Fór að trúa andstyggilegum aðfinnslum Stjörnustríðsaðdáenda Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 10:33 Leikkonan Kelly Marie Tran. Vísir/getty Bandaríska leikkonan Kelly Marie Tran, sem fór með hlutverk Rose Tico í Stjörnustríðskvikmyndinni The Last Jedi, hefur tjáð sig í fyrsta skipti um áreitni sem hún varð fyrir á samfélagsmiðlum.Greint var frá málinu á Vísi á sínum tíma en Tran eyddi öllum færslum af Instagram-reikningi sínum og sagði skilið við samfélagsmiðla vegna stanslausrar áreitni og kynþáttafordóma af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. Tran er af víetnömskum uppruna. Tran skrifar um reynslu sína í pistli sem birtist á vef dagblaðsins The New York Times. Hún segir andstyggileg skilaboð frá Stjörnustríðsaðdáendum hafa vakið upp óöryggi, sem hún fann einkum fyrir á æskuárunum, vegna uppruna síns. Hún hafi jafnframt fljótlega farið að trúa því sem stóð í skilaboðunum, sem flest beindust að útliti hennar og kynþætti. „Orð þeirra renndu stoðum undir orðræðu sem ég hafði heyrt alla ævi: að ég tilheyrði „hinum“, að ég ætti hvergi heima, að ég væri ekki nógu góð, aðeins vegna þess að ég var ekki eins og þau. Og ég átta mig á því núna að sú tilfinning var, og er, skömm,“ skrifar Tran.Kelly Marie Tran í hlutverki Rose Tico í kvikmyndinni The Last Jedi.Vísir/AFPHún segir þetta viðhorf vestræns samfélags gera það að verkum að fólk af erlendum uppruna „eyði menningu sinni“, og það harmar hún mjög. „Ég byrjaði að kenna sjálfri mér um það. Ég hugsaði, „Æ, kannski ef ég væri grennri“ eða „Kannski ef ég safnaði hári“ og, hið allra versta, „Kannski ef ég væri ekki asísk“.“ Tran lýkur þó pistlinum með því að líta björtum augum fram á veginn og segist ætla að vinna hörðum höndum að því að gera samfélagið hliðhollara jaðarhópum. „Þið þekkið mig kannski sem Kelly. Ég er fyrsta konan sem ekki tilheyrir hinum hvíta meirihluta [e. woman of color] sem leikur aðalhlutverk í Stjörnustríðsmynd. Ég sat fyrir á forsíðu Vanity Fair fyrst asískra kvenna. Skírnarnafn mitt er Loan. Og ég er rétt að byrja.“ Pistil Tran má lesa í heild hér. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Búist við að jakki Harrison Ford seljist á 140 milljónir Jakki sem Harrison Ford klæddist árið 1980 við gerð Stjörnustríðsmyndar mun seljast á 140 milljónir á uppboði. 1. ágúst 2018 23:00 Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09 Leikstjóri The Last Jedi eyðir 20 þúsund gömlum tístum og vekur upp samsæriskenningar Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. 26. júlí 2018 22:48 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Bandaríska leikkonan Kelly Marie Tran, sem fór með hlutverk Rose Tico í Stjörnustríðskvikmyndinni The Last Jedi, hefur tjáð sig í fyrsta skipti um áreitni sem hún varð fyrir á samfélagsmiðlum.Greint var frá málinu á Vísi á sínum tíma en Tran eyddi öllum færslum af Instagram-reikningi sínum og sagði skilið við samfélagsmiðla vegna stanslausrar áreitni og kynþáttafordóma af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. Tran er af víetnömskum uppruna. Tran skrifar um reynslu sína í pistli sem birtist á vef dagblaðsins The New York Times. Hún segir andstyggileg skilaboð frá Stjörnustríðsaðdáendum hafa vakið upp óöryggi, sem hún fann einkum fyrir á æskuárunum, vegna uppruna síns. Hún hafi jafnframt fljótlega farið að trúa því sem stóð í skilaboðunum, sem flest beindust að útliti hennar og kynþætti. „Orð þeirra renndu stoðum undir orðræðu sem ég hafði heyrt alla ævi: að ég tilheyrði „hinum“, að ég ætti hvergi heima, að ég væri ekki nógu góð, aðeins vegna þess að ég var ekki eins og þau. Og ég átta mig á því núna að sú tilfinning var, og er, skömm,“ skrifar Tran.Kelly Marie Tran í hlutverki Rose Tico í kvikmyndinni The Last Jedi.Vísir/AFPHún segir þetta viðhorf vestræns samfélags gera það að verkum að fólk af erlendum uppruna „eyði menningu sinni“, og það harmar hún mjög. „Ég byrjaði að kenna sjálfri mér um það. Ég hugsaði, „Æ, kannski ef ég væri grennri“ eða „Kannski ef ég safnaði hári“ og, hið allra versta, „Kannski ef ég væri ekki asísk“.“ Tran lýkur þó pistlinum með því að líta björtum augum fram á veginn og segist ætla að vinna hörðum höndum að því að gera samfélagið hliðhollara jaðarhópum. „Þið þekkið mig kannski sem Kelly. Ég er fyrsta konan sem ekki tilheyrir hinum hvíta meirihluta [e. woman of color] sem leikur aðalhlutverk í Stjörnustríðsmynd. Ég sat fyrir á forsíðu Vanity Fair fyrst asískra kvenna. Skírnarnafn mitt er Loan. Og ég er rétt að byrja.“ Pistil Tran má lesa í heild hér.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Búist við að jakki Harrison Ford seljist á 140 milljónir Jakki sem Harrison Ford klæddist árið 1980 við gerð Stjörnustríðsmyndar mun seljast á 140 milljónir á uppboði. 1. ágúst 2018 23:00 Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09 Leikstjóri The Last Jedi eyðir 20 þúsund gömlum tístum og vekur upp samsæriskenningar Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. 26. júlí 2018 22:48 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Búist við að jakki Harrison Ford seljist á 140 milljónir Jakki sem Harrison Ford klæddist árið 1980 við gerð Stjörnustríðsmyndar mun seljast á 140 milljónir á uppboði. 1. ágúst 2018 23:00
Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09
Leikstjóri The Last Jedi eyðir 20 þúsund gömlum tístum og vekur upp samsæriskenningar Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. 26. júlí 2018 22:48