Handbolti

Lokahóf Seinni bylgjunnar: Fjöldi verðlauna í Safamýri, á Hlíðarenda og til Eyja

Sindri Sverrisson skrifar
Framkonur fengu fjölda verðlauna á lokahófinu, sérstaklega Steinunn Björnsdóttir sem var besti leikmaðurinn, besti varnarmaðurinn og besti línumaðurinn.
Framkonur fengu fjölda verðlauna á lokahófinu, sérstaklega Steinunn Björnsdóttir sem var besti leikmaðurinn, besti varnarmaðurinn og besti línumaðurinn. VÍSIR/DANÍEL

Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans í Seinni bylgjunni héldu lokahóf sitt á Stöð 2 Sport í kvöld og völdu bestu leikmennina, þjálfarana, dómarana og stuðningsmennina.

Tímabilinu í Olís-deildunum lauk fyrr en ella vegna kórónuveirufaraldursins. Framkonur og Valsmenn fengu deildarmeistaratitlana en ekki verða krýndir Íslandsmeistarar í handbolta í ár.

Haukur Þrastarson úr Selfossi og Steinunn Björnsdóttir úr Fram voru valin bestu leikmenn Íslandsmótsins. Steinunn var einnig valin besti varnarmaðurinn og var ein þriggja leikmanna Fram í liði ársins í Olís-deild kvenna. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var valinn besti þjálfari deildarinnar en karlamegin var Snorri Steinn Guðjónsson hjá Val valinn besti þjálfarinn.

ÍBV á þrjá leikmenn í liði ársins í Olís-deild karla og stuðningsmenn ÍBV voru valdir bestu stuðningsmenn deildanna. ÍR og HK áttu bestu ungu leikmennina og bestu dómararnir voru valdir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson.

Lista yfir verðlaunahafana má sjá hér að neðan.

Haukur Þrastarson fer til Kielce í Póllandi sem besti leikmaður Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð.VÍSIR/VILHELM

Olís-deild karla:

Lið ársins:

Markvörður: Phil Döhler, FH

Vinstra horn: Hákon Daði Styrmisson, ÍBV

Vinstri skytta: Haukur Þrastarson, Selfoss

Leikstjórnandi: Anton Rúnarsson, Valur

Hægri skytta: Kristján Örn Kristjánsson, ÍBV

Hægra horn: Guðmundur Árni Ólafsson, Afturelding

Línumaður: Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV

Besti leikmaður: Haukur Þrastarson, Selfoss

Besti þjálfari: Snorri Steinn Guðjónsson, Valur

Besti ungi leikmaðurinn: Hafþór Már Vignisson, ÍR

Besti varnarmaður: Róbert Sigurðarson, ÍBV

Olís-deild kvenna:

Lið ársins:

Markvörður: Íris Björk Símonardóttir, Valur

Vinstra horn: Sigríður Hauksdóttir, HK

Vinstri skytta: Lovísa Thompson, Valur

Leikstjórnandi: Karen Knútsdóttir, Fram

Hægri skytta: Díana Dögg Magnúsdóttir, Valur

Hægra horn: Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram

Línumaður: Steinunn Björnsdóttir, Fram

Besti leikmaður: Steinunn Björnsdóttir, Fram

Besti þjálfari: Stefán Arnarson, Fram

Besti ungi leikmaðurinn: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK

Besti varnarmaður: Steinunn Björnsdóttir, Fram

Fyrir báðar deildir:

Bestu stuðningsmenn: ÍBV

Bestu dómararnir: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson.

Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×