Lífið

Daniel Radcliffe galdramaður í miðasölu

Daniel Radcliffe
(1,3 milljarðar)
Þrátt fyrir að hafa aðeins leikið í einni mynd á árinu trónir Daniel Radcliffe á toppi listans. Harry Potter-gengið samanstendur auðvitað af þremur leikurum, Radcliffe, Emmu Watson og Ron Weasley, en engum sem séð hefur síðustu Potter-myndina dylst að þetta er myndin hans Radcliffe; hann er nánast í hverri einustu senu.
Daniel Radcliffe (1,3 milljarðar) Þrátt fyrir að hafa aðeins leikið í einni mynd á árinu trónir Daniel Radcliffe á toppi listans. Harry Potter-gengið samanstendur auðvitað af þremur leikurum, Radcliffe, Emmu Watson og Ron Weasley, en engum sem séð hefur síðustu Potter-myndina dylst að þetta er myndin hans Radcliffe; hann er nánast í hverri einustu senu. Nordic Photos/getty
Bandaríska fjármálatímaritið Forbes hefur tekið saman lista yfir þá leikara sem trekktu hvað mest að í bíó, hvað peninga varðaði. Fáum kemur á óvart að þar skuli Daniel Radcliffe, sjálfur Harry Potter, tróna á toppnum.

Forbes skoðaði þær kvikmyndir sem voru vinsælastar á árinu og hvaða leikarar báru þær uppi. Og komust þá að þessari, nánast eðlilegu, niðurstöðu að Daniel Radcliffe væri sá leikari sem skilaði besta búinu í Hollywood þetta árið. Radcliffe og LaBeouf verða hins vegar eflaust báðir víðsfjarri þegar árið 2012 verður gert upp, Harry Potter hefur sagt sitt síðasta og LaBeouf vill ekki leika oftar í Transformers. Forbes telur því líklegt að Tom Cruise og Daniel Craig muni taka sér sæti í efri lögum listans; Cruise muni njóta góðs af Mission Impossible-æðinu sem mun ganga yfir heiminn og Craig verður hvorki slyppur né snauður þegar Karlar sem hata konur og Skyfall hafa verið gerðar upp.

Athygli vekur að Forbes velur þrjár stjörnur í fimmtu Fast and the Furious-myndinni, þá Paul Walker, Vin Diesel og Dwayne Johnson. Þá eru tveir leikarar úr annarri Hangover-myndinni á listanum og jafnmargir úr síðustu Twilight-mynd, Breaking Dawn. freyrgigja@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.