Handbolti

Noregur tapaði fyrir Tékklandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Börge Lund, til vinstri, í leik með félagsliði sínu Kiel.
Börge Lund, til vinstri, í leik með félagsliði sínu Kiel. Nordic Photos / Bongarts
Noregur tapaði í gær fyrir Tékklandi á æfingamóti í Danmörku en liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir EM í Austurríki, 33-28.

Þetta var fyrsta tap Noregs í undirbúningnum en liðið hafði til að mynda unnið Svíþjóð og Slóvakíu.

Miklu munaði um að Börge Lund lék ekki með liðinu vegna meiðsla en hann er að glíma við meiðsli í öxl. Forráðamenn landsliðsins gera sér þó enn vonir um að hann muni spila með Noregi á EM í Austurríki.

Norðmenn mæta heimamönnum í dag og Slóveníu á morgun. Í hinum leik gærdagsins vann Danmörk lið Slóveníu, 36-35.

Noregur leikur í A-riðli á EM með Króatíu, Rússlandi og Úkraínu. Ísland er með Danmörku í riðli, ásamt Serbum og Austurríkismönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×