Innlent

3% atvinnuleysi í júlí

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru 4.712 manns að meðaltali á atvinnuleysisskrá í júlímánuði. Það jafngildir að 3% af mannafla á vinnumarkaði hafi verið atvinnulausir. Atvinnuleysi minnkar því á milli mánaða þar sem það var 3,1% í júní. Venjan er að atvinnuleysi sé minna í júlí en júní út af árstíðabundnum þáttum og því er gagnlegt að skoða árstíðaleiðrétt atvinnuleysi. Ef tölurnar eru árstíðaleiðréttar þá kemur í ljós að atvinnuleysi helst óbreytt á milli mánaða og er 3,2%.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×