Seinni bylgjan: Snorra Stein dreymir um þjálfa landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2020 14:00 Snorri Steinn hefur þjálfað Val síðan 2017. Ekki er langt síðan hann skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið. vísir/bára Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari deildarmeistara Vals, var valinn þjálfari ársins í Olís-deild karla í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Valsmenn byrjuðu mótið afar illa og töpuðu fjórum af fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deildinni. Snorri segir að andvökunæturnar hafi verið nokkrar á þeim tíma og hann hafi fengið hjálp við að snúa gengi Vals við. Hann vill ná langt í þjálfun og dreymir um að þjálfa íslenska landsliðið einn daginn. „Eins og margoft hefur komið fram var byrjunin á tímabilinu erfið, þung og leiðinleg. Það þurfti töluvert til að snúa við blaðinu. Ég hef hrósað strákunum því þeir sneru blaðinu við. Það varð ákveðin hugarfarsbreyting. Við þurftum ekki að umturna neinu. Byrjunin var léleg en það var ekkert allt í skrúfunni,“ sagði Snorri en þrjú af fjórum töpum Vals í byrjun tímabils voru með einu marki. „Ég er ekkert feiminn að viðurkenna að auðvitað efaðist maður. Þegar það gengur illa er eðlilegt að spyrja sjálfan sig. Kannski það fyrsta sem þú þarft að gera sem þjálfari er að líta í eigin barm. Klárlega var eitthvað sem við vorum ekki að gera upp á tíu og það voru margir klukkutímar í svona vangaveltur og nokkrar nætur.“ Eftirminnilegur krísufundur með Degi Snorri var ófeiminn að leita hjálpar þegar sem verst gekk hjá Val í byrjun tímabilsins. „Þegar þú tapar nokkrum leikjum í röð og ert í fallsæti má alveg kalla það krísufundi. Ég leitaði mér líka aðstoðar. Ég er með Óskar Bjarna [Óskarsson] sem er stórkostlegur og fleiri góða menn sem ég leitaði til og komu á fundi,“ sagði Snorri. „Pabbi hans Agnars Smára [Jón Halldórsson] er frábær og hefur reynst mér vel og þjálfaði mig þegar ég leit út eins og geimvera. Ég leita enn til hans. Svo fékk ég Dag Sigurðsson eftirminnilega á einn krísufund. Við töpuðum held ég bara einum leik eftir það.“ Gæti verið að þjálfa erlendis Snorri hefur mikinn metnað í þjálfun og stefnir á að ná langt á því sviði. Hann er þó ekkert að flýta sér aftur erlendis. „Mér líður rosalega vel á Íslandi. Ég var einhver fimmtán ár erlendis og það var komið nóg af því. Ég hef alveg fengið einhverjar fyrirspurnir og gæti hafa verið farinn út að þjálfa. En hugurinn er ekki þar eins og er. Mig langar að prófa mig á stóru sviði en eins og staðan er í dag er ég ekkert að velta því fyrir mér og það er þægilegt,“ sagði Snorri sem neitar því ekki að hann hefði áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. „Já, það er klárlega draumur að þjálfa landsliðið. Það er alls ekkert leyndarmál. Tíminn með landsliðinu var ómetanlegur og mér þykir mjög vænt um það.“ Klippa: Seinni bylgjan - Snorri Steinn besti þjálfarinn Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari deildarmeistara Vals, var valinn þjálfari ársins í Olís-deild karla í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Valsmenn byrjuðu mótið afar illa og töpuðu fjórum af fyrstu sex leikjum sínum í Olís-deildinni. Snorri segir að andvökunæturnar hafi verið nokkrar á þeim tíma og hann hafi fengið hjálp við að snúa gengi Vals við. Hann vill ná langt í þjálfun og dreymir um að þjálfa íslenska landsliðið einn daginn. „Eins og margoft hefur komið fram var byrjunin á tímabilinu erfið, þung og leiðinleg. Það þurfti töluvert til að snúa við blaðinu. Ég hef hrósað strákunum því þeir sneru blaðinu við. Það varð ákveðin hugarfarsbreyting. Við þurftum ekki að umturna neinu. Byrjunin var léleg en það var ekkert allt í skrúfunni,“ sagði Snorri en þrjú af fjórum töpum Vals í byrjun tímabils voru með einu marki. „Ég er ekkert feiminn að viðurkenna að auðvitað efaðist maður. Þegar það gengur illa er eðlilegt að spyrja sjálfan sig. Kannski það fyrsta sem þú þarft að gera sem þjálfari er að líta í eigin barm. Klárlega var eitthvað sem við vorum ekki að gera upp á tíu og það voru margir klukkutímar í svona vangaveltur og nokkrar nætur.“ Eftirminnilegur krísufundur með Degi Snorri var ófeiminn að leita hjálpar þegar sem verst gekk hjá Val í byrjun tímabilsins. „Þegar þú tapar nokkrum leikjum í röð og ert í fallsæti má alveg kalla það krísufundi. Ég leitaði mér líka aðstoðar. Ég er með Óskar Bjarna [Óskarsson] sem er stórkostlegur og fleiri góða menn sem ég leitaði til og komu á fundi,“ sagði Snorri. „Pabbi hans Agnars Smára [Jón Halldórsson] er frábær og hefur reynst mér vel og þjálfaði mig þegar ég leit út eins og geimvera. Ég leita enn til hans. Svo fékk ég Dag Sigurðsson eftirminnilega á einn krísufund. Við töpuðum held ég bara einum leik eftir það.“ Gæti verið að þjálfa erlendis Snorri hefur mikinn metnað í þjálfun og stefnir á að ná langt á því sviði. Hann er þó ekkert að flýta sér aftur erlendis. „Mér líður rosalega vel á Íslandi. Ég var einhver fimmtán ár erlendis og það var komið nóg af því. Ég hef alveg fengið einhverjar fyrirspurnir og gæti hafa verið farinn út að þjálfa. En hugurinn er ekki þar eins og er. Mig langar að prófa mig á stóru sviði en eins og staðan er í dag er ég ekkert að velta því fyrir mér og það er þægilegt,“ sagði Snorri sem neitar því ekki að hann hefði áhuga á að þjálfa íslenska landsliðið. „Já, það er klárlega draumur að þjálfa landsliðið. Það er alls ekkert leyndarmál. Tíminn með landsliðinu var ómetanlegur og mér þykir mjög vænt um það.“ Klippa: Seinni bylgjan - Snorri Steinn besti þjálfarinn Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti