Glæsilegur sigur á Þýskalandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2010 18:52 Björgvin Páll Gústavsson átti góðan leik í íslenska markinu í dag. Nordic Photos / Bongarts Íslenska handboltalandsliðið hóf undirbúninginn fyrir EM í Austurríki með glæsibrag er liðið vann sigur á Þýskalandi fyrir fullu húsi í Nürnberg, 32-28. Þjóðverjar höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 16-14, en glæsilegur lokakafli íslenska sá til þess að það vann fjögurra marka sigur. Þetta var fyrsti alvöru landsleikur Íslands síðan í júní í fyrra og sá fyrsti sem Ólafur Stefánsson leikur síðan á Ólympíuleikunum í Peking fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan. Það breytti engu. Hann var einfaldlega besti leikmaður íslenska liðsins. Ólafur skoraði tíu mörk í leiknum, þar af sex af vítalínunni auk þeirra fjölda stoðsendinga sem hann gaf í leiknum. Ísland virtist þó nokkuð ryðgað í byrjun og Þýskaland skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum. Það var þó ekkert óðagot á leik íslenska liðsins. Leikmenn léku þvert á móti af mikilli yfirvegun og náðu hægt og rólega yfirtökunum í leiknum. Einna helst höfðu menn áhyggjur af vinstri væng íslenska liðsins fyrir leikinn þar sem Logi Geirsson varð eftir heima meiddur. Það var ástæðulaust því Arnór Atlason skoraði þrjú mörk á fyrsta korterinu og Ísland með yfirhöndina í leiknum. En þá kom afar slæmur leikkafli og Þýskaland skoraði fjögur mörk í röð og komst fimm mörkum yfir, 14-9. Enn létu íslensku leikmennirnir ekki slá sig af laginu og skoruðu fljótlega sjálfir fjögur mörk í röð. Seinni hálfleikur byrjaði heldur ekki nægilega vel en stórbatnaði eftir því sem á leið. Lykilatriði var að Þýskaland náði aldrei að stinga af í leiknum og Ísland komst yfir um miðjan síðari hálfleikinn með mikilli seiglu. Þessa forystu lét Ísland aldrei aftur af hendi og lék liðið afar sterkan varnarleik á síðasta hluta leiksins sem þýska sóknin lenti í miklum vandræðum með. Þjóðverjar létu hverja sóknina á fætur annarri renna út í sandinn og það nýtti Ísland sér og vann að lokum með fjögurra marka mun sem fyrr segir. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í íslenska markinu og varnarleikur Íslands var á köflum mjög góður, sér í lagi í síðari hálfleik. Hann datt þó niður inn á milli, rétt eins og sóknarleikurinn. Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Arnór Atlason og Róbert Gunnarsson voru allt í öllu í íslensku sókninni en hornamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson náðu sér engan veginn á strik fyrr en á lokamínútum leiksins. Vignir Svavarsson átti mjög sterka innkomu í íslensku vörnina og Sturla Ásgeirsson í sókninni. Aron Pálmarsson fékk einnig að spreyta sig í leiknum. Það var augljóst að Ísland spilaði ekki sinn besta leik í kvöld en engu að síður var niðurstaðan afar jákvæður sigur á öflugu liði Þjóðverja í Þýskalandi. Ísland - Þýskaland 32 - 28 (14-16) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 10/6 (13/7), Snorri Steinn Guðjónsson 5/1 (7/2), Arnór Atlason 5 (9), Guðjón Valur Sigurðsson 3 (9), Sturla Ásgeirsson 2 (3), Alexander Petersson 2 (4), Róbert Gunnarsson 2 (5), Vignir Svavarsson 1 (1), Björgvin Páll Gústavsson 1 (1), Aron Pálmarsson 1 (5).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 20 (47/2, 43%), Hreiðar Levý Guðmundsson 1/1 (2/2, 50%).Hraðaupphlaup: 9 (Guðjón Valur 2, Róbert 1, Ólafur 1, Arnór 1, Snorri Steinn 1, Vignir 1, Aron 1, Sturla 1).Fiskuð víti: 8 (Róbert 5, Guðjón Valur 2, Alexander 1).Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Þýskalands (skot): Lars Kaufman 6 (10), Michael Kraus 6/2 (7/3), Michael Müller 4 (6), Manuel Späth 3 (3), Torsten Jansen 2/1 (5/1), Mathias Flohr 2 (2), Holger Glandorf 1 (3), Stefan Schröder 1 (3), Martin Strobl 1 (2), Sven-Sören Christophersen 1 (2), Christoph Theuerkauf 1 (1), Christian Sprenger (2).Varin skot: Carsten Liechtlein 10/1 (20, 50%), Silvio Heinevetter 9 (31/8, 29%).Hraðaupphlaup: 9 (Späth 2, Kaufman 1, Schröder 1, Jansen 1, Kraus 1, Müller 1, Christophersen 1, Flohr 1).Fiskuð víti: 4 (Späth 2, Christophersen 1, Sprenger 1).Utan vallar: 8 mínútur. Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hóf undirbúninginn fyrir EM í Austurríki með glæsibrag er liðið vann sigur á Þýskalandi fyrir fullu húsi í Nürnberg, 32-28. Þjóðverjar höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 16-14, en glæsilegur lokakafli íslenska sá til þess að það vann fjögurra marka sigur. Þetta var fyrsti alvöru landsleikur Íslands síðan í júní í fyrra og sá fyrsti sem Ólafur Stefánsson leikur síðan á Ólympíuleikunum í Peking fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan. Það breytti engu. Hann var einfaldlega besti leikmaður íslenska liðsins. Ólafur skoraði tíu mörk í leiknum, þar af sex af vítalínunni auk þeirra fjölda stoðsendinga sem hann gaf í leiknum. Ísland virtist þó nokkuð ryðgað í byrjun og Þýskaland skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum. Það var þó ekkert óðagot á leik íslenska liðsins. Leikmenn léku þvert á móti af mikilli yfirvegun og náðu hægt og rólega yfirtökunum í leiknum. Einna helst höfðu menn áhyggjur af vinstri væng íslenska liðsins fyrir leikinn þar sem Logi Geirsson varð eftir heima meiddur. Það var ástæðulaust því Arnór Atlason skoraði þrjú mörk á fyrsta korterinu og Ísland með yfirhöndina í leiknum. En þá kom afar slæmur leikkafli og Þýskaland skoraði fjögur mörk í röð og komst fimm mörkum yfir, 14-9. Enn létu íslensku leikmennirnir ekki slá sig af laginu og skoruðu fljótlega sjálfir fjögur mörk í röð. Seinni hálfleikur byrjaði heldur ekki nægilega vel en stórbatnaði eftir því sem á leið. Lykilatriði var að Þýskaland náði aldrei að stinga af í leiknum og Ísland komst yfir um miðjan síðari hálfleikinn með mikilli seiglu. Þessa forystu lét Ísland aldrei aftur af hendi og lék liðið afar sterkan varnarleik á síðasta hluta leiksins sem þýska sóknin lenti í miklum vandræðum með. Þjóðverjar létu hverja sóknina á fætur annarri renna út í sandinn og það nýtti Ísland sér og vann að lokum með fjögurra marka mun sem fyrr segir. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í íslenska markinu og varnarleikur Íslands var á köflum mjög góður, sér í lagi í síðari hálfleik. Hann datt þó niður inn á milli, rétt eins og sóknarleikurinn. Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Arnór Atlason og Róbert Gunnarsson voru allt í öllu í íslensku sókninni en hornamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson náðu sér engan veginn á strik fyrr en á lokamínútum leiksins. Vignir Svavarsson átti mjög sterka innkomu í íslensku vörnina og Sturla Ásgeirsson í sókninni. Aron Pálmarsson fékk einnig að spreyta sig í leiknum. Það var augljóst að Ísland spilaði ekki sinn besta leik í kvöld en engu að síður var niðurstaðan afar jákvæður sigur á öflugu liði Þjóðverja í Þýskalandi. Ísland - Þýskaland 32 - 28 (14-16) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 10/6 (13/7), Snorri Steinn Guðjónsson 5/1 (7/2), Arnór Atlason 5 (9), Guðjón Valur Sigurðsson 3 (9), Sturla Ásgeirsson 2 (3), Alexander Petersson 2 (4), Róbert Gunnarsson 2 (5), Vignir Svavarsson 1 (1), Björgvin Páll Gústavsson 1 (1), Aron Pálmarsson 1 (5).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 20 (47/2, 43%), Hreiðar Levý Guðmundsson 1/1 (2/2, 50%).Hraðaupphlaup: 9 (Guðjón Valur 2, Róbert 1, Ólafur 1, Arnór 1, Snorri Steinn 1, Vignir 1, Aron 1, Sturla 1).Fiskuð víti: 8 (Róbert 5, Guðjón Valur 2, Alexander 1).Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Þýskalands (skot): Lars Kaufman 6 (10), Michael Kraus 6/2 (7/3), Michael Müller 4 (6), Manuel Späth 3 (3), Torsten Jansen 2/1 (5/1), Mathias Flohr 2 (2), Holger Glandorf 1 (3), Stefan Schröder 1 (3), Martin Strobl 1 (2), Sven-Sören Christophersen 1 (2), Christoph Theuerkauf 1 (1), Christian Sprenger (2).Varin skot: Carsten Liechtlein 10/1 (20, 50%), Silvio Heinevetter 9 (31/8, 29%).Hraðaupphlaup: 9 (Späth 2, Kaufman 1, Schröder 1, Jansen 1, Kraus 1, Müller 1, Christophersen 1, Flohr 1).Fiskuð víti: 4 (Späth 2, Christophersen 1, Sprenger 1).Utan vallar: 8 mínútur.
Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira