Hlutverk Íslenskra orkurannsókna, ÍSOR Ólafur G. Flóvenz skrifar 15. desember 2015 07:00 Í nýlegri grein í Fréttablaðinu kvartar Gunnlaugur H. Jónsson yfir því að stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita sé óljós. Það er mér ljúft og skylt að skýra hlutverk ÍSOR og stefnu í nýtingu jarðhita. ÍSOR er rannsóknastofnun á sviði náttúrufars, orku- og auðlindamála í eigu íslenska ríkisins. ÍSOR fær þó engin fjárframlög frá ríkinu, en vinnur öll sín verk samkvæmt verksamningum við fyrirtæki og stofnanir víða um heim. Jarðhitarannsóknir og ráðgjöf eru kjarnastarfsemi ÍSOR sem auk þess sinnir ýmiss konar verkefnum á sviði grunnvatns, umhverfismála, jarðfræðikortlagningar, hafsbotnsrannsókna og mannvirkjajarðfræði. Starfsemin byggist á þekkingu sem fengin er með rannsóknum, öflun gagna og þróun tækni og aðferða. ÍSOR starfar á samkeppnisforsendum með hagkvæmar lausnir og virðingu fyrir umhverfi og samfélagi að leiðarljósi. ÍSOR hefur sinnt jarðhitarannsóknum í 70 ár, framan af sem hluti af Raforkumálaskrifstofunni, síðar Orkustofnun og loks sem sjálfstæð stofnun frá árinu 2003. Lengst af hefur það verið markmið rannsóknanna að útvega landsmönnum ódýra og umhverfisvæna varmaorku til hitunar og raforkuframleiðslu. Í seinni tíð hefur áherslan færst meira yfir á jarðhitaverkefni erlendis, m.a. með kennslu og þjálfun sérfræðinga í þróunarríkjunum í jarðhitafræðum. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að beina athygli erlendra stjórnmálamanna og fjárfesta að þeim möguleikum sem fjölmörg þróunarríki hafa til orkuvinnslu úr jarðhita í stað þess að nota jarðefnaeldsneyti. Með þessu móti leggur ÍSOR nokkuð af mörkum utan Íslands í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og stuðlar að bættum hag ýmissa fátækra ríkja. ÍSOR hefur að miklu leyti lagt hinn jarðvísindalega grunn að þeirri miklu þróun sem hefur orðið í jarðhitavinnslu á Íslandi og hefur gert Ísland að einstöku landi í notkun endurnýjanlegra orkulinda. Jarðhitavinnslan á einnig ríkan þátt í þeirri velferð sem við búum við á Íslandi. Leiðin hefur þó ekki alltaf verið greið og á umliðnum áratugum hafa komið upp fjölmörg vandamál bæði við virkjun til hitunar og raforkuframleiðslu. Með þrotlausri vinnu, rannsóknum og tilraunastarfsemi hefur íslenskum jarðhitamönnum tekist að yfirvinna fjölmargar hindranir tengdar beislun jarðhitans.Flest vandamál leyst Oft hafa þó risið upp úrtölumenn sem miklað hafa fyrir sér hindranir og vandamál og viljað gefast upp. Flest vandamál í tengslum við lághitavinnslu á Íslandi hafa verið leyst, en þótt mikið hafi áunnist í þekkingu á nýtingu háhitasvæða undanfarna áratugi eru enn mörg viðfangsefni tengd henni, sem þarf að leysa. Til þess þarf rannsóknir, reynslu af nýtingu slíkra svæða og vilja til framþróunar. ÍSOR er rannsóknastofnun sem m.a. veitir viðskiptavinum sínum ráðleggingar um hvernig heppilegast er að standa að nýtingu jarðhita í ljósi rannsóknaniðurstaðna og fyrirliggjandi þekkingar. Stefna ÍSOR hefur um áratuga skeið verið að ráðleggja viðskiptavinum sínum að nýta auðlindirnar á sjálfbæran, hagkvæman og ábyrgan hátt. Það felur í sér að gætilega sé farið í sakirnar og jarðhitinn virkjaður í hæfilega stórum áföngum, fyrst og fremst til að forðast offjárfestingu sem fælist í að reisa stærri mannvirki en viðkomandi jarðhitasvæði stendur undir með sjálfbærum hætti. Eftir að reynsla hefur fengist af hverjum áfanga er hægt að meta sjálfbæra vinnslugetu af mun meiri nákvæmni en áður. Hversu stór hinn hæfilegi áfangi á að vera er breytilegt eftir aðstæðum frá einum stað til annars. Hér er einnig rétt að hafa í huga að það getur líka leitt til offjárfestingar að hafa áfangana of litla. Um það mun ég fjalla í annarri grein síðar. Sá sem ætlar að virkja jarðhita tekur endanlega ákvörðun um stærð áfanganna. Hann þarf því að meta út frá líkum á árangri og fjárhagslegri áhættu hversu stór skref skynsamlegt er taka hverju sinni. Inn í það dæmi ganga meðal annars jarðhitafræðilegar ráðleggingar ÍSOR, en einnig hagfræðilegir og þjóðfélagslegir þættir sem aðrir en ÍSOR