskiptavinum með það.“ Margt gott í þessu Aðspurð um þær vangaveltur sem uppi hafa verið um að verð á flugi muni rjúka upp segir Þórunn að svo kunni að fara. Allir muni þó reyna að halda verðinu niðri eins og hægt sé. „Hótelin eru nú þegar farin á Spáni að gefa ákveðinn afsláttarkjör. Við erum að vinna að því núna að koma með tilboð inn á sumarið þannig að það er margt sem gerist gott í þessu,“ segir Þórunn.
Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Verslun Bítið Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira