83% íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldust undir ásettu verði Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2019 08:04 Íslenski fasteignamarkaðurinn einkennist nú af byggingu nýrra íbúða. Vísir/vilhelm 154% aukning varð í skráningu nýrra íbúða til sölu á öllu síðasta ári samanborið við árið 2017. Þá voru 1.880 íbúðir settar á sölu í janúar sem er einnig mesta framboð íbúða sem mælst hefur á einum mánuði á undanförnum sex árum. Einnig seldust 83% íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir ásettu verði í janúar. Þetta kemur fram í skýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir mars 2019. Íslenski fasteignamarkaðurinn einkennist nú af byggingu nýrra íbúða. Sést þetta meðal annars á fjölgun þeirra á skrám fasteignasala eða 362 íbúðir yfir landið allt. Aðeins einu sinni frá árinu 2013 hafa fleiri nýbyggingar verið settar á sölu í stökum mánuði.Hlutfall íbúðaviðskipta yfir ásettu verði sögulega lágt Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði hefur ekki mælst jafnlágt síðan í byrjun árs 2013. Aðeins 4% íbúðaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu í janúar áttu sér stað yfir ásettu verði. 14% íbúða seldust á ásettu verði og 83% undir ásettu verði. Í janúar var alls 756 leigusamningum þinglýst hér á landi sem er 16% fjölgun frá sama mánuði í fyrra. Flestum leigusamningum utan höfuðborgarsvæðisins var þinglýst á Suðurnesjum. Þar voru þeir alls 78 talsins sem samsvarar 18% fjölgun frá fyrra ári. Mesta fjölgun íbúða síðan 2008 Íbúðum á landinu öllu fjölgaði um 2.400 í fyrra og eru þær nú 140.600 talsins. Til samanburðar fjölgaði íbúðum um 1.800 árið 2017. Um er að ræða mestu árlegu fjölgun íbúða síðan 2008. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði íbúðum um 542. Utan höfuðborgarsvæðisins varð mesta fjölgunin í Reykjanesbæ þar sem 227 íbúðir bættust við. 7% aukning greiddra húsnæðisbóta milli mánaða í janúar Húsnæðisbætur eru mikilvægur stuðningur við tekjulága á leigumarkaði. Heildarfjárhæð greiddra húsnæðisbóta í janúar var tæplega 530 milljónir kr. sem samsvarar 7% aukningu frá því í desember þegar 496 milljónir kr. voru greiddar út. Hækkunin skýrist meðal annars af því að félags- og barnamálaráðherra staðfesti breytingu á reglugerð nr. 1200/2016 um húsnæðisbætur sem hækkaði frítekjumörk húsnæðisbóta frá og með 1. janúar 2019. Skýrsluna má lesa í heild sinni hér. Húsnæðismál Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
154% aukning varð í skráningu nýrra íbúða til sölu á öllu síðasta ári samanborið við árið 2017. Þá voru 1.880 íbúðir settar á sölu í janúar sem er einnig mesta framboð íbúða sem mælst hefur á einum mánuði á undanförnum sex árum. Einnig seldust 83% íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir ásettu verði í janúar. Þetta kemur fram í skýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir mars 2019. Íslenski fasteignamarkaðurinn einkennist nú af byggingu nýrra íbúða. Sést þetta meðal annars á fjölgun þeirra á skrám fasteignasala eða 362 íbúðir yfir landið allt. Aðeins einu sinni frá árinu 2013 hafa fleiri nýbyggingar verið settar á sölu í stökum mánuði.Hlutfall íbúðaviðskipta yfir ásettu verði sögulega lágt Hlutfall íbúða sem seljast yfir ásettu verði hefur ekki mælst jafnlágt síðan í byrjun árs 2013. Aðeins 4% íbúðaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu í janúar áttu sér stað yfir ásettu verði. 14% íbúða seldust á ásettu verði og 83% undir ásettu verði. Í janúar var alls 756 leigusamningum þinglýst hér á landi sem er 16% fjölgun frá sama mánuði í fyrra. Flestum leigusamningum utan höfuðborgarsvæðisins var þinglýst á Suðurnesjum. Þar voru þeir alls 78 talsins sem samsvarar 18% fjölgun frá fyrra ári. Mesta fjölgun íbúða síðan 2008 Íbúðum á landinu öllu fjölgaði um 2.400 í fyrra og eru þær nú 140.600 talsins. Til samanburðar fjölgaði íbúðum um 1.800 árið 2017. Um er að ræða mestu árlegu fjölgun íbúða síðan 2008. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði íbúðum um 542. Utan höfuðborgarsvæðisins varð mesta fjölgunin í Reykjanesbæ þar sem 227 íbúðir bættust við. 7% aukning greiddra húsnæðisbóta milli mánaða í janúar Húsnæðisbætur eru mikilvægur stuðningur við tekjulága á leigumarkaði. Heildarfjárhæð greiddra húsnæðisbóta í janúar var tæplega 530 milljónir kr. sem samsvarar 7% aukningu frá því í desember þegar 496 milljónir kr. voru greiddar út. Hækkunin skýrist meðal annars af því að félags- og barnamálaráðherra staðfesti breytingu á reglugerð nr. 1200/2016 um húsnæðisbætur sem hækkaði frítekjumörk húsnæðisbóta frá og með 1. janúar 2019. Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.
Húsnæðismál Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent