Sport

Sjáðu vandræðalegan skell Mourinho í Rússlandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Getty/Jeroen Meuwsen
Jose Mourinho fékk slæman skell á íshokkíleik í Rússlandi í gær.

Það gengur fátt upp hjá Jose Mourinho þessa dagana og meira að segja fór illa hjá honum þegar hann var heiðursgestur á íshokkíleik í Rússlandi.

Jose Mourinho var boðið á leik SKA St Petersburg og Avangard Omsk í rússnesku deildinni og fékk meira að segja rauðan dregil á ísnum.

Þessi rauði dregill átti hinsvegar að fara illa með portúgalska knattspyrnustjórann. Þegar hann ætlaði að fara til baka af ísnum þá flaug hann illilega á hausinn.

Íshokkíkapparnir komu honum strax til aðstoðar en gátu ekki komið í veg fyrir að fall Jose Mourinho fór á flug á netmiðlum. Það má sjá þetta hér fyrir neðan.



 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×