Enski boltinn

Hernandez grét af gleði er hann heyrði af áhuga Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mexíkóinn Javier Hernandez hefur viðurkennt að hafa grátið þegar hann komst að því að Man. Utd hefði áhuga á sér. Hann var síðan keyptur til félagsins síðasta sumar eins og öllum ætti að vera kunnugt.

Framherjinn ungi hefur slegið í gegn á Old Trafford og er orðinn uppáhald margra stuðningsmanna félagsins.

"Jim Lawlor, yfirnjósnari United, talaði við mig fyrir ári síðan. Hann hafði verið að horfa á mig spila með Chivas og sagði mér frá því að United hefði áhuga. Ég varð strax mjög spenntur," sagði Hernandez.

"Hann hafði áður talað við föður minn og þegar pabbi sagði mér fréttirnar þá grét ég af gleði. Ég hreinlega trúði þessu ekki. Það var minn draumur sem barn að spila fyrir besta liðið i Mexíkó og fara síðan til Evrópu. Það var því ótrúlegt að heyra af áhuga Man. Utd."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×