Glæsilegur sigur á Þýskalandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2010 18:52 Björgvin Páll Gústavsson átti góðan leik í íslenska markinu í dag. Nordic Photos / Bongarts Íslenska handboltalandsliðið hóf undirbúninginn fyrir EM í Austurríki með glæsibrag er liðið vann sigur á Þýskalandi fyrir fullu húsi í Nürnberg, 32-28. Þjóðverjar höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 16-14, en glæsilegur lokakafli íslenska sá til þess að það vann fjögurra marka sigur. Þetta var fyrsti alvöru landsleikur Íslands síðan í júní í fyrra og sá fyrsti sem Ólafur Stefánsson leikur síðan á Ólympíuleikunum í Peking fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan. Það breytti engu. Hann var einfaldlega besti leikmaður íslenska liðsins. Ólafur skoraði tíu mörk í leiknum, þar af sex af vítalínunni auk þeirra fjölda stoðsendinga sem hann gaf í leiknum. Ísland virtist þó nokkuð ryðgað í byrjun og Þýskaland skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum. Það var þó ekkert óðagot á leik íslenska liðsins. Leikmenn léku þvert á móti af mikilli yfirvegun og náðu hægt og rólega yfirtökunum í leiknum. Einna helst höfðu menn áhyggjur af vinstri væng íslenska liðsins fyrir leikinn þar sem Logi Geirsson varð eftir heima meiddur. Það var ástæðulaust því Arnór Atlason skoraði þrjú mörk á fyrsta korterinu og Ísland með yfirhöndina í leiknum. En þá kom afar slæmur leikkafli og Þýskaland skoraði fjögur mörk í röð og komst fimm mörkum yfir, 14-9. Enn létu íslensku leikmennirnir ekki slá sig af laginu og skoruðu fljótlega sjálfir fjögur mörk í röð. Seinni hálfleikur byrjaði heldur ekki nægilega vel en stórbatnaði eftir því sem á leið. Lykilatriði var að Þýskaland náði aldrei að stinga af í leiknum og Ísland komst yfir um miðjan síðari hálfleikinn með mikilli seiglu. Þessa forystu lét Ísland aldrei aftur af hendi og lék liðið afar sterkan varnarleik á síðasta hluta leiksins sem þýska sóknin lenti í miklum vandræðum með. Þjóðverjar létu hverja sóknina á fætur annarri renna út í sandinn og það nýtti Ísland sér og vann að lokum með fjögurra marka mun sem fyrr segir. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í íslenska markinu og varnarleikur Íslands var á köflum mjög góður, sér í lagi í síðari hálfleik. Hann datt þó niður inn á milli, rétt eins og sóknarleikurinn. Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Arnór Atlason og Róbert Gunnarsson voru allt í öllu í íslensku sókninni en hornamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson náðu sér engan veginn á strik fyrr en á lokamínútum leiksins. Vignir Svavarsson átti mjög sterka innkomu í íslensku vörnina og Sturla Ásgeirsson í sókninni. Aron Pálmarsson fékk einnig að spreyta sig í leiknum. Það var augljóst að Ísland spilaði ekki sinn besta leik í kvöld en engu að síður var niðurstaðan afar jákvæður sigur á öflugu liði Þjóðverja í Þýskalandi. Ísland - Þýskaland 32 - 28 (14-16) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 10/6 (13/7), Snorri Steinn Guðjónsson 5/1 (7/2), Arnór Atlason 5 (9), Guðjón Valur Sigurðsson 3 (9), Sturla Ásgeirsson 2 (3), Alexander Petersson 2 (4), Róbert Gunnarsson 2 (5), Vignir Svavarsson 1 (1), Björgvin Páll Gústavsson 1 (1), Aron Pálmarsson 1 (5).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 20 (47/2, 43%), Hreiðar Levý Guðmundsson 1/1 (2/2, 50%).Hraðaupphlaup: 9 (Guðjón Valur 2, Róbert 1, Ólafur 1, Arnór 1, Snorri Steinn 1, Vignir 1, Aron 1, Sturla 1).Fiskuð víti: 8 (Róbert 5, Guðjón Valur 2, Alexander 1).Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Þýskalands (skot): Lars Kaufman 6 (10), Michael Kraus 6/2 (7/3), Michael Müller 4 (6), Manuel Späth 3 (3), Torsten Jansen 2/1 (5/1), Mathias Flohr 2 (2), Holger Glandorf 1 (3), Stefan Schröder 1 (3), Martin Strobl 1 (2), Sven-Sören Christophersen 1 (2), Christoph Theuerkauf 1 (1), Christian Sprenger (2).Varin skot: Carsten Liechtlein 10/1 (20, 50%), Silvio Heinevetter 9 (31/8, 29%).Hraðaupphlaup: 9 (Späth 2, Kaufman 1, Schröder 1, Jansen 1, Kraus 1, Müller 1, Christophersen 1, Flohr 1).Fiskuð víti: 4 (Späth 2, Christophersen 1, Sprenger 1).Utan vallar: 8 mínútur. Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hóf undirbúninginn fyrir EM í Austurríki með glæsibrag er liðið vann sigur á Þýskalandi fyrir fullu húsi í Nürnberg, 32-28. Þjóðverjar höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 16-14, en glæsilegur lokakafli íslenska sá til þess að það vann fjögurra marka sigur. Þetta var fyrsti alvöru landsleikur Íslands síðan í júní í fyrra og sá fyrsti sem Ólafur Stefánsson leikur síðan á Ólympíuleikunum í Peking fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan. Það breytti engu. Hann var einfaldlega besti leikmaður íslenska liðsins. Ólafur skoraði tíu mörk í leiknum, þar af sex af vítalínunni auk þeirra fjölda stoðsendinga sem hann gaf í leiknum. Ísland virtist þó nokkuð ryðgað í byrjun og Þýskaland skoraði fyrstu tvö mörkin í leiknum. Það var þó ekkert óðagot á leik íslenska liðsins. Leikmenn léku þvert á móti af mikilli yfirvegun og náðu hægt og rólega yfirtökunum í leiknum. Einna helst höfðu menn áhyggjur af vinstri væng íslenska liðsins fyrir leikinn þar sem Logi Geirsson varð eftir heima meiddur. Það var ástæðulaust því Arnór Atlason skoraði þrjú mörk á fyrsta korterinu og Ísland með yfirhöndina í leiknum. En þá kom afar slæmur leikkafli og Þýskaland skoraði fjögur mörk í röð og komst fimm mörkum yfir, 14-9. Enn létu íslensku leikmennirnir ekki slá sig af laginu og skoruðu fljótlega sjálfir fjögur mörk í röð. Seinni hálfleikur byrjaði heldur ekki nægilega vel en stórbatnaði eftir því sem á leið. Lykilatriði var að Þýskaland náði aldrei að stinga af í leiknum og Ísland komst yfir um miðjan síðari hálfleikinn með mikilli seiglu. Þessa forystu lét Ísland aldrei aftur af hendi og lék liðið afar sterkan varnarleik á síðasta hluta leiksins sem þýska sóknin lenti í miklum vandræðum með. Þjóðverjar létu hverja sóknina á fætur annarri renna út í sandinn og það nýtti Ísland sér og vann að lokum með fjögurra marka mun sem fyrr segir. Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í íslenska markinu og varnarleikur Íslands var á köflum mjög góður, sér í lagi í síðari hálfleik. Hann datt þó niður inn á milli, rétt eins og sóknarleikurinn. Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Arnór Atlason og Róbert Gunnarsson voru allt í öllu í íslensku sókninni en hornamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson náðu sér engan veginn á strik fyrr en á lokamínútum leiksins. Vignir Svavarsson átti mjög sterka innkomu í íslensku vörnina og Sturla Ásgeirsson í sókninni. Aron Pálmarsson fékk einnig að spreyta sig í leiknum. Það var augljóst að Ísland spilaði ekki sinn besta leik í kvöld en engu að síður var niðurstaðan afar jákvæður sigur á öflugu liði Þjóðverja í Þýskalandi. Ísland - Þýskaland 32 - 28 (14-16) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 10/6 (13/7), Snorri Steinn Guðjónsson 5/1 (7/2), Arnór Atlason 5 (9), Guðjón Valur Sigurðsson 3 (9), Sturla Ásgeirsson 2 (3), Alexander Petersson 2 (4), Róbert Gunnarsson 2 (5), Vignir Svavarsson 1 (1), Björgvin Páll Gústavsson 1 (1), Aron Pálmarsson 1 (5).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 20 (47/2, 43%), Hreiðar Levý Guðmundsson 1/1 (2/2, 50%).Hraðaupphlaup: 9 (Guðjón Valur 2, Róbert 1, Ólafur 1, Arnór 1, Snorri Steinn 1, Vignir 1, Aron 1, Sturla 1).Fiskuð víti: 8 (Róbert 5, Guðjón Valur 2, Alexander 1).Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Þýskalands (skot): Lars Kaufman 6 (10), Michael Kraus 6/2 (7/3), Michael Müller 4 (6), Manuel Späth 3 (3), Torsten Jansen 2/1 (5/1), Mathias Flohr 2 (2), Holger Glandorf 1 (3), Stefan Schröder 1 (3), Martin Strobl 1 (2), Sven-Sören Christophersen 1 (2), Christoph Theuerkauf 1 (1), Christian Sprenger (2).Varin skot: Carsten Liechtlein 10/1 (20, 50%), Silvio Heinevetter 9 (31/8, 29%).Hraðaupphlaup: 9 (Späth 2, Kaufman 1, Schröder 1, Jansen 1, Kraus 1, Müller 1, Christophersen 1, Flohr 1).Fiskuð víti: 4 (Späth 2, Christophersen 1, Sprenger 1).Utan vallar: 8 mínútur.
Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira