Lífið

Vill reka Love úr íbúð

Svo getur farið að Courtney Love verði rekin að heiman á næstunni.
Svo getur farið að Courtney Love verði rekin að heiman á næstunni.
Rokkekkjan Courtney Love á það á hættu að vera rekin út af heimili sínu í New York. Konan sem hefur leigt henni íbúðina síðastliðna tíu mánuði er orðin langþreytt á Love og segir hana hafa eyðilagt íbúðina. Hún heldur því einnig fram að söngkonan skuldi henni fúlgur fjár í leigu. Málið verður flutt fyrir dómstólum á Manhattan 21. desember. Að sögn leigjandans stóð það skýrt í leigusamningnum að ekki mætti breyta neinu innanhúss en Love lét það sem vind um eyru þjóta og setti þar upp veggfóður og málaði allt upp á nýtt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.