Sport

Fréttir af Patta og Gunna

Patrekur Jóhannesson hefur tekið við fyrirliðastöðunni hjá Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þetta sýnir ágætlega hversu mikils metinn Patti er því hann gekk til liðs við félagið í sumar. Hann lék á Spáni í fyrra með Bidasoa en þar áður lék hann lengi með Essen í Þýskalandi. Patrekur hefur glímt undanfarið við meiðsli og vonandi fyrir íslenska landsliðið að hann snúi aftur á þann vettvang sem fyrst. Gunnar Berg Viktorsson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, mun leika með þýska 2. deildarliðinu Kronau/Östringen á tímabilinu sem er í þann mund að hefjast. Gunnar lék áður með Wetzlar. Gunnar mun hitta fyrir landa sinn, landsliðsmarkvörðinn Guðmund Hrafnkelsson, hjá Kronau/Östringen. Félagið lék í 1. deild á síðasta tímabili en varð að sætta sig við fall.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×