Innlent

Andlát tveggja sjúklinga í rannsókn

Andlát tveggja sjúklinga á Landspítalanum er nú til rannsóknar, annað hjá lögreglu en hitt innan spítalans.
Andlát tveggja sjúklinga á Landspítalanum er nú til rannsóknar, annað hjá lögreglu en hitt innan spítalans.
Andlát tveggja sjúklinga á Landspítalanum er nú til rannsóknar, annað hjá lögreglu en hitt innan spítalans. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld.

Andlátið sem er til rannsóknar hjá lögreglu varðar einstakling á áttræðisaldri. Grunur leikur á að mistök eða vanræksla starfsmanna hafi leitt til andlátsins. Í þættinum kom fram að rætt hafi verið við nokkra starfsmenn og að hjúkrunarfræðingur væri með réttarstöðu grunaðs manns. Talið sé að um mistök hafi verið að ræða - sem ekki sé rakið til álags á starfsfólki.

Í hinu málinu, sem kom upp um síðustu helgi, lést sjúklingur á sjötugsaldri á bráðamóttökunni. Honum var komið fyrir á einmenningsaðstöðu og var greindur þannig að leggja þyrfti hann inn á aðra deild. Það fékkst hinsvegar ekki pláss fyrir hann og því varð bið á því að hann var fluttur annað. Sjúklingurinn lést eftir að hafa legið á bráðamóttökunni án eftirlits í fjórar klukkustundir. Í þættinum kom fram að samkvæmt reglum sjúkrahússins á að líta eftir með sjúklingum ekki sjaldnar en einu sinni á klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×