Akureyrin EA er væntanleg til hafnar í Hafnarfirði um tíuleytið 28. maí 2006 08:14 Akureyrin EA er væntanleg til hafnar í Hafnarfirði um tíuleytið en tveir menn létust um borð í skipinu þegar kviknaði í því um 75 sjómílur norðvestur af Látrabjargi í gær. Sex sjómenn af skipinu voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi í gær, en þeir voru allir með snert af reykeytrun. Neyðarkall barst frá Akureyrinni klukkan tíu mínútur yfir tvö í gær þar sem tilkynnt var um eld í káetum sjómanna. Tæpum tveimur tímum síðar barst tilkynning frá skipinu um að tekist hefði að slökkva eldinn en klukkan tuttugu og fimm mínútur yfir fjögur barst önnur tilkynning um að eldurinn hefði tekið sig upp að nýju. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slökkviliðsmenn og reykkafara að slysstað og voru þeir látnir síga niður um borð í skipið úr þyrlunni. Ágætisveður var á slysstaðnum. Það var svo um klukkan sex sem tilkynnt var að slökkviliðsmennirnir, ásamt áhöfn skipsins, hefðu náð að slökkva eldinn. Fjórir slökkviliðsmenn urðu eftir í skipinu, ásamt sigmanni þyrlunnar. Sex menn úr áhöfn skipsins voru hífðir í þyrluna og þeir fluttir á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi þar sem grunur lék á þeir væru með reykeitrun. Þyrlan lenti um klukkan sjö í gærkvöldi og tók séra Pálmi Matthíasson á móti mönnunum. Akureyrin er nú á hægri siglingu á leið til hafnar í Hafnarfirði þar sem gert er ráð fyrir að skipið komi um klukkan tíu. Togarinn Júlíus Geirmundsson var á slysstað í gær og fylgdi skipinu áleiðis til hafnar en varðskipið Óðinn fer nú með skipinu. Í gærkvöldi var haldin kyrrðar og bænastund í Glerárkirkju á Akureyri þar sem beðið var fyrir mönnunum sem létust og aðstandendum þeirra. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri sagði akureyringar harmi slegna. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Akureyrin EA er væntanleg til hafnar í Hafnarfirði um tíuleytið en tveir menn létust um borð í skipinu þegar kviknaði í því um 75 sjómílur norðvestur af Látrabjargi í gær. Sex sjómenn af skipinu voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi í gær, en þeir voru allir með snert af reykeytrun. Neyðarkall barst frá Akureyrinni klukkan tíu mínútur yfir tvö í gær þar sem tilkynnt var um eld í káetum sjómanna. Tæpum tveimur tímum síðar barst tilkynning frá skipinu um að tekist hefði að slökkva eldinn en klukkan tuttugu og fimm mínútur yfir fjögur barst önnur tilkynning um að eldurinn hefði tekið sig upp að nýju. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slökkviliðsmenn og reykkafara að slysstað og voru þeir látnir síga niður um borð í skipið úr þyrlunni. Ágætisveður var á slysstaðnum. Það var svo um klukkan sex sem tilkynnt var að slökkviliðsmennirnir, ásamt áhöfn skipsins, hefðu náð að slökkva eldinn. Fjórir slökkviliðsmenn urðu eftir í skipinu, ásamt sigmanni þyrlunnar. Sex menn úr áhöfn skipsins voru hífðir í þyrluna og þeir fluttir á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi þar sem grunur lék á þeir væru með reykeitrun. Þyrlan lenti um klukkan sjö í gærkvöldi og tók séra Pálmi Matthíasson á móti mönnunum. Akureyrin er nú á hægri siglingu á leið til hafnar í Hafnarfirði þar sem gert er ráð fyrir að skipið komi um klukkan tíu. Togarinn Júlíus Geirmundsson var á slysstað í gær og fylgdi skipinu áleiðis til hafnar en varðskipið Óðinn fer nú með skipinu. Í gærkvöldi var haldin kyrrðar og bænastund í Glerárkirkju á Akureyri þar sem beðið var fyrir mönnunum sem létust og aðstandendum þeirra. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri sagði akureyringar harmi slegna.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira