Martin tilbúinn að klára tímabilið: „Langar að verða þýskur meistari“ Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 18:00 Martin Hermannsson hefur verið á Íslandi síðustu vikurnar en gæti verið á leið aftur til Þýskalands í maí. MYND/STÖÐ 2 SPORT Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson segist gjarnan vilja byrja að spila körfubolta aftur og líst ágætlega á þær hugmyndir sem uppi eru um að klára tímabilið í Þýskalandi fyrir lok júní. Forráðamenn félaganna í efstu deild Þýskalands hafa ákveðið að blása af deildarkeppnina og freista þess að halda tíu liða úrslitakeppni á þremur vikum, á einum og sama leikstað sem tilkynna á um næsta mánudag. Það er því útlit fyrir að Martin og félagar í Alba Berlín, sem urðu bikarmeistarar í vetur, fái tækifæri til að berjast um þýska meistaratitilinn þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Hins vegar hefur þýska deildin tekið skýrt fram að heilsa leikmanna og þjálfara verði sett í forgang. Í Sportinu í dag sagðist Martin varla hafa vitað við hverju hann ætti að búast síðustu vikur, og um tíma reiknað með að tímabilinu væri lokið, en hann hefur dvalið hér á landi. „Mann langar mikið að fara í körfubolta aftur en ég veit ekki alveg hvernig hugarfarið er hjá mér. Ég var bjartsýnn þegar ég kom fyrst hingað heim á að ég væri að fara aftur út [að spila]. Svo var handboltanum slúttað í Þýskalandi þannig að þá fór maður að kúpla sig út, en svo núna allt í einu er aftur kominn einhver fílingur fyrir því að þetta sé að fara að gerast. Ég er bara í einhverju móki, reyni að halda mér við og sjá hvað verða vill,“ segir Martin. Samningur hans við Alba Berlín er að renna út. „Ég er með samning fram í júní. Nýjasta tillagan var að við áttum að fá 80% borgað ef að ekki yrði meira spilað, en 85% ef að það yrði spilað. Þetta skiptir því ekki miklu máli fyrir mig,“ segir Martin og bætir við að lausn verði fundin á því ef hann þurfi að spila fram yfir samningstíma sinn: „Þetta yrðu einhverjar samningaviðræður sem að umboðsmaðurinn minn færi í en ég er alveg til í að fara út og spila körfubolta. Það væri gaman að láta reyna á þetta og mig langar til að verða þýskur meistari. Ef að það gengur upp þá væri þetta fullkomið tímabil, þannig séð,“ segir Martin sem auk þess að verða þýskur bikarmeistari hefur látið mikið til sín taka í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu, í vetur. Klippa: Sportið í dag - Martin um framhaldið í þýska körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Körfubolti Tengdar fréttir Martin á leið í tíu liða úrslitakeppni Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín munu spila í tíu liða úrslitakeppni í Þýskalandi sem ljúka á fyrir 30. júní, ef áætlanir ganga eftir. 27. apríl 2020 18:00 Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. 9. apríl 2020 14:00 Langar að sjá í hversu gott lið ég gæti komist Besti körfuboltamaður landsins, Martin Hermannsson, kom til landsins í fyrradag og fór beint í sóttkví. Samningur hans við Alba Berlín rennur út í sumar. 19. mars 2020 19:00 Martin sló met Jóns Arnórs í sárgrætilegu tapi Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín fengu þriggja stiga körfu í andlitið fjórum sekúndum fyrir leikslok og töpuðu 73-72 gegn Baskonia á Spáni í kvöld í EuroLeague. Martin setti engu að síður íslenskt met í leiknum. 