Glæsilegur sigur á Þýskalandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2010 18:52 Björgvin Páll Gústavsson átti góðan leik í íslenska markinu í dag. Nordic Photos / Bongarts Íslenska handboltalandsliðið hóf undirbúninginn fyrir EM í Austurríki með glæsibrag er liðið vann sigur á Þýskalandi fyrir fullu húsi í Nürnberg, 32-28. Þjóðverjar höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 16-14, en glæsilegur lokakafli íslenska sá til þess að það vann fjögurra marka sigur. Þetta var fyrsti alvöru landsleikur Íslands síðan í júní í fyrra og sá fyrsti sem Ólafur Stefánsson leikur síðan á Ólympíuleikunum í Peking fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan. Það breytti engu. Hann var einfaldlega besti leikmaður íslenska liðsins. Ólafur skoraði tíu mörk í leiknum, þar af sex af vítalínunni auk þeirra fjölda stoðsendinga sem hann gaf í leiknum. Ísland virtist þó nokkuð ryðgað í byrjun og Þýskaland skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum. Það var þó ekkert óðagot á leik íslenska liðsins. Leikmenn léku þvert á móti af mikilli yfirvegun og náðu hægt og rólega yfirtökunum í leiknum. Einna helst höfðu menn áhyggjur af vinstri væng íslenska liðsins fyrir leikinn þar sem Logi Geirsson varð eftir heima meiddur. Það var ástæðulaust því Arnór Atlason skoraði þrjú mörk á fyrsta korterinu og Ísland með yfirhöndina í leiknum. En þá kom afar slæmur leikkafli og Þýskaland skoraði fjögur mörk í röð og komst fimm mörkum yfir, 14-9. Enn létu íslensku leikmennirnir ekki slá sig af laginu og skoruðu fljótlega sjálfir fjögur mörk í röð. Seinni hálfleikur byrjaði heldur ekki nægilega vel en stórbatnaði eftir því sem á leið. Lykilatriði var að Þýskaland náði aldrei að stinga af í leiknum og Ísland komst yfir um miðjan síðari hálfleikinn með mikilli seiglu. Þessa forystu lét Ísland aldrei aftur af hendi og lék liðið afar sterkan varnarleik á síðasta hluta leiksins sem þýska sóknin lenti í miklum vandræðum með. Þjóðverjar létu hverja sóknina á fætur annarri renna út í sandinn og það nýtti Ísland sér og vann að lokum með fjögurra marka mun sem fyrr segir. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í íslenska markinu og varnarleikur Íslands var á köflum mjög góður, sér í lagi í síðari hálfleik. Hann datt þó niður inn á milli, rétt eins og sóknarleikurinn. Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Arnór Atlason og Róbert Gunnarsson voru allt í öllu í íslensku sókninni en hornamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson náðu sér engan veginn á strik fyrr en á lokamínútum leiksins. Vignir Svavarsson átti mjög sterka innkomu í íslensku vörnina og Sturla Ásgeirsson í sókninni. Aron Pálmarsson fékk einnig að spreyta sig í leiknum. Það var augljóst að Ísland spilaði ekki sinn besta leik í kvöld en engu að síður var niðurstaðan afar jákvæður sigur á öflugu liði Þjóðverja í Þýskalandi. Ísland - Þýskaland 32 - 28 (14-16) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 10/6 (13/7), Snorri Steinn Guðjónsson 5/1 (7/2), Arnór Atlason 5 (9), Guðjón Valur Sigurðsson 3 (9), Sturla Ásgeirsson 2 (3), Alexander Petersson 2 (4), Róbert Gunnarsson 2 (5), Vignir Svavarsson 1 (1), Björgvin Páll Gústavsson 1 (1), Aron Pálmarsson 1 (5).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 20 (47/2, 43%), Hreiðar Levý Guðmundsson 1/1 (2/2, 50%).Hraðaupphlaup: 9 (Guðjón Valur 2, Róbert 1, Ólafur 1, Arnór 1, Snorri Steinn 1, Vignir 1, Aron 1, Sturla 1).Fiskuð víti: 8 (Róbert 5, Guðjón Valur 2, Alexander 1).Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Þýskalands (skot): Lars Kaufman 6 (10), Michael Kraus 6/2 (7/3), Michael Müller 4 (6), Manuel Späth 3 (3), Torsten Jansen 2/1 (5/1), Mathias Flohr 2 (2), Holger Glandorf 1 (3), Stefan Schröder 1 (3), Martin Strobl 1 (2), Sven-Sören Christophersen 1 (2), Christoph Theuerkauf 1 (1), Christian Sprenger (2).Varin skot: Carsten Liechtlein 10/1 (20, 50%), Silvio Heinevetter 9 (31/8, 29%).Hraðaupphlaup: 9 (Späth 2, Kaufman 1, Schröder 1, Jansen 1, Kraus 1, Müller 1, Christophersen 1, Flohr 1).Fiskuð víti: 4 (Späth 2, Christophersen 1, Sprenger 1).Utan vallar: 8 mínútur. Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hóf undirbúninginn fyrir EM í Austurríki með glæsibrag er liðið vann sigur á Þýskalandi fyrir fullu húsi í Nürnberg, 32-28. Þjóðverjar höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 16-14, en glæsilegur lokakafli íslenska sá til þess að það vann fjögurra marka sigur. Þetta var fyrsti alvöru landsleikur Íslands síðan í júní í fyrra og sá fyrsti sem Ólafur Stefánsson leikur síðan á Ólympíuleikunum í Peking fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan. Það breytti engu. Hann var einfaldlega besti leikmaður íslenska liðsins. Ólafur skoraði tíu mörk í leiknum, þar af sex af vítalínunni auk þeirra fjölda stoðsendinga sem hann gaf í leiknum. Ísland virtist þó nokkuð ryðgað í byrjun og Þýskaland skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum. Það var þó ekkert óðagot á leik íslenska liðsins. Leikmenn léku þvert á móti af mikilli yfirvegun og náðu hægt og rólega yfirtökunum í leiknum. Einna helst höfðu menn áhyggjur af vinstri væng íslenska liðsins fyrir leikinn þar sem Logi Geirsson varð eftir heima meiddur. Það var ástæðulaust því Arnór Atlason skoraði þrjú mörk á fyrsta korterinu og Ísland með yfirhöndina í leiknum. En þá kom afar slæmur leikkafli og Þýskaland skoraði fjögur mörk í röð og komst fimm mörkum yfir, 14-9. Enn létu íslensku leikmennirnir ekki slá sig af laginu og skoruðu fljótlega sjálfir fjögur mörk í röð. Seinni hálfleikur byrjaði heldur ekki nægilega vel en stórbatnaði eftir því sem á leið. Lykilatriði var að Þýskaland náði aldrei að stinga af í leiknum og Ísland komst yfir um miðjan síðari hálfleikinn með mikilli seiglu. Þessa forystu lét Ísland aldrei aftur af hendi og lék liðið afar sterkan varnarleik á síðasta hluta leiksins sem þýska sóknin lenti í miklum vandræðum með. Þjóðverjar létu hverja sóknina á fætur annarri renna út í sandinn og það nýtti Ísland sér og vann að lokum með fjögurra marka mun sem fyrr segir. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í íslenska markinu og varnarleikur Íslands var á köflum mjög góður, sér í lagi í síðari hálfleik. Hann datt þó niður inn á milli, rétt eins og sóknarleikurinn. Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Arnór Atlason og Róbert Gunnarsson voru allt í öllu í íslensku sókninni en hornamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson náðu sér engan veginn á strik fyrr en á lokamínútum leiksins. Vignir Svavarsson átti mjög sterka innkomu í íslensku vörnina og Sturla Ásgeirsson í sókninni. Aron Pálmarsson fékk einnig að spreyta sig í leiknum. Það var augljóst að Ísland spilaði ekki sinn besta leik í kvöld en engu að síður var niðurstaðan afar jákvæður sigur á öflugu liði Þjóðverja í Þýskalandi. Ísland - Þýskaland 32 - 28 (14-16) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 10/6 (13/7), Snorri Steinn Guðjónsson 5/1 (7/2), Arnór Atlason 5 (9), Guðjón Valur Sigurðsson 3 (9), Sturla Ásgeirsson 2 (3), Alexander Petersson 2 (4), Róbert Gunnarsson 2 (5), Vignir Svavarsson 1 (1), Björgvin Páll Gústavsson 1 (1), Aron Pálmarsson 1 (5).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 20 (47/2, 43%), Hreiðar Levý Guðmundsson 1/1 (2/2, 50%).Hraðaupphlaup: 9 (Guðjón Valur 2, Róbert 1, Ólafur 1, Arnór 1, Snorri Steinn 1, Vignir 1, Aron 1, Sturla 1).Fiskuð víti: 8 (Róbert 5, Guðjón Valur 2, Alexander 1).Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Þýskalands (skot): Lars Kaufman 6 (10), Michael Kraus 6/2 (7/3), Michael Müller 4 (6), Manuel Späth 3 (3), Torsten Jansen 2/1 (5/1), Mathias Flohr 2 (2), Holger Glandorf 1 (3), Stefan Schröder 1 (3), Martin Strobl 1 (2), Sven-Sören Christophersen 1 (2), Christoph Theuerkauf 1 (1), Christian Sprenger (2).Varin skot: Carsten Liechtlein 10/1 (20, 50%), Silvio Heinevetter 9 (31/8, 29%).Hraðaupphlaup: 9 (Späth 2, Kaufman 1, Schröder 1, Jansen 1, Kraus 1, Müller 1, Christophersen 1, Flohr 1).Fiskuð víti: 4 (Späth 2, Christophersen 1, Sprenger 1).Utan vallar: 8 mínútur.
Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira