Sport

Þórey Edda fjórða

Þórey Edda Elísdóttir hafnaði í fjórða sæti í stangarstökkskeppni á frjálsíþróttamóti sem fram fór í Rovereto á Norður-Ítalíu í fyrradag. Þórey Edda náði sér ekki á strik og stökk 4.20 metra. Hún reyndi í þrígang að fara yfir 4.35 en mistókst. Pólska stúlkan Anna Rogovska varð sigurvegari en hún fór yfir 4.63. Þórey Edda mun næst keppa á síðasta gullmóti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins á þessu tímabili sem fram fer í Mónakó annan sunnudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×