6. mars 2020 21:05 „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson segist gjarnan vilja byrja að spila körfubolta aftur og líst ágætlega á þær hugmyndir sem uppi eru um að klára tímabilið í Þýskalandi fyrir lok júní. Forráðamenn félaganna í efstu deild Þýskalands hafa ákveðið að blása af deildarkeppnina og freista þess að halda tíu liða úrslitakeppni á þremur vikum, á einum og sama leikstað sem tilkynna á um næsta mánudag. Það er því útlit fyrir að Martin og félagar í Alba Berlín, sem urðu bikarmeistarar í vetur, fái tækifæri til að berjast um þýska meistaratitilinn þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Hins vegar hefur þýska deildin tekið skýrt fram að heilsa leikmanna og þjálfara verði sett í forgang. Í Sportinu í dag sagðist Martin varla hafa vitað við hverju hann ætti að búast síðustu vikur, og um tíma reiknað með að tímabilinu væri lokið, en hann hefur dvalið hér á landi. „Mann langar mikið að fara í körfubolta aftur en ég veit ekki alveg hvernig hugarfarið er hjá mér. Ég var bjartsýnn þegar ég kom fyrst hingað heim á að ég væri að fara aftur út [að spila]. Svo var handboltanum slúttað í Þýskalandi þannig að þá fór maður að kúpla sig út, en svo núna allt í einu er aftur kominn einhver fílingur fyrir því að þetta sé að fara að gerast. Ég er bara í einhverju móki, reyni að halda mér við og sjá hvað verða vill,“ segir Martin. Samningur hans við Alba Berlín er að renna út. „Ég er með samning fram í júní. Nýjasta tillagan var að við áttum að fá 80% borgað ef að ekki yrði meira spilað, en 85% ef að það yrði spilað. Þetta skiptir því ekki miklu máli fyrir mig,“ segir Martin og bætir við að lausn verði fundin á því ef hann þurfi að spila fram yfir samningstíma sinn: „Þetta yrðu einhverjar samningaviðræður sem að umboðsmaðurinn minn færi í en ég er alveg til í að fara út og spila körfubolta. Það væri gaman að láta reyna á þetta og mig langar til að verða þýskur meistari. Ef að það gengur upp þá væri þetta fullkomið tímabil, þannig séð,“ segir Martin sem auk þess að verða þýskur bikarmeistari hefur látið mikið til sín taka í EuroLeague, sterkustu félagsliðakeppni Evrópu, í vetur. Klippa: Sportið í dag - Martin um framhaldið í þýska körfuboltanum Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Körfubolti Tengdar fréttir Martin á leið í tíu liða úrslitakeppni Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín munu spila í tíu liða úrslitakeppni í Þýskalandi sem ljúka á fyrir 30. júní, ef áætlanir ganga eftir. 27. apríl 2020 18:00 Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. 9. apríl 2020 14:00 Langar að sjá í hversu gott lið ég gæti komist Besti körfuboltamaður landsins, Martin Hermannsson, kom til landsins í fyrradag og fór beint í sóttkví. Samningur hans við Alba Berlín rennur út í sumar. 19. mars 2020 19:00 Martin sló met Jóns Arnórs í sárgrætilegu tapi Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín fengu þriggja stiga körfu í andlitið fjórum sekúndum fyrir leikslok og töpuðu 73-72 gegn Baskonia á Spáni í kvöld í EuroLeague. Martin setti engu að síður íslenskt met í leiknum. 6. mars 2020 21:05 „Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Martin á leið í tíu liða úrslitakeppni Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín munu spila í tíu liða úrslitakeppni í Þýskalandi sem ljúka á fyrir 30. júní, ef áætlanir ganga eftir. 27. apríl 2020 18:00
Martin stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlín í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague, stefnir á að reyna fyrir sér í NBA-deildinni en samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar. 9. apríl 2020 14:00
Langar að sjá í hversu gott lið ég gæti komist Besti körfuboltamaður landsins, Martin Hermannsson, kom til landsins í fyrradag og fór beint í sóttkví. Samningur hans við Alba Berlín rennur út í sumar. 19. mars 2020 19:00
Martin sló met Jóns Arnórs í sárgrætilegu tapi Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín fengu þriggja stiga körfu í andlitið fjórum sekúndum fyrir leikslok og töpuðu 73-72 gegn Baskonia á Spáni í kvöld í EuroLeague. Martin setti engu að síður íslenskt met í leiknum. 6. mars 2020 21:05
„Nú fékk maður loksins að syngja með „We Are the Champions““ Martin Hermannsson varð þýskur bikarmeistari með Alba Berlin á sunnudaginn. Hann var stigahæstur í liði Alba Berlin í bikarúrslitaleiknum. 18. febrúar 2020 09:00