Fyrsti rafbíll Mini Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. janúar 2020 07:00 MINI Cooper SE á ferð. Vísir/BMWGroup MINI Cooper SE er framdrifinn, þriggja dyra borgarbíll með 184 hestafla rafmótor sem skilar honum á rúmum sjö sekúndum úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Rafhlaðan er 33 kW sem skilar 270 Nm togi og er drægi bílsins um 233 km samkvæmt mælistaðlinum WLTP. MINI Cooper SE nýtur fjölmargra tæknilausna og reynslu frá móðurfyrirtækinu BMW. Í umsögnum bílablaðamanna er bíllinn jafnvel talinn enn skemmtilegri í akstri en spegilmyndin, Cooper S. Þyngdarpunkturinn er lægri en í S-útgáfunni vegna rafhlöðunnar sem staðsett er neðst í undirvagninum. MINI SE er fáanlegur í þremur útfærslum; S, M og L og er grunnverðið frá 3.980.000 krónum. Grunnútgáfan S er vel búin staðalbúnaði á borð við regnskynjara, 6,5“ snertiskjá, fjarlægðarskynjara að aftan, rafdrifna og upphitaða hliðarspegla, LED ljós að framan og aftan og einnig í stöðu- og aðkomuljósum (Follow me home) svo fátt eitt sé nefnt. Í dýrari gerðunum M og L er m.a. að finna búnað á borð við íslenskt leiðsögukerfi, stærri álfelgur, akstursaðstoðarkerfi, bakkmyndavél og sjálfvirkni sem leggur bílnum í stæði. MINI Cooper SE settur í hleðslu.Vísir/BMWGroup Allar gerðir MINI SE eru búnar fjórum mismunandi akstursstillingum; Sport, Mid, Green og Green+ sem gera ökumanni kleift að stjórna nýtingu orku frá rafhlöðunni og annað hvort auka drægi bílsins með því að spara orku eða njóta aksturseiginleikanna til hins ítrasta með aukinni orkunotkun í Sportstillingunni. Allar nánari upplýsingar um nýjan rafdrifinn MINI Cooper SE má nálgast á vefsíðunni mini.is hjá BL. Bílar Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent
MINI Cooper SE er framdrifinn, þriggja dyra borgarbíll með 184 hestafla rafmótor sem skilar honum á rúmum sjö sekúndum úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Rafhlaðan er 33 kW sem skilar 270 Nm togi og er drægi bílsins um 233 km samkvæmt mælistaðlinum WLTP. MINI Cooper SE nýtur fjölmargra tæknilausna og reynslu frá móðurfyrirtækinu BMW. Í umsögnum bílablaðamanna er bíllinn jafnvel talinn enn skemmtilegri í akstri en spegilmyndin, Cooper S. Þyngdarpunkturinn er lægri en í S-útgáfunni vegna rafhlöðunnar sem staðsett er neðst í undirvagninum. MINI SE er fáanlegur í þremur útfærslum; S, M og L og er grunnverðið frá 3.980.000 krónum. Grunnútgáfan S er vel búin staðalbúnaði á borð við regnskynjara, 6,5“ snertiskjá, fjarlægðarskynjara að aftan, rafdrifna og upphitaða hliðarspegla, LED ljós að framan og aftan og einnig í stöðu- og aðkomuljósum (Follow me home) svo fátt eitt sé nefnt. Í dýrari gerðunum M og L er m.a. að finna búnað á borð við íslenskt leiðsögukerfi, stærri álfelgur, akstursaðstoðarkerfi, bakkmyndavél og sjálfvirkni sem leggur bílnum í stæði. MINI Cooper SE settur í hleðslu.Vísir/BMWGroup Allar gerðir MINI SE eru búnar fjórum mismunandi akstursstillingum; Sport, Mid, Green og Green+ sem gera ökumanni kleift að stjórna nýtingu orku frá rafhlöðunni og annað hvort auka drægi bílsins með því að spara orku eða njóta aksturseiginleikanna til hins ítrasta með aukinni orkunotkun í Sportstillingunni. Allar nánari upplýsingar um nýjan rafdrifinn MINI Cooper SE má nálgast á vefsíðunni mini.is hjá BL.
Bílar Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent