Innlent

Viðræður um myndun nýs meirihluta í Mosfellsbæ

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ hafa hafið formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í bænum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meirihluta sínum í gær. Jónas Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, segir reynsluna hafa sýnt að þessum flokkum hafi gengið vel að vinna saman. Hann segir engar kröfur hafa verið settar fram um bæjarstjórastólinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×