Jóna María skellir í lás í Bæjarlindinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2020 07:35 Jóna María hefur verið liðtæk á samfélagsmiðlum verslunar sinnar og klæddist gjarnan eigin hönnun og vörum - og birti á Facebook, líkt og sjá má hér til vinstri. Samsett/Jóna María Design/ja.is Hönnunar- og fataverslunin Jóna María í Bæjarlind hættir á næstu vikum eftir rekstur í nær áratug. Eigandi verslunarinnar, Jóna María Norðdahl, greindi frá þessu á Facebook í gær og segir jafnframt frá tímamótunum í samtali við Fréttablaðið í morgun. „Núna er lokaútsala Jónu Maríu fatamerkisins, verslunin hættir. Það verður engin vefverslun, Jóna María-fatamerkið hættir. Mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir viðskiptin á síðastliðnum fimm árum,“ segir Jóna María í myndbandi sem hún birti á Facebook-síðu verslunarinnar. Hún segir vegferð sína sem verslunareigandi og hönnuður hafa verið ævintýri. Hún hóf fyrst rekstur árið 2005 og framleiddi þá fylgihluti og handgert skart fyrir erlenda ferðamenn. Þá opnaði hún verslun sína fyrst á Laugavegi, flutti þaðan í Akralind í Kópavogi og loks í Bæjarlind, þar sem hún stóð í fimm ár. „Þetta er búið að vera mér ómetanlegt að hafa fengið að hanna fyrir ykkur, fallegu konur, og ég vona að þið hafið verið að njóta. Af því að alltaf þegar ég er að hanna þá hugsa ég um að ykkur líði vel […], að ykkur finnist þið fallegar og himneskar, sem þið eruð,“ segir Jóna María við fylgjendur sína og viðskiptavini. Jóna María segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi hannað, framleitt og selt yfir 11 þúsund flíkur á ári. Ævintýrið sé hins vegar nú á enda, m.a. vegna breyttra kauphátta Íslendinga og hækkandi launa- og leigukostnaðar. „Það er margt sem spilar inn í þegar það er íslensk hönnun og framleiðsla, sem er að verða nánast útdauð.“ Jóna María gerir ráð fyrir að versluninni verði lokað þegar útsölu sem nú stendur yfir lýkur, að öllum líkindum eftir rúmar tvær vikur. Kópavogur Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Hönnunar- og fataverslunin Jóna María í Bæjarlind hættir á næstu vikum eftir rekstur í nær áratug. Eigandi verslunarinnar, Jóna María Norðdahl, greindi frá þessu á Facebook í gær og segir jafnframt frá tímamótunum í samtali við Fréttablaðið í morgun. „Núna er lokaútsala Jónu Maríu fatamerkisins, verslunin hættir. Það verður engin vefverslun, Jóna María-fatamerkið hættir. Mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir viðskiptin á síðastliðnum fimm árum,“ segir Jóna María í myndbandi sem hún birti á Facebook-síðu verslunarinnar. Hún segir vegferð sína sem verslunareigandi og hönnuður hafa verið ævintýri. Hún hóf fyrst rekstur árið 2005 og framleiddi þá fylgihluti og handgert skart fyrir erlenda ferðamenn. Þá opnaði hún verslun sína fyrst á Laugavegi, flutti þaðan í Akralind í Kópavogi og loks í Bæjarlind, þar sem hún stóð í fimm ár. „Þetta er búið að vera mér ómetanlegt að hafa fengið að hanna fyrir ykkur, fallegu konur, og ég vona að þið hafið verið að njóta. Af því að alltaf þegar ég er að hanna þá hugsa ég um að ykkur líði vel […], að ykkur finnist þið fallegar og himneskar, sem þið eruð,“ segir Jóna María við fylgjendur sína og viðskiptavini. Jóna María segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi hannað, framleitt og selt yfir 11 þúsund flíkur á ári. Ævintýrið sé hins vegar nú á enda, m.a. vegna breyttra kauphátta Íslendinga og hækkandi launa- og leigukostnaðar. „Það er margt sem spilar inn í þegar það er íslensk hönnun og framleiðsla, sem er að verða nánast útdauð.“ Jóna María gerir ráð fyrir að versluninni verði lokað þegar útsölu sem nú stendur yfir lýkur, að öllum líkindum eftir rúmar tvær vikur.
Kópavogur Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent