Yellowstone, heilög vé. Ísland, virkjanasvæði Ómar Ragnarsson skrifar 29. mars 2014 07:00 Á afmælisráðstefnu Ísor í haust hélt einn af fremstu jarðvarmavirkjanasérfræðingum Bandaríkjanna erindi um fyrirhugaða nýtingu jarðvarmans þar í landi. Hann benti á korti á mikinn fjölda fyrirhugaðra virkjanasvæða í landinu sem merkt voru með litlum blettum og rakti stöðu þessara mála vestra. Í miðju erindi benti hann eitt augnablik á risastóran eldrauðan blett í Wyoming og sagði: „Hér er langmesta samanlögð jarðvarma- og vatnsorka í allri Norður-Ameríku. Þetta er Yellowstone, en þar verður ekki snert við neinu, því þetta eru heilög vé.“ Í vandaðri erlendri handbók um 100 mestu undur veraldar, þar af fjörutíu náttúruundur, er hinn eldvirki hluti Íslands á blaði sem eitt af sjö mestu náttúruundrum Evrópu og annað af tveimur á Norðurlöndunum, sem komast á blað. Í Norður-Ameríku komast hin heilögu vé Yellowstone hins vegar ekki á blað í þessari bók. Þó er þessi níu þúsund ferkílómetra bandaríski þjóðgarður og svæði í kringum hann, sem er álíka stórt og allt Ísland, friðað fyrir öllum borunum eða raski vegna hugsanlegra virkjana. Hver sú stofnun eða fyrirtæki í Bandaríkjunum sem myndi voga sér að impra á því að snerta við Yellowstone yrði talin gengin af göflunum. Í Yellowstone eru stórir óbeislaðir fossar og tíu þúsund hverir á mörgum stórum hverasvæðum og sjálfsagt væri hægt að reisa þar tugi stórvirkjana og búa til blá lón, gul lón, rauð lón og græn lón til að baða sig í. Allt yrði það gert með rökum um „atvinnuuppbyggingu og sátt milli virkjana og friðunar“ af því að þetta tvennt fari svo vel saman.Gereyðingarhernaður Í ljósi þess að í fyrrnefndri bók um mestu undur veraldar kemst Yellowstone ekki á blað eins og hinn eldvirki hluti Íslands má nærri geta hvað væri búið að gera þarna vestra ef þar réðu ferðinni menn með sama hugsunarhátt og hafa ráðið ferðinni hér á landi og sækja nú í sig veðrið sem aldrei fyrr. Samanburðurinn á hugsunarhætti okkar og Bandaríkjamanna er sláandi, svo ekki sé meira sagt. Halldór Laxness nefndi það hernaðinn gegn landinu, fyrir 44 árum, en miðað við altæka sókn í alls 122 virkjanir að meðtöldum þeim sem þegar eru komnar hér á landi, myndi hann líklega nota orðið „gereyðingarhernað“ nú. Síðustu 140 ár hafa allir Bandaríkjaforsetar, 27 að tölu, staðið vörð um hin „heilögu vé Yelllowstone“ á sama tíma og þeir Íslendingar sem dirfast að andæfa virkjanaæðinu hér á landi eru kallaðir „öfgamenn, sem eru á móti rafmagni, á móti atvinnuuppbyggingu og vilja fara inn í torfkofana á ný“. Framleiðir þjóðin þó nú þegar fjórum til fimm sinnum meira rafmagn en hún þarf til eigin nota en samt er talin knýjandi nauðsyn að þessi tala verði minnst tvöfölduð og hækkuð upp í það að framleiða meira en tíu sinnum meira rafmagn en við þurfum sjálf. Þrýst er á um þetta og lagningu sæstrengs til Skotlands til þess að við Íslendingar „björgum Evrópu í orkuvanda hennar“ og verðum „Bahrein norðursins“ og moldríkir stjórnendur orkuverðs í Evrópu í krafti „gífurlegrar orku“. Þegar tölurnar eru skoðaðar kemur samt í ljós að með því að fórna öllum samanlögðum náttúruverðmætum Íslands fyrir virkjanir muni það aðeins gefa langt innan við 1% af orkuþörf Evrópu! Það er kominn tími til að við Íslendingar förum loks að átta okkur á því hvað er raunverulega í húfi. Um er að ræða ómetanleg náttúruverðmæti á heimsvísu, sem við núlifandi landsmenn eigum ekki, heldur höfum að láni frá afkomendum okkar og ber siðferðileg skylda til að varðveita fyrir komandi kynslóðir og mannkyn allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á afmælisráðstefnu Ísor í haust hélt einn af fremstu jarðvarmavirkjanasérfræðingum Bandaríkjanna erindi um fyrirhugaða nýtingu jarðvarmans þar í landi. Hann benti á korti á mikinn fjölda fyrirhugaðra virkjanasvæða í landinu sem merkt voru með litlum blettum og rakti stöðu þessara mála vestra. Í miðju erindi benti hann eitt augnablik á risastóran eldrauðan blett í Wyoming og sagði: „Hér er langmesta samanlögð jarðvarma- og vatnsorka í allri Norður-Ameríku. Þetta er Yellowstone, en þar verður ekki snert við neinu, því þetta eru heilög vé.“ Í vandaðri erlendri handbók um 100 mestu undur veraldar, þar af fjörutíu náttúruundur, er hinn eldvirki hluti Íslands á blaði sem eitt af sjö mestu náttúruundrum Evrópu og annað af tveimur á Norðurlöndunum, sem komast á blað. Í Norður-Ameríku komast hin heilögu vé Yellowstone hins vegar ekki á blað í þessari bók. Þó er þessi níu þúsund ferkílómetra bandaríski þjóðgarður og svæði í kringum hann, sem er álíka stórt og allt Ísland, friðað fyrir öllum borunum eða raski vegna hugsanlegra virkjana. Hver sú stofnun eða fyrirtæki í Bandaríkjunum sem myndi voga sér að impra á því að snerta við Yellowstone yrði talin gengin af göflunum. Í Yellowstone eru stórir óbeislaðir fossar og tíu þúsund hverir á mörgum stórum hverasvæðum og sjálfsagt væri hægt að reisa þar tugi stórvirkjana og búa til blá lón, gul lón, rauð lón og græn lón til að baða sig í. Allt yrði það gert með rökum um „atvinnuuppbyggingu og sátt milli virkjana og friðunar“ af því að þetta tvennt fari svo vel saman.Gereyðingarhernaður Í ljósi þess að í fyrrnefndri bók um mestu undur veraldar kemst Yellowstone ekki á blað eins og hinn eldvirki hluti Íslands má nærri geta hvað væri búið að gera þarna vestra ef þar réðu ferðinni menn með sama hugsunarhátt og hafa ráðið ferðinni hér á landi og sækja nú í sig veðrið sem aldrei fyrr. Samanburðurinn á hugsunarhætti okkar og Bandaríkjamanna er sláandi, svo ekki sé meira sagt. Halldór Laxness nefndi það hernaðinn gegn landinu, fyrir 44 árum, en miðað við altæka sókn í alls 122 virkjanir að meðtöldum þeim sem þegar eru komnar hér á landi, myndi hann líklega nota orðið „gereyðingarhernað“ nú. Síðustu 140 ár hafa allir Bandaríkjaforsetar, 27 að tölu, staðið vörð um hin „heilögu vé Yelllowstone“ á sama tíma og þeir Íslendingar sem dirfast að andæfa virkjanaæðinu hér á landi eru kallaðir „öfgamenn, sem eru á móti rafmagni, á móti atvinnuuppbyggingu og vilja fara inn í torfkofana á ný“. Framleiðir þjóðin þó nú þegar fjórum til fimm sinnum meira rafmagn en hún þarf til eigin nota en samt er talin knýjandi nauðsyn að þessi tala verði minnst tvöfölduð og hækkuð upp í það að framleiða meira en tíu sinnum meira rafmagn en við þurfum sjálf. Þrýst er á um þetta og lagningu sæstrengs til Skotlands til þess að við Íslendingar „björgum Evrópu í orkuvanda hennar“ og verðum „Bahrein norðursins“ og moldríkir stjórnendur orkuverðs í Evrópu í krafti „gífurlegrar orku“. Þegar tölurnar eru skoðaðar kemur samt í ljós að með því að fórna öllum samanlögðum náttúruverðmætum Íslands fyrir virkjanir muni það aðeins gefa langt innan við 1% af orkuþörf Evrópu! Það er kominn tími til að við Íslendingar förum loks að átta okkur á því hvað er raunverulega í húfi. Um er að ræða ómetanleg náttúruverðmæti á heimsvísu, sem við núlifandi landsmenn eigum ekki, heldur höfum að láni frá afkomendum okkar og ber siðferðileg skylda til að varðveita fyrir komandi kynslóðir og mannkyn allt.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar