Undankeppni EM U-20 ára liða sem átti að fara fram hér á landi um helgina er í uppnámi vegna röskunar á flugsamgöngum.
Fyrstu leikirnir áttu að fara fram á morgun en nú er ljóst að ekkert verður af þeim leikjum enda eru erlendu landsliðin föst á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn og komast hvorki lönd né strönd.
Í tilkynningu frá HSÍ segir að það muni skýrast í hádeginu á morgun hvort af mótinu verði eður ei.