Lífið

Stern fer í dómarasætið

Howard Stern verður dómari í bandarísku þáttunum America´s Got Talent.
Howard Stern verður dómari í bandarísku þáttunum America´s Got Talent.
Útvarpsmaðurinn umdeildi Howard Stern tekur við af Piers Morgan sem dómari í bandarísku hæfileikaþáttunum America"s Got Talent. Hinn 57 ára Stern stjórnar útvarpsþætti á stöðinni Sirius XM. Hann gengur núna til liðs við þau Howie Mandel og Sharon Osbourne sem hafa dæmt í þáttunum við hlið Morgans. Stern er þekktur fyrir að segja skoðanir sínar umbúðalaust og hefur margoft komið sér í vanda vegna þess. Hann segist búast við því að eiga eftir að særa einhverja í þáttunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.