Húsnæðismál Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 5. febrúar 2019 21:54 Eftirfarandi er skrifað í ljósi umræðna í borgarstjórn í dag um niðurstöður átakshóps um aukið framboð á íbúðum og öðrum aðgerðum til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Verkefni um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk, átakshópur um aukið framboð á íbúðum, umræður um húsnæði fyrir fyrstu kaupendur. Hver er kostnaður hins opinbera, sveitarfélaga og ríkis, af öllum þessum átakshópum, sem hljóma allir vel og boða fögur fyrirheit? Hvað hafa margir verið í fullu starfi við þessar áætlanir síðan þær hafa verið settar af stað? Sem dæmi um átakshóp af þessu tagi má nefna að verkefni um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk var sett af stað af Reykjavíkurborg í kjölfar húsnæðisáætlunar var samþykkt í júní 2017. Í febrúar 2019, tæpum tveimur árum síðar, liggur fyrir kynning um fjölmarga reiti en íbúðirnar eru hins vegar ekki tilbúnar. Það virðist því sannarlega tilefni til þess að einfalda ferla og stytta þann tíma sem það tekur íbúðir að fara frá því að vera hugmynd á blaði og yfir í að vera heimili í raunveruleikanum. Önnur lausn sem hefur komið fram á sjónarsviðið vegna húsnæðisvandans sem hefur verið staðreynd og fyrirsjáanlegur um fjölda ára er Bjarg fasteignafélag, sem byggir nú íbúðir sem verði til leigu fyrir tekjulága. Tilgangurinn er góður, að koma þaki yfir höfuð þeirra sem hafa minna á milli handanna. En mig langar að ræða augljósa vankanta. Réttur til leigu á íbúðum Bjargs mun grundvallast á úthlutunarreglum félagsins sem listar upp ákveðin tekjuviðmið eftir högum umsækjanda. En er þessi lausn á einu vandamáli kannski uppskrift að öðru? Við höfum áður séð hvernig skyndilausnir í húsnæðismálum ætlaðar tekjulágum geta aukið líkur á að íbúasamsetning verður of einsleit og það getur leitt af sér margvísleg félagsleg vandamál, hættu á að fólk verði skilgreint út frá heimilisstað o.fl. sem getur tekið áratugi að vinda ofan af. Íbúðafélagið Bjarg mun þannig eiga allar íbúðir í fjölbýlishúsum með tiltekin götunúmer. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa áður bent á að af þessum ástæðum er hugmyndin haldin göllum. Til viðbótar hentar hún ekki öllum sem eru tekjulágir og gæti jafnvel orðið hvati til þess að þessi hópur eignist ekki, en úthlutunarreglur miðast bæði við tekjur og eignir umsækjenda og því getur staðan verið sú að þeir sem eiga eignir en eru tekjulágir geti ekki leigt hjá Bjargi. Kannanir hafa sýnt að meirihluti fólks vill eignast húsnæði en ekki leigja. Ekki má sjá af þeim hugmyndum sem liggja fyrir að gert sé ráð fyrir þeim möguleika að íbúar sem byrji í félagslega kerfinu eigi möguleika á að eignast íbúðina að lokum. Slíkt fyrirkomulag var á meðal þess sem leiðrétti húsnæðiskrísu í Singapúr, en auk þess var gætt að því að fjölbreytt samsetning íbúa væri tryggð. Tilefni eru til þess að rifja upp ummæli Eyglóar Harðardóttur, fyrrum félagsmálaráðherra og þingmanns, sem sem sagði „húsnæðismál eru ekki átaksverkefni heldur viðvarandi verkefni.”Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Sjá meira
Eftirfarandi er skrifað í ljósi umræðna í borgarstjórn í dag um niðurstöður átakshóps um aukið framboð á íbúðum og öðrum aðgerðum til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Verkefni um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk, átakshópur um aukið framboð á íbúðum, umræður um húsnæði fyrir fyrstu kaupendur. Hver er kostnaður hins opinbera, sveitarfélaga og ríkis, af öllum þessum átakshópum, sem hljóma allir vel og boða fögur fyrirheit? Hvað hafa margir verið í fullu starfi við þessar áætlanir síðan þær hafa verið settar af stað? Sem dæmi um átakshóp af þessu tagi má nefna að verkefni um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk var sett af stað af Reykjavíkurborg í kjölfar húsnæðisáætlunar var samþykkt í júní 2017. Í febrúar 2019, tæpum tveimur árum síðar, liggur fyrir kynning um fjölmarga reiti en íbúðirnar eru hins vegar ekki tilbúnar. Það virðist því sannarlega tilefni til þess að einfalda ferla og stytta þann tíma sem það tekur íbúðir að fara frá því að vera hugmynd á blaði og yfir í að vera heimili í raunveruleikanum. Önnur lausn sem hefur komið fram á sjónarsviðið vegna húsnæðisvandans sem hefur verið staðreynd og fyrirsjáanlegur um fjölda ára er Bjarg fasteignafélag, sem byggir nú íbúðir sem verði til leigu fyrir tekjulága. Tilgangurinn er góður, að koma þaki yfir höfuð þeirra sem hafa minna á milli handanna. En mig langar að ræða augljósa vankanta. Réttur til leigu á íbúðum Bjargs mun grundvallast á úthlutunarreglum félagsins sem listar upp ákveðin tekjuviðmið eftir högum umsækjanda. En er þessi lausn á einu vandamáli kannski uppskrift að öðru? Við höfum áður séð hvernig skyndilausnir í húsnæðismálum ætlaðar tekjulágum geta aukið líkur á að íbúasamsetning verður of einsleit og það getur leitt af sér margvísleg félagsleg vandamál, hættu á að fólk verði skilgreint út frá heimilisstað o.fl. sem getur tekið áratugi að vinda ofan af. Íbúðafélagið Bjarg mun þannig eiga allar íbúðir í fjölbýlishúsum með tiltekin götunúmer. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa áður bent á að af þessum ástæðum er hugmyndin haldin göllum. Til viðbótar hentar hún ekki öllum sem eru tekjulágir og gæti jafnvel orðið hvati til þess að þessi hópur eignist ekki, en úthlutunarreglur miðast bæði við tekjur og eignir umsækjenda og því getur staðan verið sú að þeir sem eiga eignir en eru tekjulágir geti ekki leigt hjá Bjargi. Kannanir hafa sýnt að meirihluti fólks vill eignast húsnæði en ekki leigja. Ekki má sjá af þeim hugmyndum sem liggja fyrir að gert sé ráð fyrir þeim möguleika að íbúar sem byrji í félagslega kerfinu eigi möguleika á að eignast íbúðina að lokum. Slíkt fyrirkomulag var á meðal þess sem leiðrétti húsnæðiskrísu í Singapúr, en auk þess var gætt að því að fjölbreytt samsetning íbúa væri tryggð. Tilefni eru til þess að rifja upp ummæli Eyglóar Harðardóttur, fyrrum félagsmálaráðherra og þingmanns, sem sem sagði „húsnæðismál eru ekki átaksverkefni heldur viðvarandi verkefni.”Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun