Segir Ísland þurfa á rafmynt að halda Freyr Bjarnason skrifar 29. mars 2014 07:00 Christopher Carmichael er yfir sig ástfanginn af Íslandi og ætlar að búa hér í framtíðinni. Christopher Carmichael, 26 ára Kanadamaður, kom hingað til lands í byrjun ársins ásamt vini sínum Jerome Jarre, stjörnu samskiptamiðilsins Vine. Allt ætlaði um koll að keyra í Smáralind þegar Jarre mætti þangað því hundruð ungmenni söfnuðust þar saman til að berja hann augum. Carmichael hreifst svo af landi og þjóð að hann langar að búa hér til frambúðar og stofna fyrirtæki. Á Facebook-síðu sinni heldur hann því fram að Ísland geti bjargað heiminum með notkun rafmyntarinnar umdeildu, Auroracoin, sem Íslendingar gátu í fyrsta sinn notað á miðnætti, aðfaranótt þriðjudags. Reyndar telur hann að mögulega ætti Ísland að búa til sína eigin útgáfu af myntinni þar sem engin leynd hvíldi yfir því hver væri á bak hana. Aðspurður segist Carmichael ekki tengjast Auroracoin með beinum hætti. „Það var skrítið þegar ég kom hingað í janúar. Þá var ég að tala um að einhver ætti að búa til nýjan gjaldmiðil og skrifaði á Reddit [vefsíðuna] um að fólk ætti að koma með Bitcoin og Dotcoin til Íslands. Það væri eina landið þar sem aðstæður væru fullkomnar fyrir rafmynt til að ná fótfestu. Þremur vikum síðar tilkynnti einhver að hann væri að stofna Auroracoin. Ég trúði því ekki og hélt að það tæki mörg ár fyrir Íslendinga að búa til eitthvað þessu líkt,“ segir Carmichael, sem hefur fylgst með Íslandi síðan bankahrunið varð 2008. „Ísland þarf augljóslega á nýjum gjaldmiðli að halda. Öll stjórnvöld í heiminum reyna að halda aftur af rafmynt af ýmsum toga og passa upp á hún verði ekki of stór í sniðum,“ segir hann en Seðlabanki Íslands og fleiri stofnanir hafa varað við myntinni. „Menn voru ekki heldur sammála því að jörðin væri hnöttótt. Í gamla daga var fólk drepið fyrir að koma fram með hugmyndir sem hljómuðu klikkaðar en núna getum við talað um þær, sem er svalt.“ Hann bætir við að Ísland gæti vel orðið efnahagsveldi í heiminum. „Fyrsta landið sem mun leyfa svona gjaldmiðli að þrífast mun byggja upp nýja tækni fyrir fjármálakerfið sem hefur ekki sést áður, þannig að peningar munu flæða inn í landið frá öðrum löndum. Þess vegna tel ég að vegna fámennisins á Íslandi gæti rafmynt haft gríðarmikla fjárhagslega kosti fyrir hverja einustu manneskju.“Kennitölur ganga kaupum og sölum Íslendingar geta sótt sér sína 31,8 aura hver á slóðina Auroracoin.org í gegnum kennitölu sína. Eitthvað hefur verið um það að kennitölur fólks hafa gengið kaupum og sölum, til dæmis í Háskóla Íslands. Auk þess er myntin sjálf seld, meðal annars í opnum Aurora-hópi á Facebook. Þar eru ýmsar vörur sömuleiðis boðnar til sölu fyrir Auroracoin, þar á meðal leikjatölva, mánaðaráskrift af Skjá Einum og ljósmyndavél. Dæmi eru einnig um að fólk hafi skipt Auroracoin yfir í aðra rafmynt, Bitcoin, og fengið fyrir hana Bandaríkjadali greidda út á Paypal en á þeim reikningi er hægt að senda peninga á milli fólks í gegnum tölvupóst. Manneskjan á bak við Auracoin, sem gengur dulnefninu Baldur Friggjar Óðinsson, segir myntina vera tækifæri til að segja skilið við verðbólgu, gjaldeyrishöft og gengisfellingu hins hefðbundna fjármagnskerfis. Mest lesið Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Christopher Carmichael, 26 ára Kanadamaður, kom hingað til lands í byrjun ársins ásamt vini sínum Jerome Jarre, stjörnu samskiptamiðilsins Vine. Allt ætlaði um koll að keyra í Smáralind þegar Jarre mætti þangað því hundruð ungmenni söfnuðust þar saman til að berja hann augum. Carmichael hreifst svo af landi og þjóð að hann langar að búa hér til frambúðar og stofna fyrirtæki. Á Facebook-síðu sinni heldur hann því fram að Ísland geti bjargað heiminum með notkun rafmyntarinnar umdeildu, Auroracoin, sem Íslendingar gátu í fyrsta sinn notað á miðnætti, aðfaranótt þriðjudags. Reyndar telur hann að mögulega ætti Ísland að búa til sína eigin útgáfu af myntinni þar sem engin leynd hvíldi yfir því hver væri á bak hana. Aðspurður segist Carmichael ekki tengjast Auroracoin með beinum hætti. „Það var skrítið þegar ég kom hingað í janúar. Þá var ég að tala um að einhver ætti að búa til nýjan gjaldmiðil og skrifaði á Reddit [vefsíðuna] um að fólk ætti að koma með Bitcoin og Dotcoin til Íslands. Það væri eina landið þar sem aðstæður væru fullkomnar fyrir rafmynt til að ná fótfestu. Þremur vikum síðar tilkynnti einhver að hann væri að stofna Auroracoin. Ég trúði því ekki og hélt að það tæki mörg ár fyrir Íslendinga að búa til eitthvað þessu líkt,“ segir Carmichael, sem hefur fylgst með Íslandi síðan bankahrunið varð 2008. „Ísland þarf augljóslega á nýjum gjaldmiðli að halda. Öll stjórnvöld í heiminum reyna að halda aftur af rafmynt af ýmsum toga og passa upp á hún verði ekki of stór í sniðum,“ segir hann en Seðlabanki Íslands og fleiri stofnanir hafa varað við myntinni. „Menn voru ekki heldur sammála því að jörðin væri hnöttótt. Í gamla daga var fólk drepið fyrir að koma fram með hugmyndir sem hljómuðu klikkaðar en núna getum við talað um þær, sem er svalt.“ Hann bætir við að Ísland gæti vel orðið efnahagsveldi í heiminum. „Fyrsta landið sem mun leyfa svona gjaldmiðli að þrífast mun byggja upp nýja tækni fyrir fjármálakerfið sem hefur ekki sést áður, þannig að peningar munu flæða inn í landið frá öðrum löndum. Þess vegna tel ég að vegna fámennisins á Íslandi gæti rafmynt haft gríðarmikla fjárhagslega kosti fyrir hverja einustu manneskju.“Kennitölur ganga kaupum og sölum Íslendingar geta sótt sér sína 31,8 aura hver á slóðina Auroracoin.org í gegnum kennitölu sína. Eitthvað hefur verið um það að kennitölur fólks hafa gengið kaupum og sölum, til dæmis í Háskóla Íslands. Auk þess er myntin sjálf seld, meðal annars í opnum Aurora-hópi á Facebook. Þar eru ýmsar vörur sömuleiðis boðnar til sölu fyrir Auroracoin, þar á meðal leikjatölva, mánaðaráskrift af Skjá Einum og ljósmyndavél. Dæmi eru einnig um að fólk hafi skipt Auroracoin yfir í aðra rafmynt, Bitcoin, og fengið fyrir hana Bandaríkjadali greidda út á Paypal en á þeim reikningi er hægt að senda peninga á milli fólks í gegnum tölvupóst. Manneskjan á bak við Auracoin, sem gengur dulnefninu Baldur Friggjar Óðinsson, segir myntina vera tækifæri til að segja skilið við verðbólgu, gjaldeyrishöft og gengisfellingu hins hefðbundna fjármagnskerfis.
Mest lesið Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira