Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Jóhann Óli EIðsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um dóm Hæstaréttar en samkvæmt honum verður hinni umdeildu norðaustur/suðvestur flugbraut lokað. Rætt verður við Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra, og Dag B. Eggertsson, borgarstjóra í Reykjavík.

Í fréttunum verður einnig fjallað um mál flugumferðarstjóra en ekkert flug verður um Reykjavíkurflugvöll í nótt vegna veikinda flugumferðarstjóra, degi eftir að stjórnvöld bönnuðu allar aðgerðir þeirra í kjaradeilunni við ISAVIA.

Einnig verður fjallað um laxveiði sem fer vel af stað en fjármálafyrirtækin eru farin að sækja í laxveiði á ný. Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×