Lífið

Hjákona Tiger Woods handtekin

Jaimee Grubbs hefur verið dugleg að nýta sér frægðina sem fylgdi Tiger-málinu. Hún sat meðal annars fyrir í tímaritinu Maxim.
Jaimee Grubbs hefur verið dugleg að nýta sér frægðina sem fylgdi Tiger-málinu. Hún sat meðal annars fyrir í tímaritinu Maxim.
Jaimee Grubbs, konan sem Tiger Woods-málið mikla byrjaði út af, var handtekin í Hollywood í nótt og skellt í steininn.

Grubbs var stöðvuð af lögreglunni og mældist ölvuð bak við stýrið. Þetta er ekkert nýtt hjá henni, hún var einnig handtekin í febrúar. Lögreglan stöðvaði bíl hennar vegna þess að hún hefur einnig ítrekað verið tekin með útrunnið ökuskírteini.

Forsíðan með viðtalinu við Grubbs sem setti allt á annan endann.

Skömmu eftir að Tiger Woods klessti á tré fyrir utan heimili sitt seldi Grubbs tímaritinu US Weekly talskilaboð frá Woods þar sem kom greinilega fram að þau áttu í sambandi. Hún sagðist hafa orðið hundfúl þegar hún komst að því að hún var ekki eina viðhaldið.

Málið fór á fleygiferð í kjölfarið og um tólf konur tilkynntu með látum að þær væru einnig hjákonur golfarans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.