Sport

Slóvaki til Vals

Handknattleikslið Vals hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í vetur en félagið hefur samið við Slóvakíska landsliðsmanninn Pavol Polakovic. Kappinn, sem á að baki 52 landsleiki, verður 25 ára gamall í október. Valsmenn eru meiðslum hrjáðir, Bjarki Sigurðsson verður líkast til ekkert með í vetur og Hjalti Gylfason verður frá í einhvern tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×