meta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein í Fréttablaðinu kvartar Gunnlaugur H. Jónsson yfir því að stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita sé óljós. Það er mér ljúft og skylt að skýra hlutverk ÍSOR og stefnu í nýtingu jarðhita. ÍSOR er rannsóknastofnun á sviði náttúrufars, orku- og auðlindamála í eigu íslenska ríkisins. ÍSOR fær þó engin fjárframlög frá ríkinu, en vinnur öll sín verk samkvæmt verksamningum við fyrirtæki og stofnanir víða um heim. Jarðhitarannsóknir og ráðgjöf eru kjarnastarfsemi ÍSOR sem auk þess sinnir ýmiss konar verkefnum á sviði grunnvatns, umhverfismála, jarðfræðikortlagningar, hafsbotnsrannsókna og mannvirkjajarðfræði. Starfsemin byggist á þekkingu sem fengin er með rannsóknum, öflun gagna og þróun tækni og aðferða. ÍSOR starfar á samkeppnisforsendum með hagkvæmar lausnir og virðingu fyrir umhverfi og samfélagi að leiðarljósi. ÍSOR hefur sinnt jarðhitarannsóknum í 70 ár, framan af sem hluti af Raforkumálaskrifstofunni, síðar Orkustofnun og loks sem sjálfstæð stofnun frá árinu 2003. Lengst af hefur það verið markmið rannsóknanna að útvega landsmönnum ódýra og umhverfisvæna varmaorku til hitunar og raforkuframleiðslu. Í seinni tíð hefur áherslan færst meira yfir á jarðhitaverkefni erlendis, m.a. með kennslu og þjálfun sérfræðinga í þróunarríkjunum í jarðhitafræðum. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að beina athygli erlendra stjórnmálamanna og fjárfesta að þeim möguleikum sem fjölmörg þróunarríki hafa til orkuvinnslu úr jarðhita í stað þess að nota jarðefnaeldsneyti. Með þessu móti leggur ÍSOR nokkuð af mörkum utan Íslands í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og stuðlar að bættum hag ýmissa fátækra ríkja. ÍSOR hefur að miklu leyti lagt hinn jarðvísindalega grunn að þeirri miklu þróun sem hefur orðið í jarðhitavinnslu á Íslandi og hefur gert Ísland að einstöku landi í notkun endurnýjanlegra orkulinda. Jarðhitavinnslan á einnig ríkan þátt í þeirri velferð sem við búum við á Íslandi. Leiðin hefur þó ekki alltaf verið greið og á umliðnum áratugum hafa komið upp fjölmörg vandamál bæði við virkjun til hitunar og raforkuframleiðslu. Með þrotlausri vinnu, rannsóknum og tilraunastarfsemi hefur íslenskum jarðhitamönnum tekist að yfirvinna fjölmargar hindranir tengdar beislun jarðhitans.Flest vandamál leyst Oft hafa þó risið upp úrtölumenn sem miklað hafa fyrir sér hindranir og vandamál og viljað gefast upp. Flest vandamál í tengslum við lághitavinnslu á Íslandi hafa verið leyst, en þótt mikið hafi áunnist í þekkingu á nýtingu háhitasvæða undanfarna áratugi eru enn mörg viðfangsefni tengd henni, sem þarf að leysa. Til þess þarf rannsóknir, reynslu af nýtingu slíkra svæða og vilja til framþróunar. ÍSOR er rannsóknastofnun sem m.a. veitir viðskiptavinum sínum ráðleggingar um hvernig heppilegast er að standa að nýtingu jarðhita í ljósi rannsóknaniðurstaðna og fyrirliggjandi þekkingar. Stefna ÍSOR hefur um áratuga skeið verið að ráðleggja viðskiptavinum sínum að nýta auðlindirnar á sjálfbæran, hagkvæman og ábyrgan hátt. Það felur í sér að gætilega sé farið í sakirnar og jarðhitinn virkjaður í hæfilega stórum áföngum, fyrst og fremst til að forðast offjárfestingu sem fælist í að reisa stærri mannvirki en viðkomandi jarðhitasvæði stendur undir með sjálfbærum hætti. Eftir að reynsla hefur fengist af hverjum áfanga er hægt að meta sjálfbæra vinnslugetu af mun meiri nákvæmni en áður. Hversu stór hinn hæfilegi áfangi á að vera er breytilegt eftir aðstæðum frá einum stað til annars. Hér er einnig rétt að hafa í huga að það getur líka leitt til offjárfestingar að hafa áfangana of litla. Um það mun ég fjalla í annarri grein síðar. Sá sem ætlar að virkja jarðhita tekur endanlega ákvörðun um stærð áfanganna. Hann þarf því að meta út frá líkum á árangri og fjárhagslegri áhættu hversu stór skref skynsamlegt er taka hverju sinni. Inn í það dæmi ganga meðal annars jarðhitafræðilegar ráðleggingar ÍSOR, en einnig hagfræðilegir og þjóðfélagslegir þættir sem aðrir en ÍSOR meta.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar