Afstýrum stórslysi á Ströndum Tómas Guðbjartsson skrifar 19. júní 2018 07:00 Fyrirhuguð Hvalárvirkjun hefur mikið verið til umræðu undanfarið, enda vægast sagt umdeild framkvæmd. Ástæðan er sú að með virkjun er verið að fórna stórkostlegri íslenskri náttúru í hendur HS Orku – jarðhitafyrirtækis í meirihlutaeigu umdeildra kanadískra fjárfesta. Auk þess er ávinningur virkjunar vægast sagt óljós fyrir Vestfirðinga og þá ekki síst íbúa Árneshrepps. Þótt svæðið upp af Ófeigsfirði sé afskekkt þá er náttúran þarna einstök, ekki síst fossarnir. Fáir hafa séð þessa fossa með eigin augum sem endurspeglast í þeirri staðreynd að flestir þeirra eru nafnlausir. Það sló mig að ekki voru til almennilegar ljósmyndir af fossunum sem skýrðu af hverju þeir og stórkostleg náttúran í kring hafa ekki fengið að njóta vafans í ákvarðanatöku um virkjun. Síðastliðið haust réðumst við Ólafur Már Björnsson augnlæknir því í útgáfu Fossadagatals þar sem við birtum eigin ljósmyndir af öllum helstu fossunum. Undirtektir voru frábærar og myndirnar hafa birst víða, m.a. í flestum fjölmiðlum. Enn eru þó einstaklingar sem efast um náttúruauðæfin sem eru undir, ekki síst á Vestfjörðum. Því hef ég ákveðið að gefa út á eigin kostnað plakat með stórkostlegri mynd RAX af fossinum Drynjanda. Plakatið ætla ég að gefa öllum Vestfirðingum en einnig alþingismönnum, ráðherrum og forsvarsmönnum HS Orku. Með plakatinu fylgir kort af fyrirhuguðu virkjanasvæði sem sýnir stærð víðernanna sem raskast við virkjun og hvar helstu fossana er að finna. Með þessu framtaki vonast ég til að opna augu sem flestra Íslendinga fyrir þeim miklu verðmætum sem felast í ósnortinni náttúru svæðins og hverju er fórnað við virkjun.xxxxxDrynjandi = „Gullfoss“ Drynjandi er einhver tilkomumesti foss Vestfjarða, enda á hæð við Hallgrímskirkjuturn. Hann mun þurrkast upp verði af virkjun (rennslið verður aðeins 2%) og drunurnar, sem hann dregur nafn sitt af, hverfa. Sömu örlög bíða ógrynnis annarra fossa á fyrirhuguðu virkjanasvæði sem margir eru einstakar náttúruperlur. Að þurrka upp Drynjanda og raska ósnortnu umhverfi hans yrði óafturkræft stórslys. Enda er ég sannfærður um að hann geti skapað íbúum Árneshrepps og Vestfjarða mun meiri tekjur ósnortinn en virkjaður. Vert er að hafa í huga að á síðustu öld stóð til að virkja Gullfoss, Dettifoss, Goðafoss og Dynjanda. Í dag dytti engum slíkt í hug, enda náttúruperlur sem glatt hafa milljónir ferðamanna og skapað okkur Íslendingum gríðarlegar tekjur. Fossarnir upp af Ófeigs- og Eyvindarfirði eru sömuleiðis sannkallaðir „Gullfossar“ þar sem Drynjandi og Rjúkandifoss eru fremstir meðal jafninga. Vonandi berum við Íslendingar gæfu til að forða þeim frá eyðingu fyrir komandi kynslóðir – í stað stundargróða.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Sjá meira
Fyrirhuguð Hvalárvirkjun hefur mikið verið til umræðu undanfarið, enda vægast sagt umdeild framkvæmd. Ástæðan er sú að með virkjun er verið að fórna stórkostlegri íslenskri náttúru í hendur HS Orku – jarðhitafyrirtækis í meirihlutaeigu umdeildra kanadískra fjárfesta. Auk þess er ávinningur virkjunar vægast sagt óljós fyrir Vestfirðinga og þá ekki síst íbúa Árneshrepps. Þótt svæðið upp af Ófeigsfirði sé afskekkt þá er náttúran þarna einstök, ekki síst fossarnir. Fáir hafa séð þessa fossa með eigin augum sem endurspeglast í þeirri staðreynd að flestir þeirra eru nafnlausir. Það sló mig að ekki voru til almennilegar ljósmyndir af fossunum sem skýrðu af hverju þeir og stórkostleg náttúran í kring hafa ekki fengið að njóta vafans í ákvarðanatöku um virkjun. Síðastliðið haust réðumst við Ólafur Már Björnsson augnlæknir því í útgáfu Fossadagatals þar sem við birtum eigin ljósmyndir af öllum helstu fossunum. Undirtektir voru frábærar og myndirnar hafa birst víða, m.a. í flestum fjölmiðlum. Enn eru þó einstaklingar sem efast um náttúruauðæfin sem eru undir, ekki síst á Vestfjörðum. Því hef ég ákveðið að gefa út á eigin kostnað plakat með stórkostlegri mynd RAX af fossinum Drynjanda. Plakatið ætla ég að gefa öllum Vestfirðingum en einnig alþingismönnum, ráðherrum og forsvarsmönnum HS Orku. Með plakatinu fylgir kort af fyrirhuguðu virkjanasvæði sem sýnir stærð víðernanna sem raskast við virkjun og hvar helstu fossana er að finna. Með þessu framtaki vonast ég til að opna augu sem flestra Íslendinga fyrir þeim miklu verðmætum sem felast í ósnortinni náttúru svæðins og hverju er fórnað við virkjun.xxxxxDrynjandi = „Gullfoss“ Drynjandi er einhver tilkomumesti foss Vestfjarða, enda á hæð við Hallgrímskirkjuturn. Hann mun þurrkast upp verði af virkjun (rennslið verður aðeins 2%) og drunurnar, sem hann dregur nafn sitt af, hverfa. Sömu örlög bíða ógrynnis annarra fossa á fyrirhuguðu virkjanasvæði sem margir eru einstakar náttúruperlur. Að þurrka upp Drynjanda og raska ósnortnu umhverfi hans yrði óafturkræft stórslys. Enda er ég sannfærður um að hann geti skapað íbúum Árneshrepps og Vestfjarða mun meiri tekjur ósnortinn en virkjaður. Vert er að hafa í huga að á síðustu öld stóð til að virkja Gullfoss, Dettifoss, Goðafoss og Dynjanda. Í dag dytti engum slíkt í hug, enda náttúruperlur sem glatt hafa milljónir ferðamanna og skapað okkur Íslendingum gríðarlegar tekjur. Fossarnir upp af Ófeigs- og Eyvindarfirði eru sömuleiðis sannkallaðir „Gullfossar“ þar sem Drynjandi og Rjúkandifoss eru fremstir meðal jafninga. Vonandi berum við Íslendingar gæfu til að forða þeim frá eyðingu fyrir komandi kynslóðir – í stað stundargróða.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar